blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 13
blaðiö FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 FRÉTTASKÝRING I 13 samansett úr 18 minni nefndum fagráðherra. Þeim verður reyndar fækkað í 11 samkvæmt nýjum skipu- lagstillögum sem settar voru fram af samstarfsráðherrunum og sam- þykktar á þingi Norðurlandaráðs í gær. Þessar nefndir eiga síðan að hitt- ast reglulega, en hvorki umfang né fjöldi þeirra funda er skilgreint nán- ar. Allar ákvarðanir þeirra þurfa þó að vera samþykktar samhljóma og í sumum tilvikum þurfa þjóðþingin einnig að staðfesta ákvarðanir ráð- herranefndanna til að hrinda megi þeim i framkvæmd, þar sem þær eru bindandi fyrir samstarfsríkin. Breytingar ekki ætlaðar til að veikja ráðið Sigríður Anna Þórðardóttir, núver- andi samstarfsráðherra íslands í Norðurlandaráði, neitar því að þær skipulagsbreytingar sem sam- þykktar voru og minnst var á hér að ofan séu til þess gerðar að draga úr starfsemi Norðurlandaráðs. Þær eigi þvert á móti að gera samstarf- ið áhrifaríkara og skilvirkara. Ekki deila allir þeirri söguskýringu með umhverfisráðherra íslendinga og Steingrimur J. Sigfússon gagnrýndi meðal annars þessar tillögur í ávarpi sínu á þingi Norðurlandaráðs og lýsti yfir undrun sinni á því að leggja ætti niður ráðherrasamstarf á sviði samgöngumála á sama tima og „rignir yfir okkur erindum um nýja samgöngumáta á Norðurlöndum." Sigríður Anna sagði að það væri ekki verið að leggja niður samstarf eða vinnu á mikilvægum málefnum heldur væru fagráðherrarnir að setja samvinnu sína í annan farveg og fjármunir yrðu fengnir með öðrum hætti en áður, án þess að hvorki far- vegir né fjármögnun væri útskýrð nánar. Raunar var ekki sett fram nein framtíðarsýn samhliða þess- um skipulagsbreytingum og því erf- itt að sjá í fljótu bragði hvort að hlut- verk eða stefna Norðurlandaráðs eigi að breytast eitthvað í takt við breytt innviði. Þessi skortur á sýn á hlutverki ráðsins birtist ágætlega í skilgreiningu Halldórs Ásgrímsson- ar, forsætisráðherra, sem hann setti fram í ræðu sinni við upphaf þings- ins síðastliðinn þriðjudag. Þar sagði hann meðal annars: „Kjarninn í norrænu samstarfi er, og á að vera, innra samstarf norrænu ríkjanna. Það má ekki falla í skuggann af al- þjóðlegum þáttum samstarfsins." Það eru fleiri en Steingrímur J. sem eru ekki sáttir við yfirvofandi skipulagsbreytingar. Fólk í menn- ingartengdum atvinnugreinum hef- ur gagnrýnt skipulagsbreytingarnar og sagt að þær takmarki aðkomu fag- manna að ákvörðunartöku ráðsins og séu fyrst og fremst til þess gerðar að auka völd stjórnmálamannanna á kostnað fagfólks í starfi Norður- landaráðs. Slíkt sé klár fyrirboði samdráttar í Norðurlandasamstarfi. Vanýtt ráð Þær raddir gerast æ háværari að Norðurlandaráð þióni engum sér- stökum tilgangi. I leiðara sænska dagblaðsins Dagens Nyheter í gær sagði meðal annars að nánast ekk- ert hafi gerst á þessum vettvangi árum saman og að norrænir stjórn- málamenn mætiþangað til að endur- taka sömu frasana ár eftir ár. Þetta er enda stofnun sem sé afar dýr í rekstri og að algerlega sé ónauðsyn- legt að innramma norræna sam- vinnu inn í sérstaka stofnun sem þar að auki hafi engin sérstök völd til ákvörðunartöku. Raunar virðast fáir vita hvert raunverulegt hlutverk ráðsins eigi að vera. Til að auka á ruglinginn í sam- bandi við