blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 28
28 I MENNING FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaðiö Nýtt bókaforlag ,Ég gef út fjórar bækur þetta árið, auk þess sem ég sé um að selja bæk- ur og dreifa þeim fyrir Jentas sem hét áður PP forlag og sé auk þess um tölvubókaútgáfu. Ég ber ábyrgð á átta bókum þetta árið,“ segir Tómas Hermannsson, útgáfustjóri bókafor- lagsins Sögur útgáfa. Tómas er 34 ára og ákvað að gerast útgefandi ein- faldlega vegna þess að það er nokk- uð sem hann hefur alltaf viljað gera. Af þeim bókum sem hann hefur gefið út hefur Tómas sérstakt dálæti á bókinni Úlfabróðir eftir Michelle Paver sem kemur í íslenskri þýðingu Sölku Guðmundsdóttur sem er 25 ára gömul, dóttir Olgu Guðrúnar Árnadóttur rithöfundar. I fyrra börðust útgefendur á bókamessunni í Frankfurt um réttinn á bókinni sem er sú fyrsta í sex bóka seríu og Ridley Scott hefur keypt kvikmynda- réttinn að öllum sexbókunum. „Auð- vitað á maður ekki að væla um það hvað bækurnar manns séu frábærar en þetta er meiriháttar bók, fyrsta flokks verk sem talað er um sem arf- taka Harry Potter,“ segir Tómas. Aðrar bækur á útgáfulistanum eru Sögur Tómasar frænda eftir Tómas Tómasson og Friðrik Indriðason. Þar segir Stuðmaðurinn Tómas sög- ur af poppurum og öðru fólk. Svo eru það bækurnar Steinarnir tala sem er saga Rolling Stones og Fánýt- ur fróðleikur er safn upplýsinga sem fólk hefur ekkert að gera við en vill samt búa yfir. Tómas er nýkominn af bókamess- unni í Frankfurt. „Þar er allt of stórt, of mikið af öllu. Sýnendur voru rúm- lega 3.000 og 12.000 blaðamenn og fólk frá 130 löndum. Það var ótrú- lega gaman að upplifa þetta og sjá fleiri þúsund bækur sem maður gæti hugsað sér að gefa út.“ Hann segist vera fullur bjartsýni fyrir hönd útgáfunnar. „Ég veit reyndar ekki fyrr en á Þorláksmessu hvernig útgáfan mín hefur gengið en þetta er hægt. Einhverjir fara á hausinn af bókaútgáfu en ef maður hefði ekki mikla trú á þessu væri maður ekki að gera þetta,“ segir Tómas. Tómas Hermannsson.„Einhverjir fara á hausinn af bókaútgáfu en ef maður hefði ekki mikla trú á þessu væri maður ekki að gera þetta." BlaÖiÖ/Steinar Hugi Vinsælustu þýddu skáld- sögurnar á Bretlandi í ár munu vandaðar þýðingar ein- kenna jólabókaflóðið hér á landi en nokkur aukning mun vera í sölu þýddra bóka. Þýddar bækur hafa einnig tekið mikinn sölusprett á Bretlandi. Nýlega var birtur listi yfir vinsælustu þýddu bókmenntaverkin þar í landi. Flest þeirra eru vel þekkt hér á landi og eru til í íslenskri þýðingu. Sérstaka athygli vekur vel- gengni Skugga vindsins en bókin er nýkomin út í íslenskri þýðingu. Söluhæstu þýddu skáldverkin á Bretlandi áárunum 1998-2005 1. AIkemistinn.Paulo Coelho 2. Skuggar vindsins. Carlos 1 Ruiz Zafón 3. Ilmurinn. Patrick Súskind 4. Dóttir gæfunnar. Isabel Allende 5. Atomised. Michel Hou- ellebecq 6. Lesarinn. Bernhard Schlink 7. Veronika ákveður að deyja. Paulo Coelho 8. City of the Beasts. Isabel Allende 9. Ástin á tímum kólerunnar. Gabriel Garc- ia Marquez 10. The Last Legion. V M Manfredi Söluhæstu þýddu skáldverkin á Bretlandi á árinu 2005 1. Skuggar vindsins. Carlos Ruiz Zafón 2. Alkemistinn. Paulo Coelho 3. Kingdom of the Golden Dragon. Isabel Allende 4. The Oxford Murders. Guillermo Mart- inez 5. The Orade. V M Manfredi 6. Fyrir frostið. Henning Mankell 7. Snow. Orhan Pamuk 8. Kafka on the Shore. Haruki Murakami 9. Ellefu minútur. Paulo Coelho 10. Ilmurinn. Patrick Súskind _ Föstudagur 4. nóv. Tónleikar kl. 20:00 með Gospel Invasion Group Gestasöngvari verður Jónsi I svörtum fötum. Frítt inn! Laugardagur 5. nóv. Samkoma kl. 20:30 Gospel Invasion Group spilar. Dr Richard Perinchief talar. Sunnudagur 6. nóv. Samkoma kl. 20:30 Gospel Invasion Group spilar. Dr Richard Perinchief talar. XJTJN. Krossinn fr* 5) Hllöasmári 5-7 Kópavogur Slmi: 554 3377 KROSSINN www.krossinn.is Við eigum samleið... Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16:30, Þrlðjudagur: Almenn samkoma kl. 20:00, Miðvikudagur: Almenn bænastund kl. 20:00, Fimmtudagur: Unglingabænastund kl. 20:00 Laugardagur: Samkoma fyrir ungt fólk kl. 20:30 É SK M )| | 3K m Árni Þórarínsson á krimmahátíð i Vilnius Árna Þórarinssyni hefur verið boð- ið að vera fulltrúi íslenskra spennu- sagnahöfunda á alþjóðlegri krimma- hátíð í Vilnius, höfuðborg Litháen, sem haldin er þar af norrænu ráð- herranefndinni. Hátíðin nefnist Vilnius Alibi og fer fram 9. til 12. nóvember. Þangað er boðið einum fulltrúa glæpasagna- höfunda frá hverju Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Rússlands. Meðal höfundanna tíu verða, auk Árna, einn frægasti höfundur Dana í þessari bókmenntagrein, Leif Dav- idsen, sem margir þekkja af bókun- um Rússneska söngkonan og Fest á filmu, Arne Dahl frá Svíþjóð, Jo Nes- bö frá Noregi og Leena Lehtolainen frá Finnlandi. I fréttatilkynningu frá norrænu ráðherranefndinni segir að tilgangur Vilnius Alibi sé að kynna norrænar sakamálabókmenntir fyrir lithásk- um lesendum og útgefendum og stuðla að þróun ritunar sakamála- sagna í Eystrasaltslöndunum með umræðum þessara höfunda. „Gagn- rýnendur viðurkenna að norrænar sakamálasögur afhjúpa þegar best tekst til harðari og myrkari hliðar samfélaga okkar. En það þýðir ekki að norrænar sakamálasögur séu greining á tölfræðilegum upplýsing- um um glæpi eða félagslegir áróðurs- bæklingar. Þær eru fyrst og fremst bókmenntir með öllum möguleikum og tilbrigðum hvaða bókmenntahefð- ar sem til er.“ Norræna ráðherranefndin segir í tilkynningunni að eitt eigi allir höfundarnir á Vilnius Alibi sameig- inlegt: „Faglegan metnað og ábyrgð á háu stigi. Það er ofbeldi í bókum þeirra, en ef þar er skemmtun felst skemmtunin ekki í ofbeldinu.“ ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.