blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaAÍA Meiriháttar fjármálamisferli fyrirtækja og einstaklinga Lokaskýrsla rannsóknarnefndar á „matur fyrir olíu” áætlun Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gœr. Fjöldi fyrirtœkja og einstaklinga frá ýmsum löndum gerðu Saddam Hussein kleift að grœða með ólöglegum hœtti á áœtluninni. 1 gær var birt lokaskýrsla um rann- sókn Sameinuðu þjóðanna á því hvað fór úrskeiðis 1 hinni svoköll- uðu matur fyrir olíu áætlun (Food- for-Oil Programme) samtakanna I fyrri skýrslum um rannsóknina var megináherslan lögð á meinta spillingu og vanhæfni innan Sam- einuðu þjóðanna. 1 þessari skýrslu er fjallað um misgerðir fyrirtækja og einstaklinga sem hjálpuðu stjórn Saddams Hussein, fyrrverandi for- seta íraks, við að græða ólöglega á áætluninni. Meira en 2.500 fyrir- tæki frá að minnsta kosti 60 löndum eru viðriðin margs konar fjármála- misferli í tengslum við áætlunina. Matur fyrir olíu áætlunin miðaði að því að draga úr þjáningu írösku þjóðarinnar vegna refsiaðgerða Sam- einuðu þjóðanna. Stærsta mannúðarverkefni S.Þ. Matur fyrir olíu áætlunin var stærsta mannúðarverkefni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nokkru sinni tekist á hendur og kostaði eina 60 milljarða Bandaríkjadala. Hún átti að gera írökum kleift að kaupa mat, lyf og aðrar nauðþurftir í skiptum fyrir olíu án þess að það bryti í bága við viðskiptabann sem sett var á land- ið eftir innrásina í Kúveit árið 1990. Rannsókn bandarísku leyniþjónust- unnar á síðasta ári leiddi aftur á móti í ljós að Saddam Hussein hefði grætt 1,7 milljarða Bandaríkjadala með því að svindla á áætluninni. Nöfn fyrirtækja og einstak- linga gerð opinber Mark Gregory, viðskiptafréttamað- ur breska ríkisútvarpsins, sagði að í skýrslunni yrðu gerð opinber nöfn fyrirtækja og einstaklinga sem áttu þátt í ólöglegum viðskiptasamning- um. Mörg fyrirtækjanna eru frá Rússlandi og Miðausturlöndum en einnig eru nokkur vestræn fyrir- tæki á listanum að sögn Gregorys. Fyrr í vikunni upplýsti nefnd á veg- um bandarísku öldungadeildarinn- ar að hún hefði sönnunargögn um að breski þingmaðurinn George Galloway hefði efnast á olíuúthlut- un. Galloway neitaði sök og hafnaði ennfremur fullyrðingum um að hann hefði logið eiðsvarinn við yf- irheyrslur nefndarinnar sem sakaði hann um að hafa veitt viðtöku olíu- peningum frá Saddam Hussein. ■ Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Iraks, misnotaði matur fyrir olíu áætlunina og fjöldi fyrirtækja og einstakiinga um allan heim tengdust misferlinu. Háskólanem- ar skjóta gervi- hnetti á loft Fyrsti gervihnötturinn sem var algerlega smíðaður af evrópsk- um háskólanemum var skotið á loft frá Plesetsk í norðurhluta Rússlands. Hnötturinn, sem aðeins vegur rúm 50 kg, var hannaður og smíðaður af hundrað háskólanemum frá tíu háskólum í níu löndum. Honum var skotið á loft með rússneskri Cosmos 3M eldflaug og var þetta fyrsta geimskot af pallinum síðan evrópski rannsóknarhnöttur- inn Cryosat týndist á dögunum. Graham Shirville, sem hafði yfirumsjón með hluta verkefh- isins, sagði að megintilgangur þess væri að sýna fram á að háskólanemar gætu með að- stoð stofnana eins og evrópsku geimvísindastofnunarinnar hannað og smíðað gervihnött. 