hlutverk ráðsins er utan- ríkis- og öryggismálum haldið utan við starfsemi þess. Þau mál eru fyrst og fremst rædd á vettvöngum þeirra alþjóðastofnana sem ríkin eiga aðild að. Þar sem að Finnar eru til dæm- is eina Norðurlandið sem er aðili að myntbandalagi Evrópu, Noregur og ísland þau einu í NATO og Finn- ar, Svíar og Danir í ESB þá virðist það í fljótu bragði frekar flókið fyrir þessi ríki að vinna saman á slíkum vettvangi. Fræðimenn segja þó að klárlega sé markaður fyrir aukna og skýrari samvinnu milli Norðurland- anna og engin sérstök þörf sé fyrir sérstaka stofnun til að hýsa slíkt samstarf. Nýleg rannsókn SIPRI, Stockholm Peace Research Institute, sýndi til dæmis að af þeim 50 álykt- unum sem lagðar hafa verið fram af Norðurlandaþjóðum til að koma í veg fyrir vopnaviðskipti i heiminum þá voru einungis fimm þeirra settar fram af fleiru en einu Norðurlandi. Alyson Bailes, forstöðukona stofnun- arinnar, segir að Norðurlöndin séu að vissu leyti að eyða bæði orku og fjármagni í slíkar ákvarðanir, hvort sem þær eru einhliða eða á vettvangi einhverra annarra alþjóðlega stofn- ana, þegar gildi og markmið Norð- urlandanna í þessum málaflokkum séu nánast undantekningalaust þau sömu. Því sé klárlega vettvangur fyrir árangursríkt Norðurlandasam- starf sem þarfnist ekki yfirbygging- ar á borð við Norðurlandaráð. Ekki sjáanleg þörf fyrir ráðið Tilgangur Norðurlandaráðs er með- al annars sagður vera sá að eiga frum- kvæði að og hrinda í framkvæmd verkefnum sem meiri árangur sé af ef norræn samvinna er höfð um þau. Svo virðist vera að sú sé ekkert endi- lega raunin í mörgum tilfellum og að ríkin séu í síauknum mæli hæfari til þess að takast á við slík verkefni hver fyrir sig og leita síðan samstarfs þegar það á við. Erfitt er að sjá af hverju nauðsynlegt sé að halda Norð- urlandaráði í þeirri mynd sem það er í dag þar sem það virðist fyrst og fremst vera vettvangur fyrir fólk til að tala, álykta og leggja til en ekki til að framkvæma. Alþjóðleg stofnun sem hefur það á stefnuskrá sinni að ræða ekki utanríkis- og öryggismál virðist enda óþörf í alþjóðavæddum heimi. Því vaknar sú spurning óneit- anlega hvort að Norðurlandaráð sé ekki orðið óþarfur milliliður í sam- skiptum Norðurlandanna sem hald- ið er lífi í meira af hefð en nokkurn tímann nauðsyn. t.juliusson@vbl.is 99..................................................... Fólk ímenningartengdum atvinnugreinum hefur gagnrýnt skipulags- breytingarnar og sagt að þær takmarki aðkomu fagmanna að ákvörð- unartöku ráðsins og séu fyrst og fremst tilþess gerðar að auka völd stjórnmálamannanna á kostnað fagfólks í starfi Norðurlandaráðs. Harpa Sjöfn heitir nú Flligger litir Endurbættar verslanir • Gott vöruval • Tilboð • Skemmtileg getraun Málning og málarameistari! Þú getur unnið málningu og meistara til að mála fyrir þig að upphæð 200.000 krónur. Reykjavík: Reykjavík: Hafnarfjörður: Akureyri: Selfossi: Stórhöfða 44 Snorrabraut 56 Dalshrauni 13 Austursíðu 2 Austurvegi 69 Sími 567 4400 Sími 561 6132 Sími 544 4414 Sími 461 3100 Sími 482 3767 m 0 co Reykjavík: Kópavogur: Borgarnes: Hvolsvöllur: Keflavfk: m tn m Skeifunni 4 Bæjarlind 6 Sólbakka 8 Hlíðarvegi 2-4 Hafnargötu 90 0 Sími 568 7878 Sími 544 4411 Sími 430 5620 Sími 487 8413 Sími 421 4790 www.flugger.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.