blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 14
blaði&H Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. VIÐ GETUM STAÐ- IÐ Á EIGIN FÓTUM Pær fréttir sem borist hafa af viðræðum Islendinga og Bandaríkja- manna um framtíð hersins á Keflavíkurflugvelli hafa að undan- förnu verið með nokkrum ólíkindum. Geir H. Haarde, utanríkis- ráðherra, sagði meðal annars um málið á Alþingi á dögunum að meira bil væri á hugmyndum ríkjanna um þátttöku okkar íslendinga í greiðslu rekstrarkostnaðar Keflavíkurflugvallar en gert hafði verið ráð fyrir. Með öðrum orðum - Bandaríkjamenn vilja að við íslendingar borgum meira í rekstri Keflavíkurflugvallar en íslensk stjórnvöld höfðu vonað. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að í þeim viðræðum sem nú fara fram um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hafa Bandaríkja- menn öll trompin á hendi. Þeir gætu á morgun tilkynnt að þeir væru að fara - og við íslendingar gætum líklega fátt annað gert en sagt ókei, sent George Bush formleg mótmæli og fjölmennt til Keflavíkur til að veifa hernum bless þar sem hann flygi á brott. Hverjum þeim sem fylgist með málinu ætti þannig að vera ljóst að Bandaríkjaher verður vart hér á landi til eilífðar. Til þess hefur heimur- inn einfaldlega breyst of mikið og þörf Bandaríkjamanna fyrir herstöð hér hefur að sama skapi nánast horfið. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld átti sig á þessari staðreynd og fari að haga sér í samræmi. I staðinn fyrir að senda betlandi sendinefndir til Washington til að reyna að tryggja að sem mest fjármagn komi næstu misserin til landsins til að reka Keflavíkurflugvöll, ættu stjórnvöld að kanna hvernig þau ætla að leysa málið þegar fjármagnið verður skert, herinn lætur sig hverfa og við íslendingar þurfum að reka flugvöllinn sjálf. Öll umræða um málið hefur einhvern veginn snúist um mikilvægi þess að ríghalda 1 herinn og þá fjármuni sem honum fylgir. Rætt er um það hversu margir vinna að verkefnum sem herinn skapar og hversu mikið áfall það væri fyrir Suðurnesjamenn - atvinnulega - ef hann fer. Skyldi engan undra því enginn hefur verið tilbúinn til að ræða af ein- hverju viti hvað gera skal þegar þetta gerist. Sú umræða þarf að hefjast nú þegar enda er staðan sú að við íslendingar -sem ein ríkasta þjóð í heimi - höfum vel efni á að reka einn millilandaflugvöll sjálfir. Enn- fremur hlyti vinna við að byggja upp nýjar atvinnugreinar á Suðurnesj- um fljótlega að skila árangri - alla vega ef farið væri í hana af einhverri alvöru. Það er kominn tími til að íslendingar ákveði að þora að standa á eigin fótum. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Úrval af hlýjum og notalegum peysum 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaöiö ÉG TRÚÍ Á GVÍ> T'ÓVUR- AlMÁmJGnhl MED T*£RSórtuL£GUM HÆlTÍ ENPURHoLPGGh/, líP EPTiH VAVPATJrt o& Av /VIEn'WíRhf i £ SÉu ATKoMENPuTL GBÍMVPKA. ÉG- Trú\ STloKuUSPfíNNÍ TRÚÍ 'á VKPúGrA, hUlDuVoLK o& ft } fSLZUSKu yoLASVExUPNA. AA/IEKJ- Hinir gleymdu þegnar þjóðfélagsins Nákominn ættingi minn er 72 ára, alkóhólisti með framheilaskaða og algjörlega óhæfur að búa einn sam- kvæmt skýrslu læknis frá árinu 2003. Samt býr viðkomandi einn, þrífur sig sjaldan, er ófær um að elda mat og sjá um sig sjálfur. Ættingi minn er einn af hinum gleymdu þegnum þjóðfélagsins, einn af hinum öldr- uðu og veiku sem hafa orðið undir í velmegunarsprengingunni þar sem allt blómstrar. Hinir öldruðu komast þó hvergi að, visna í þögninni eða gefa upp öndina í biðröðum eftir betri stað og þjónustu. Gamla fólkið virðist ekki vera nógu fínn pappír eða flott fjárfesting og situr á hakanum á meðan sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu þenjast út og berja sér á brjóst fyrir frábæra uppbyggingu en dvalar- og hjúkrunarheimilin gleymdust í góðærinu. Ættingi minn á ekki við áfengis- vandamál að stríða, að eigin sögn. Þunglyndi, depurð og samskipta- fælni heldur honum í rúminum nán- ast allan sólarhringinn, nema þegar þörfin fyrir nikótínið og sopann dregur hann á fætur. Jú, og svo er stundum til orka til að staulast (eða taka leigubíl) út í næsta apótek og kaupa svefnpillur því viðkomandi á erfitt með svefn á nóttunni! Og svo eru lyfin tekin á víxl eða á röngum tíma og viðkomandi veit stundum hvorki í þennan heim né annan. Það að hann skuli búa einn setur aðra íbúa fjölbýlishússins í hættu því glóð frá logandi vindlingi getur kveikt eld á skammri stundu. Kannski þarf heil blokk að