1 samstarfi við evrópsku geimvísindastofnunina, sem fjármagnaði verkefnið, vonast nemarnir til að geta byggt og skotið á loft fáeinum smá- gervihnöttum til viðbótar og hugsanlega tekist á hendur flóknari verkefni. Þeir hafa jafnvel í hyggju að reyna að smíða könnunarfar sem gæti lent á yfirborði tunglsins. Hjálparstarf gengur hœgt á Flórída: Bush heimsækir hamfarasvæðin George W. Bush, Bandaríkjaforseti, fór til Flórída í gær til að sjá með eigin augum skemmdirnar sem felli- bylurinn Wilma olli á svæðinu og heimsækja bandarísku fellibyljamið- stöðina á Miami. Michael Chertoff, heimavarnarráðherra, sem hefur yfirumsjón með almannavörnum landsins, lofaði að senda flutninga- vélar á hamfarasvæðin með ís og neysluvatn. Chertoff bað fólk um að sýna þolinmæði og að ríkisstjórnin ynni að því að útvega fleiri rafstöðv- ar til að senda til Suður-Flórída. Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída og bróðir forsetans, hefur axlað ábyrgð á því hve hægt hjálparstarf hefur gengið í ríkinu en víða á fólk enn í erfiðleikum með að útvega sér mat, vatn, ís og eldsneyti í kjölfar fellibyls- ins Wilmu og eru margir reiðir yfir- völdum vegna seinagangsins. „Þetta er eins og í þriðja heimin- um,“ sagði Claudia Shaw sem eyddi fáeinum klukkustundum í biðröð eftir eldsneyti. „Við búum í ríki þar sem við þurfum að ganga í gegnum óveður sem þessi á hverju ári. Hvar er viðbragðsáætlunin?“ i fellibylnum á Flórída en einnig varð bana á Haítí, fjórum í Mexíkó og ein- Að minnsta kosti tíu manns fórust hann að minnsta kosti 12 manns að umájamaíku. g Jeb Bush, ríkisstjóri á Flórída og bróðir Bandarikjaforseta, fundar með fjölmiðlafólki ásamt fulltrúum almannavarna. Rannsókn á í dag lýkur formlega rannsókn á því hvernig nafn leynilegs starfsmanns bandarísku leyniþjónustunnar barst til fjölmiðla og kemur í ljós hvort ákærur í málinu verði lagðar fram. Stjórnvöld búa sig undir þann möguleika að I Lewis „Scooter" Lib- by, starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta, verði sóttur til saka fyr- ir aðild sína að málinu. Þá á Karl Ro- ve, einn helsti ráðgjafi Bush Banda- ríkjaforseta, hugsanlega yfir höfði sér ákæru fyrir rangan vitnisburð. leka lýkur Lewis Libby, starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna. Miers hættir við Harriet Miers hefur dregið til baka tilnefningu sína til embættis dóm- ara við Hæstarétt Bandaríkjanna. George Bush, Bandaríkjaforseti, til- nefndi Miers, sem áður var lögfræði- legur ráðgjafi hans, fyrir um þremur vikum en tilnefningin mætti mikilli andstöðu og gagnrýni. Tilnefningin var einkum gagnrýnd vegna reynslu- leysis Miers af dómarastörfum en einnig vegna tengsla hennar við Bush. Forsetinn sagði að hann hefði fallist með eftirsjá á ákvörðun Miers en hann hafði vikum saman varið tilnefningu hennar og margítrekað að hann vildi ekki að hún hætti við. Harriet Miers ásamt George Bush, Banda- ríkjaforseta, þegar hann tilkynnti tilnefn- ingu hennar fyrr í mánuðinum. Bush sagði að ný manneskja yrði til- nefnd í embættið bráðum en Miers myndi halda áfram fyrra starfi. Vélin sem þú hefur beðið eftir! Finepix S9500 sameinar það besta úr venjulegum stafrænum myndavélum og D-SLR. FUJIFILM Innbyggð 28-300 mm linsa (10.7x)! ■ 9.0 milljón díla Super CCD HR flaga með “Real Photo” tækni. ■ Aðeins 0,8 sekúndur að kveikja á sér og verða tökuklár! Tökutöf er aðeins 0,01 sekúnda! * Hægt að stilla handvirkt og stýring á aðdráttarlinsu er á linsuhringnum! Vélin tekur kvikmyndir og hægt er að breyta aðdrætti meðan á töku stendur! ■ Með háhraða USB 2.0 tengi fyrir skráraflutning í tölvu. * Skór fyrir auka flass! Verð kr. 69.900 Sjá nánar: www. fujifilm.is / www.ljosmyndavorur.is Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 04501 Myndsmiðjan Egilsstöðum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.