blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 18
18 I NEYTENDUR FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaðiö Einn og hálfur lítri af mjólk hlutfallslega dýrari en litrinn Vistvænn akstur - Hagkvœm leið sem verndar umhverfið Vanalega er það þannig að því stærri sem umbúðir neysluvara eru, því hagkvæmari eru kaupin. Það er samt sem áður ekki raunin með allar vörur. Sú sem stingur kannski mest í stúf er mjólkin en verð á stærri umbúðum hennar er og hefur lengi verið hlutfallslega dýrara en á þeim minni. Guðbrandur Sigurðsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar, segir að þetta sé vissulega sérstök staða en að hún eigi rætur sinar að rekja til þess að á árum áður þá var reiícnað- ur svokallaður verðlagsgrundvöllur undir allt verðlag á búvörum, þar með talið á mjólk. Þegar farið var út í það að bjóða upp á nýjungar í mjólkurumbúðum, meðal annars eins og hálfs lítra umbúðirnar, kom það í ljós að þessar umbúðir voru dýrari en hinn hefðbundni pottur af mjólk. Það leiddi þvi til þess að smásöluverð eins og hálfs lítra fern- unnar varð hlutfallslega hærra en lítrans. Á undanförnum árum hefur verð á mjólkurvörum verið ákvarð- að af svokallaðri verðlagsnefnd sem í situr einn fulltrúi frá landbúnaðar- ráðuneytinu, ASf og BSRB og tveir fulltrúar frá Samtökum afurða- stöðva í mjólkuriðnaði annars vegar og Bændasamtökunum hins vegar. Þar hefur ríkt samkomulag um að hreyfa ekki við mjólkurverði og hef- ur Mjólkursamsalan til dæmis ekki hækkað útsöluverð sitt á mjólk frá í. janúar 2003 ef undanskilin er örlítil hækkun þegar við bættist skilagjald á mjólkurumbúðir. „Þetta hefur orð- ið til þess að við höfum ekki getað hreyft við þessari verðlagningu sem okkur finnst samt sem áður óeðli- leg í samanburði við allt annað,“ seg- ir Guðbrandur að lokum. Bónus borgar með mjólkinni Mjólkurlítri á útsöluverði fer frá Mjólkursamsölunni á 68,44 kr. á meðan að eins og hálfs lítra fernan fer á 103,5 kr.. Því er ljóst á þessum tölum að munurinn er óverulegur þegar mjólkin er seld fra MS. Sam- kvæmt verðkönnun Blaðsins í vik- unni selur Bónus mjólkina undir uppgefnu útsöluverði Mjólkursam- sölunnar og kostar lítrinn þar ein- ungis 52 krónur, sem þýðir að ef allt er með felldu þá er Bónus að greiða rúmar 16 krónur með hverjum lítra. Einn og hálfur lítri kostar hjá þeim 97 krónur og því greiðir Bónus í því tilfelli 6,5 kr. með hverri seldri ein- ingu. f Hagkaupum kostar lítrinn 78 krónur og stóri bróðir 123 krónur. f Nóatúni var mjólkin dýrust af þeim verslunum sem athugaðar voru, eða 79 kr. fyrir lítra og 129 kr. fyrir einn og hálfan, sem þýðir að Nóatún legg- ur 25,5 kr. á hverja eins og hálfs lítra fernu sem þeir selja. ■ t.juliusson@vbl.is Mengun vegna útbfásturs bíla eykst með hverju árinu. í út- blæstri bíla er koldíoxíð sem veld- ur gróðurhúsaáhrifum og súrnun jarðvegar og vatnsfalla. Fleiri og fleiri bílar fara í umferð og fæstir virðast velja þann kostinn að taka strætó eða hjóla í umhverfisvernd- arskyni. Bíleigendur geta þó gert ýmislegt til þess að minnka mengun frá sínum bíl, verði þeir á annað borð að nota hann að staðaldri. • Besteraðskipuleggjabilferðirn- ar fram í tímann. Með því að hafa vikuplan sem segir til um hver á skutla hverjum, hvert og hvenær og hengja það á ísskáp- inn er hægt að spara töluvert margar óþarfa bílferðir. • Þegar keyptur er nýr bíll skal hafa eyðsluna í huga. Ekki kaupa stóran og eyðslufrekan bíl ef þú þarft ekki á honum að halda. Minni og léttari bílar eyða minna. • Ef þú átt bíl eða ætlar að kaupa þér bíl sem er eldri en frá árinu 1995, gakktu þá úr skugga um að hann sé með hvarfakút sem er mengunarvörn bílsins. Bílar á framleiðsluári 1995 og síðar verða allir að vera með hvarfa- kút. • Þegar bíllinn er ræstur þegar hitastig úti er undir 5°C eykst eldsneytiseyðsla og losun gróð- urhúsalofttegunda er meiri en þegar bílinn er ræstur í meiri hita. Hreyfilhitari minnkar bæði bensíneyðsluna og losun gróðurhúsalofttegunda. Hægt er að fá þannig búnað hjá um- boðunum og sumir nýir bílar koma með hreyfilhitara. • Það borgar sig að athuga reglu- lega með lofþrýsting í dekkjum. Of lítið loft í dekkjum getur aukið eyðsluna. • Aukahleðsla eykur eyðsluna. Best er að hafa bara nauðsyn- legustu hlutina í farangursrým- inu. • Áður en lagt er af stað skal finna út bestu leiðina á áfangastað. Er mikil vegavinna á leiðinni sem veldur miklum töfum? Er hægt að fara leið þar sem færri umferðarljós eru? • Vanstilling vélar getur valdið aukinni eyðslu. Best er að láta stilla vélina og skoða bílinn með því tilliti reglulega. • Vænlegast er að auka hraðann rösklega þegar tekið er af stað, andstætt því sem margir halda. Nýtið hraðaaukningu á leið nið- ur brekku og sleppið því að gefa inn. Á leið upp í móti skal forð- ast að gefa mikið í. • Ekki fara yfir 3.000 snúninga. Notið 4. og 5. gírinn líka innan- bæjar. Heimild: www.aka.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.