blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 22
22 I BESTI BITINN FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaöiö Hollusta ífyrirrúmi Kröftugt og gott kjúklingasalat Það er sífellt meiri áhersla lögð á hollt mataræði sem er samt sem áður eins ljúffengt og aðrir óhollari réttir. Salat eitt og sér þykir oft á tíð- um ekki nægilega matarmikið og þá datt einhverjum það snjallræði í hug að henda kjúklingi ofan í skálina. Þar með er komin prýðismáltíð sem er holl, góð og einstaklega fjölbreytileg. Það er eitt af því góða við kjúklingasalat að það er alltaf hægt að breyta innihaldinu þó svo að grunnhugmyndin breytist ekki enda er kjúklingur og salat alltaf til staðar í því. Kjúklingasalat þarf meira að segja ekki að vera það hollt ef þess er óskað enda er hægt að fylla það alls kyns óhollustu. Að sama skapi er hægt að gera kjúklingasalat á mjög hollan og góðan hátt. Blaðið ákvað að fá sér hollan hádegismat og smakkaði því kjúklingasalat á fjórum góðum stöðum hér í bæ. ................................................................... svanhvit@vbl.is Gómsætar dressingar og fullkomið salat Kaffi Sólon er alltaf jafn hressilegur og skemmtilegur staður enda búinn að eiga sér stað í hjarta Reykjavíkur og sálum borgarbúa í fjögur ár, þó undir mismunandi heitum. Það er jafnan gott andrúmsloft á Sólon sem og fjör- ugt fólk. Kjúklingasalatið á Sólon ætti að draga fólk að staðnum ekki síður en stemmningin enda er salatið með afbrigðum gott. Kjúklingasalatið sam- anstendur af kjúklingi, salati, nachos, piparrót og engiferdressingu. Salatið kom á borðið á mettíma og var sérstaklega vel útlítandi. f raun voru þrjár dressingar á salatinu þó aðeins ein hafi staðið á matseðli. Önnur þeirra var sólþurrkaðir tómatar, hrærðir í rjómaosti og sú bragðaðist svo vel að hún bráðnaði í munni. Kjúklingurinn var bragðgóður og salatið var sérstaklega ferskt og gott. Einnig var fetaostur í salatinu sem vakti mikla athygli enda var hann ferskari og ljúffengari en gengur og gerist. Sagan segir að ostur- inn sé geymdur á annan hátt á Sólon en annars staðar. Hvað sem það er þá virkar það hiklaust. Það var góð tilbreyting að hafa nachos í kjúídingasal- atinu enda gaf það stökkt og kryddað bragð. Kjúklingasalatið er í heildina ótrúlega gott og dressingarnar voru svo gómsætar að segja má að þær hafi fullkomnað annars ljúffengt salat. Kjúklingasalat með engiferdressingu, nachos og piparrót kostar 1.250 krónur á Kaffi Sólon. Gómsætt salat með gulrótum Vegamót er ákveðinn kjarni í lífi margra Reykvíkinga, kjarni sem hefur staðið keikur síðan 1997 og þar eiga margir vinirnir sér sama- stað. Vegamót er huggulegur staður sem iðar af lífi, hvort heldur sem er kvölds eða um eftirmiðdaginn. Staðurinn er alltaf vinsæll og allt- af spennandi. Á Vegamótum fæst ferskt salat með marineruðum kjúk- lingi, sætri hnetusósu og hvítlauks- nanbrauði. Salatið var gómsætt og gulrótaræmur í því vöktu mikla ánægju hjá blaðamanni. Kjúkling- urinn var vel útilátinn og sómdi sér vel á prjónum. Hann var einnig ljúf- fengur á bragðið og gaf salatinu ekk- ert eftir. Dressingin var sæt eins og stóð í matseðli en utan þess var hún gómsæt. Ekki var verra að fá auka- hnetusósu með enda stóð hún full- komlega undir væntingum og áfyll- ing var því nauðsynleg. Á heildina litið var kjúklingsalatið sérstaklega bragðgott og því vænlegur kostur. Ferskt salat með marineruðum kjúklingi, sætri hnetusósu og hvítlauks-nanbrauði kostar 1.190 krónur á Vegamótum. Vel útilátið kjúklingsalat American Style er góður íslenskur staður sem er alltaf fullur af fólki all- an daginn. Staðurinn er huggulegur og rokkaður og sumir telja að þar sé seldur besti hamborgari lands- ins. Víst er að ekki er kjúklingasal- atið verra en það samanstendur af kjúklingi, salati, papriku, fetaosti, brauðteningum, tómötum og dress- ingu. Kjúklingurinn í salatinu á American Style er mjög vel útilátinn og ljóst er að þar fær maður mikið fyrir aurinn. Kjúklingurinn var vel kryddaður með gómsætu kryddi sem kitlaði bragðlaukana. Salatið var ferskt og ljúffengt en brauðten- ingarnir stóðu upp úr enda stökkir og seiðandi. Dressingin var góð og rann ljúflega niður ásamt öllu salat- inu. Salatið er án efa mjög hollt og gott og er eflaust valkostur margra sem líta við á American Style. Salat með kjúklingi, tómötum, rauðlauk, papriku, fetaosti, brauðteningum og dressingu kostar 795 krónur í lítilli skál en 1.195 í stórri skál á American Style. Gómsæt sesam- fræ með salati Hornið á sér sérstakan stað í hjört- um Reykvíkinga enda hefur það staðið stolt á horninu síðan árið 1979. Það sem dregur fólk að Horn- inu er ekki síst heimilislegt yfir- bragð staðarins sem og gómsætur matur. Það er alltaf fullt af fólki á Horninu enda sígildur staður. Kjúk- lingasalat á Horninu er með kjúk- lingi, sóltómötum, sesamfræjum, engiferdressingu og brauði. Þegar salatið kom á borðið leit það með eindæmum vel út, myndrænt og fal- legt. Kjúklingurinn var gríðarlega bragðgóður og safaríkur og stóð algjörlega upp úr. Það kom á óvart hvað sesamfræin hentuðu salatinu fullkomlega og bættu ákveðinni vídd við salatið. Það má hins vegar segja að engiferdressingin hafi sett punktinn yfir i-ið og gefið óvænt en skemmtilegt bragð. Kjúklingasalat- ið var sérstaklega ljúffengt og aug- ljóst að vandað var til verka. Salat með kjúklingi, sóltómötum, se- samfræjum, engiferdressingu og brauði kostar 1.300 krónur á Horninu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.