blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaAÍA Norrœn verðlaun Islenskur leikur fær verðlaun Islenskur gagnvirkur hermi- leikur hlaut í gær verðlaun norrænu ráðherranefndar- innar fyrir besta námsefnið um neytendamál. Það var Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sem afhenti Ómari Erni Magn- ússyni, kennara, verðlaunin. Þau námu 100.000 dönskum krónum. Ómar þróaði leikinn og hannaði en á bak við hann liggur margra ára vinna. Ómar segist vera þakklátur fyrir verð- launin og þau séu staðfesting á þessu góða verkefni. „Þetta er verkefni sem við höfum unnið í einkageiranum og þetta er svona heilbrigðisstimpill á það. Fyrst og fremst mjög skemmtileg viðurkenning." Leikurinri er eftirlíking af þeim aðstæðun) sem bíða ungs fólks þegar frariihaldsskóla lýkur. Nemendur byrja með ákveðna byrjunarupphæð á bankareikn- ingi en líf þeirra er að öðru leyti óskrifað blað. Síðan tekur við lífsbaráttan í öllu sínu veldi. Dragtardagar frá föstudegi-miðvikudags Opnunartími mán-fös. 10-18 laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 200 Kópavogi Sími 5544433 Hamfarir í S-Asíu Engar frekari ákvarðanir um aðstoð liggja fyrir Þjóðir heimsins hafa verið gagnrýndar fyrir lélegaframmistöðu við að komafórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan til bjargar. Ögmundur Jónasson kallar eftir auknum framlögum. Þann 11. október veitti ríkisstjórn íslands 18,5 milljónum til hjálpar- starfs vegna jarðskjálftanna í S-Asíu. .Upphæðinni var skipt á milli Rauða krossins, UNICEF og matvælaáætl- unar SÞ. Þetta er það sem liggur fyr- ir og ekkert annað hefur verið rætt að svo stöddu,” sagði Ragnheiður El- ín Árnadóttir, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra. Ragnheiður segir að það sé ákvörðun ríkisstjórnar hve há upphæðin er hverju sinni þegar ákveðið er að veita fé til aðstoðar á hamfarasvæðum. 30 milljónum var varið til hjálparstarfs vegna fellibyls- ins Katrinar í Bandaríkjunum og 150 milljónir fóru til hamfarasvæða í Asíu þegar flóðbylgjan reið yfir um síðustu áramót. Hjálparstofnunin Oxfam hefur gagnrýnt ríkari þjóð- ir heims fyrir að bregðast illa við hjálparbeiðnum frá svæðunum sem jarðskjálftinn skók í byrjun október. í fyrradag barst yfirlýsing frá fulltrú- um 65 ríkja þar sem lofað er að auka fjárframlögin vegna jarðskjálftanna verulega. Þetta var ákveðið á fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf að því er kemur fram hjá BBC. Verðum að endurskoða afstöðu okkar „Mér finnst fráleitt annað en að ís- lendingar láti meira af hendi rakna og það er nöturlegt til þess að hugsa að ríkisstjórnin er reiðubúin með fjárframlög þegar NATO kallar,“ seg- ir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. „En þetta sama hernaðarbanda- lag hefur nú verið beðið um að koma til hjálpar á jarðskjálftasvæðunum en segist ekki hafa tæki og tól tiltæk til að sinna því. I þessu birtast okkur miklar mótsagnir og ég tel að okkur beri skylda til að koma þessu fólki til hjálpar. Það ætti að standa okkur Is- lendingum nær að skilja hvað í húfi er þegar náttúruhamfarir valda eins miklu tjóni og þarna hefur orðið. Ég held því að ríkisstjórnin og við öll ættum að endurskoða afstöðu okk- ar og ég vona að það þurfi ekki að gerast hið sama og átti sér stað um síðustu áramót þegar þjóðin neydd- ist til að taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og safna peningun- umbeint. Þá blöskraði fólki hve mag- urt framlagið var frá ríkisstjórninni. Ég styð það því mjög eindregið að meira fé verði látið af hendi rakna og vek jafnframt athygli á þessum grófu mótsögnum sem við erum að verða vitni að.“ ■ Verðbólga: Lækkun? Verðbólga mun mælast 4,5% í þessum mánuði og lækka um 0,1% ef spá íslandsbanka frá því í gær gengur eftir. Það þýðir að ennþá er gert ráð fyrir að verðbólga muni mælast yfir efri þolmörkum verðbólgu- markmiðs Seðlabanka Islands sem er 4% og langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiði hans. Gerir Islandsbanki ráð fyrir að vlsi- tala neysluverðs hækki um 0,1% aðallega vegna hækkunar á mat- vöru- og húsnæðisverði.Á móti gerir bankinn ráð fyrir frekari lækkun á bensínverði. „Reikna má með því að verð- bólgan muni hjaðna lítillega á næstu mánuðum þótt hún nái sennilega ekki undir efri þolmörkin fýrr en á næsta ári. Miðað við fast núverandi gengi krónunnar er útlit fyrir að verðbólgan reynist 4,3% yfir þetta ár en aðeins 2,4% á næsta ári,“ segir í Morgun- korni íslandsbanka i gær. Kvennaathvarfið: Lyf og heilsa oefur miUién - skorar á önnurfyrirtœki að sigl Lyf og heilsa gaf í gær Kvennaathvarf- inu eina milljón króna í styrk og vill fyrirtækið með því sýna í verki þann stuðning sem ríkir innan fyr- irtækisins í garð starfsins, sem þar er unnið. Hrund Rudolfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lyf og heilsu, segir að starfsfólk fyrirtækisins af báðum kynjum telji mikilvægt að leggja lóð á vogarskálarnar í þessum efn- um. „Vegna lögbundinnar skyldu lyfjaverslana til að veita þjónustu sína gátu hvorki konur né karlar lagt niður störf á kvennafrídaginn," segir Hrund og bætir við að innan fyrirtækisins hafi ríkt einhugur um að sýna kvennabaráttunni stuðning um leið og starfsfólkið og fyrirtækið sinni lögboðnum skyldum sínum. Hrund segir þó sárt að hafa ekki getað tekið þátt í kvennafridegin- um, en mikilvægt sé að horfa fram á veginn og gera sitt til að halda þeim mikla krafti lifandi sem þarna var leystur úr læðingi til að breyta hlut- um til batnaðar. „Margt smátt gerir eitt stórt og þessar milljón krónur eru okkar framlag til þess. Þá vilj- um við hvetja önnur fyrirtæki til að velja sér eitthvað af þeim fjölmörgu félögum sem starfa að jafnréttismál- efnum og veita einu þeirra eða fleir- um myndarlegt framlag." ■ Viðskiptakort einstaklinga Nánari upplýsingar i síma: 591 3100 ATLANTSOLIA Atlantsolla - VotturvAr 29 - 200 Kópavogur • Siml 591-3100 - atlantsollaOatlantsolia.il Landsbankinn og Vesturport semja Leikhópurinn Vesturport og forráða- menn Landsbankans undirrituðu í gær samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn kveður á um að Landsbankinn styrki leikhópinn fjárhagslega sem mun hjálpa honum til frekari útrásar. Samningurinn var undirritaður á leiksviði Borgar- leikhússins en þar frumsýnir leik- hópurinn í kvöld leikritið Woyzeck sem hlotið hefur lofsamlega dóma erlendis. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.