blaðið - 28.10.2005, Side 16

blaðið - 28.10.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 bla6Í6 Rjúpna- veiði fyrir norðan Veiðimenn hafa fjölmennt á rjúpu síðustu daga og veitt ágæt- lega. Meðal þeirra sem haldið hafa til veiða eru þeir Baldur Kárason og Hjalti Már Bynjars- son en þeir voru á rjúpu fyrir norðan fyrir nokkrum dögum. „Við vorum þrír saman feng- um og 26 fugla. Það var allt í lagi,“ sögðu þeir Baldur og Hjalti í samtali við Blaðið, er þeir stilltu sér upp með rjúp- urnar. „Ég fór á rjúpu í tvo daga og við fengum ágætlega af fugli, en hann er styggur og ekki hjálpar að hérna fyrir norðan er snjór yfir öllu,“ sagði Árni Hallldórs- son á Hauganesi en hann var á rjúpu fyrir fáum dögum. Blað- ið hafði spurnir af veiðimönn- um sem fóru út í Fljót og fengu 15 fugla saman. Margir ætla um helgina, veðurspáin er sæmileg og fuglinn er fyrir hendi. Þórarinn Sigþórsson á veiðislóð vestur í Dölum fyrir nokkrum dögum. Blaðið/Björn R. Rjúpnaveiðar ganga misvel Baldur Kárason og Hjalti Már Bynjarsson með rjúpnafeng sinn. Blaðið/Jón. „Við vorum vestur í Dölum fyrir fáeinum dögum og þar var nóg af rjúpu. Ég nota riffilinn núna til að halda aftur af mér við veiðar,“ sagði Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir, en hann var á rjúpnaveiðum eins og fleiri veiðimenn síðustu daga. Rjúpnaveiðin hefur gengið vel og margir eru þegar búnir að tryggja sér jólasteikina. Hins vegar segja margir veiðiménn að rjúpan sé mjög stygg núna. „Ég var á Snæfellsnesi og fékk nokkrar rjúpur. Það var hins vegar hellingur af veiðimönnum að skjóta þarna,“ sagði veiðimaður sem var á rjúpu fyrir skömmu. Óhagstætt á Austurlandi Það er erfitt að segja til um magn af rjúpu sem er búið skjóta en líklega hafa verið skotnir um 20 þúsund fuglar, jafnvel aðeins meira. I Bröttu- brekku í fyrradag voru nokkir að skjóta og á Holtavörðuheiði voru fimm bílar en veiðimennirnir voru hvergi sjánlegir, enda væntanlega langt inni á heiðinni við veiðiskap- inn. Veiðarnar á Austurlandi hafa víða ekki gengið vel. Ástæðan er að snjóalög eru óhagstæð, létt snjóalag yfir öllu, frá efstu fjallatoppum og niður að sjó. Rjúpan er því ákaflega dreifð og að sögn veiðimanna ákaf- lega stygg í ofanálag. Veiddi vel i Elliðaánum Veiðiskapurinn gekk víðast hvar vel í sumar, meðal annars í Elliðaánum. Þar veiddust 948 laxar sem er 300 löx- um betri veiði en fyrir ári síðan. Einn af þeim sem fór í Elliðaárnar í sum- ar er borgarfulltrúinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og hann veiddi vel. „Ég fékk sjö laxa í þau skipti sem ég fór í Elliðaárnar. Þetta er ákaflega skemmtileg á og ég hef veitt þarna í fjölda ára, líklega ein 20 ár enda bý rétt hjá ánum,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Blaðið. Einn helsti veiðifé- lagi Vilhjálms er Jón Einarsson, versl- unarmaður, sem hefur oft veitt í ánni með Vilhjálmi. Veiðimenn sem við ræddum við og veiddu í ánni í sumar voru sam- mála um að mikið hefði verið af laxi. „Við vorum að veiða upp á Hrauni og fengum fína veiði, það var mikið af fiski þarna. Við fengum þrjá laxa á rauða franses," sagði glaðbeittur veiðimaður sem var að vonum sátt- ur við gengið í ánni þetta sumarið. Veiðin á vonandi eftir að batna í Elliðaánum næstu árin, þrátt fyrir að byggðin færist nær og nær ánni. Batinn í sumar er vonandi kominn til að vera. Vilhjálmur Þ. Viljálms- son og Jón Einarsson við Breiðuna í Elliða- ánum meðfallegan lax.Ain gaf 948 laxa í sumar. . y veióivefurinn RJÚPNAVEIÐI Á AUSTURLANDI! Bjóðum rjúpnaveiði í Breiðdal og víðar á Austurlandi. Glæsileg gisting í veiðihúsinu Eyjar með morgunverði, nestispakka og kvöldverði. Veiðiþjónustan Strengir Símar 567 5204 - 660 6890 ellidason@strengir.is www.strengir.is VEIÐI GUNNAR BENDER Leirvogsá 95 þúsund krónur stöngin Stöngin í Leirvogsá, sem er besta laxveiðiá landsins miðað við stangarfjölda og betri en Laxá á Ásum, er þessa dagana seld á 95 þúsund krónur hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í forleigu. Það þykir reyndar ekki mikið því i Laxá á Ásum er stöngin seld á um 200 þús- und fyrir dýrustu dagana. Leir- vogsá gaf betri veiði en Laxá á Ásum en aðeins var veitt á flugu í Laxá. Líklega væri hægt að selja Leirvogsá, fimm - sex sinnum á hverju sumri, aðsókn- in er svo svakalega mikil. Stangaveiðifélag Reykjavtkur Bjarni áfram formaður Bjarni Júlíusson hefur áfram gefið kost á sér sem formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur en hann hefur verið formaður í eitt ár. Síðasta starfsár hefur gengið vel hjá félaginu og seg- ir Bjarni að stjórn félagsins hafi verið óvenju samheldin og starfssöm á árinu. Stjórnarmennirnir Eiríkur St. Eiríksson, Guðmundur Stef- án Maríasson og Loftur Atli Eiríksson gefa allir kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Ekki hefur heyrst ennþá hvort einhver ætli að gefa kost á sér á móti þessum stjórnarmönnum. Ekki er þó ólíklegt að alla vega einn eða tveir gefi kost á sér til starfa, en það ætti að skýrast á allra næstu dögum. Rjúpnaskot 25 stk. frá 660.-

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.