brenna til kaldra kola til að hreyfa við þeim sem ættu að láta sig varða mál aldraðra. Heimaþjónusta sveitarfélagsins er góðrar gjalda verð en þess á milli þurfa ættingjarnir að „leysa málið“. Hver einasta fjölskylda þekkir þann harmleik sem fylgir alkóhólisma en þegar viðkomandi er orðinn bjargar- laus og telur að veitt hjálparhönd sé afskiptasemi bitnar það ekki síður á þeim ættingjum sem bera hag við- komandi fyrir brjósti. Lög um málefni aldraðra eru skýr: .Markmið þessara laga er að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félags- legu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjón- ustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt Þorgrimur Þráinsson sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjón- usta þegar hennar er þörf. Við fram- kvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörð- unarréttur þeirra sé virtur.“ Björgvin G. Sigurðsson, alþing- ismaður, lætur sig þessi mál varða með ágætum fyrirspurnum á Al- þingi í upphafi mánaðarins. Hann spyr meðal annars: „Hvað eru margir aldraðir á biðlista á landinu öllu, skipt eftir kjördæmum, ann- ars vegar í brýnni þörf eftir dvöl á hjúkrunarheimilum og hins vegar í mjög brýnni þörf? Hver eru áform ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða í sam- starfi við einkaaðila, sveitarfélög eða félagasamtök á næsta fjárlaga- ári? Hvað er áætlað að þjónustuíbúð- um fjölgi mikið næstu þrjú árin, skipt eftir árum, sveitarfélögum og kjördæmum? Hversu margir undir 67 ára aldri dvelja á stofnunum fyrir aldraða?" Það er deginum ljósara að úrræðum verður að fjölga. Ættingi minn hefur ekki „skorað nógu mörg stig“ samkvæmt vistun- armati til að komast að á hjúkrun- arheimili (enda eru þau yfirfull) en samt er hann það veikur að vafi leik- ur á hvort hann eigi heima á dvalar- heimili, hjúkrunarheimili eða öldr- unarheimili. Engu að síður er hann í brýnni þörf fyrir dvalarrými og um- önnun allan sólarhringinn og víða á biðlistum. Ég hef ekki hugmynd um hvort þeir efnameiri geti keypt sig fremst í röðina, eins og hvíslað hefur verið. Kröfur nútímans eru þær að öll eins árs gömul börn getið fengið leikskólapláss. Frábært, ef slíkt nær fram að ganga. En hvað með þá sem ættu að búa við áhyggjulaust ævikvöld? Þegnarnir sem hafa til þess unnið að njóta síðustu áranna í öruggu og notalegu umhverfi? Það er þjóðinni til skammar að meðferð- ar- og dvalarúrræði fyrir hina eldri og veikari skuli ekki vera í samræmi við aðra uppbyggingu á okkar bless- aða og hjartahlýja landi. Höfundur er rithöfundur. Klippt & skorið klipptogskoridCwvbl.is Prófkjörsbaráttan tekur á sig ýmsar myndir og ein þeirra er greinaskrif í Morgunblaðið þar sem frambjóðend- ur og stuðningsmenn þeirra keppast jafnan við að lýsa afrekum sínum og afstöðu til hlnna fjöl- breytilegu úrlausnarefna mannlífsins. f Morgunblað- inu birtist þannig grein eftir Jórunni Frímanns- dótturundirfyrirsögninni „Umferðarslysin ( Laugar- dal". Þegar greinin er hins vegar lesin er aldrei minnst á nein umferðarslys umfram almenna umkvörtun um að ekki hafi nægilega verið hug- að að umferðarrýmd (tengslum við uppbygg- ingu R-listans í Laugardal. Pað eru víðar spennandi prófkjör en í Reykjavík. (Hafnarfirði stefnir í hart prófkjör hjá Samfylkingunni. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, fær efalítið rússneska kosningu í efsta sætið, því varla fara menn að fella bæjar- stjórann. Hins vegar berast þær fréttir úr Firðinum að Gunnar Svavarsson, sem hefur verið einn aðalmótorinn í Samfylk- ingunni (plássinu, stefni á sjötta sætið, sem er baráttusæti flokksins og verður að vinnast til að Samfylkingin haldi meirihluta sínum. f Firð- inum taka menn þetta sem merki um að nái Samfylkingin ekki meirihluta hyggist Gunnar Svavarsson leggja (framboð til þingkosninga og freista þess að ná sæti Guðmundar Arna Stefánssonar, sem nú er orðinn sendiherra ( Svíþjóð, og leiða listann í kjördæminu. Ungt fólk og gamalt blandar sér af kappi ( prófkjörsslag Samfylkingar- innar (Hafnarfirði. Margrét Gauja, formaður ungra jafnaðarmanna og dóttir Magnúsar Kjartansson- ar tónlistarmanns, stefnir á fjórða sætið. En ellismell- urinn Jón Kr. Óskarsson, ein aðalsprauta Samfylking- arinnar ( Firðinum, stefnir ótrauður á 3.-5. sæti. Jón gat sér orð fyrir harða baráttu fyrir málefnum aldraðra þegar hann sat á þingi sem varamaður og saumaði að ráð- herrum í flestum málum - enda eldhugi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.