blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 Maöiö Hemmi Hreiðars bjartsýnn fyrir leikinn gegn Bolton an boltann. Við reyndum að sækja al- veg eins og þeir og spila fótbolta. Ég held að við höfum bara unnið okkur þetta inn á góðri baráttu.“ Hermann var í baráttu við Didier Drogba í leiknum og barátta þeirra var mikil. Dómari leiksins sá þó ástæðu til að aðvara Drogba í leikn- um fyrir leikaraskap. „Þetta er heimsklassa leikmaður og þess vegna finnst manni þetta svo sorglegt með hann. Þetta er stór og sterkur strákur, hendandi sér nið- ur eins og lítill krakki alltaf, hann er bara að gera lítið úr sjálfum sér. Þetta er bara svo áberandi, dettandi í jörðina án þess að nokkur komi við hann.“ Hermann tók víti í vítaspyrnu- keppninni gegn Chelsea og skoraði af öryggi. „Ég var alltaf ákveðinn í að taka víti. Ég ætlaði að taka það á mig að klúðra þessu frekar en einhver ann- ar. Ég var búinn að ákveða hvar ég ætlaði að setja boltann og það gekk upp,“ sagði Hermann um vítið sem hann tók í vítaspyrnukeppninni. Mikill keppnismaður hann Her- mann Hreiðarsson og sterkur ka- rakter. Leikur Charlton og Bolton verð- ur sýndur á fótboltastöðinni Enski boltinn á morgun og hefst klukkan 14.00. ■ Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Hermann Hreiðarsson, sem leik- ur með enska úrvalsdeildarliðinu Charlton, er að gera frábæra hluti með liðinu. Á morgun mætir Charlton liði Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Charlton er í öðru sæti en Bolton í því sjöunda en aðeins munar tveim- ur stigum á liðunum. Það verður því harður slagur á The Valley á morg- un. Hvorugt liðanna má við því að tapa stigum í baráttunni við Chelsea sem hefur ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar. Chelsea gerði um síð- ustu helgi jafntefli við Everton og tapaði þar með sínum fyrstu stigum í úrvalsdeildinni og var síðan slegið út úr deildarbikarnum í vikunni af Charlton. Leikur Charlton og Bolton á morgun verður án efa harður slag- ur og Hermann og félagar mega eiga von á harðri mótspyrnu. „Þeir eru stórir, líkamlega sterkir og erfiðir við að eiga. Þeir spila mik- iðafháum oglöngumboltum. Við er- um með mikið sjálfstraust og erum bara búnir að vera spila skemmtileg- an bolta. Við ætlum að spila okkar bolta, hraðan og skemmtilegan leik og halda okkar striki en ekki að detta inn í þeirra leikstíl,“ sagði Her- mann Hreiðarsson í gær í viðtali i út- varpsþættinum Mín skoðun á XFM. áður í deildinni og erum með stóran og góðan hóp í þessa baráttu." En hvað með Hemma? Eru engin meiðsli igangi? „Ég er í toppstandi. Jú, jú, það klikkar aldrei að það sé eitthvað smá að en maður lærir bara að spila með því. Það væri eitthvað að ef mað- ur væri alveg heill, þá mundi maður ekki gefa kost á sér,“ sagði hinn eitil- harði varnarmaður Charlton, Her- mann Hreiðarsson. En eru menn ekki þreyttir eftir leik- inn gegn Chelsea? „Jú, jú en það er nú þannig að þeg- ar maður vinnur þá gleymist þessi þreyta. Við höfum tvo góða daga til að hvíla okkur og borða vel og sofa, þannig að þetta verður allt í lagi. Við höfum ekki byrjað svona vel Hermann var valinn maður leiksins fegn Chelsea vikunni var hann útnefndur mað- ur leiksins í mörgum fjölmiðlum Englands eftir sigurleik Charlton á Chelsea. Leikur liðanna var í deilda- bikarkeppninni og þurfti vítaspyrnu- keppni til að útkljá leikinn. Her- mann fékk 8 í einícunn í mörgum blöðum og átti sannarlegan stórleik. „Það var auðvitað mikil gleði hjá okkur og það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur Chelsea þannig að þetta var frábært. Ég held að það hafi um 5.000 áhangendur fylgt okk- ur á leikinn og það var mikil stemmn- ing á vellinum," sagði Hermann. „Þeir sköpuðu sér tvö góð færi og Eiður fékk annað þeirra. Við vorum nokkuð sáttir með okkar leik. Við lágum ekkert með 10 manns fyrir aft- SOLUMENN ÓSKAST Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum í fulla vinnu. \ Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum vexti með skemmtilegu fólki. Góðir tekjumögu- leikar fyrir gott fólk. Blaöiö Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is Guðrun Sóley æfir með Blikum lslands-og bikarmeistarar Breiða- bliks i knattspyrnu kvenna eiga von á góðum liðsstyrk á allra næstu dögum. Landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, sem hefur verið í skóla í Bandaríkjunum und- anfarin ár og leikið einnig með KR, er að öllum líkindum á förum til Breiðabliks. Guðmundur Magnús- son, þjálfari Breiðabliks, staðfesti í gær að Guðrún Sóley væri að æfa með Breiðabliki en þó væri ekki enn búið að skrifa undir samning við Guðrúnu. Þetta kom fram í útvarps- þættinum Mín skoðun í gær. Guð- mundur sagði í viðtalinu að Breiða- blik væri að missa fjóra leikmenn, þrjár bandarískar stúlkur sem voru með liðinu sem og Hildi Sævarsdótt- ur sem er í námi í Svíþjóð. Til félagsins hefur komið Vanja Stefanovic sem var með KR í sumar og Elín Anna Steinarsdóttir sem lék með iBV í sumar. Guðmundur sagði að leikmanna- mál Breiðabliks yrðu kláruð á allra næstu dögum en Blikar ætlar sér mikla hluti á næstu leiktíð í kvenna- knattspyrnunni og ætla að taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða. ■ Best berst fyrir lífi sínu Fótboltagoðið George Best, sem gerði garðinn frægan hjá enska stór- liðinu Manchester United, berst nú fyrir lífi sínu á Cromwell sjúkrahús- inu í London. Hann kom á sjúkra- húsið fyrir einum þremur vikum og líðan hans hefur versnað mjög að undanförnu en Best gekkst und- ir lifraígræðslu árið 2002. George Best er 59 ára gamall og varð stjarna Manchester United í úrslitum Evr- ópukeppni meistaraliða gegn Benf- ica árið 1968 þegar United varð Evr- ópumeistari. Hann var útnefndur maður leiksins og síðar það ár var hann útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu. George Best hefur mörg undanfar- in ár og áratugi átt við áfengisvanda- mál að stríða og líferni hans og heilsa hefur oft verið til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum. „Við vitum ekki hvað gerist á næstu 24 klukkustundum. Það er erfitt að segja til um, hann er mjög alvarlega veikur,“ sagði prófessor Roger Williams á Cromwell sjúkra- húsinu í London í samtali við frétta- menn í gær. Fyrrum eiginkona George Best, Alex, sagði við fréttamenn í gær að það eina sem hægt væri að gera núna væri að biðja fyrir Best. George Best og Alex skildu fyr- ir rúmu ári síðan en hún hafði þá margoft hótað að fara frá honum vegna drykkjuskapar þessarar fyrr- um fótboltahetju. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.