blaðið - 28.10.2005, Page 26

blaðið - 28.10.2005, Page 26
26 I HELGIN FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaöið Kaffiboð hjá frambjóðendum - ókeypis og opin öllum Núna eru að koma mánaðamót og margir orðnir verulega blankir eft- ir mánuðinn. Sumir sjá fram á að þurfa að sitja heima um helgina, japla á gömlu snakki og horfa á sjón- varpsdagskrána frá upphafi til enda. En ekki aldeilis, nóg er um að vera sem þarf ekki að kosta krónu. Próf- kjör sjálfstæðismanna nálgast nú óðfluga og hafa nú flestir frambjóð- endur opnað kosningaskrifstofu. Kosningaskrifstofurnar eru öllum opnar og nú er um að gera að nýta helgina og þræða þær og spjalla við frambjóðendurna. Ekki sakar að yf- irleitt er kaffi í boði og aldrei að vita nema einhvers staðar verði eitthvað gott með því. Um að gera að kíkja út og eiga fjörlegar rökræður í ágæt- is félagsskap - án þess að því fylgi nokkrar kvaðir eða kosti krónu. Kosningaskrifstofur nokkurra fram- bjóðenda eru sem hér segir: -Kosningaskrifstofa Gísla Mar- teins, sem býður sig fram í fyrsta sæti, er að Austurstræti 6 og er opin um helgar frá 12-17. Einnig er kosn- ingaskrifstofa í Hólagarði í Breið- holti þannig að Breiðhyltingar geta kíkt í kaffi til Gísla. -Ef kíkt er á Gísla er eiginlega ekki hægt annað en að kíkja líka á Vil- hjálm. Þeir sem eru skráðir í flokk- inn en geta hins vegar með engu móti gert upp hug sinn hvorn þeir ætla að kjósa geta hugsanlega látið móttökur á kosningaskrifstofum ráða úrslitum! Vilhjálmur er með skrifstofu að Suðurlandsbraut 15. -Bolli Thoroddsen er ungur og ferskur og býður sig fram í 5. sætið. Kosningaskrifstofan hans er að Borg- artúni 6. Áreiðanlega létt stemmn- ing hjá Bolla. -Ekki er hægt að láta konurnar sitja á hakanum. Hanna Birna er öflug og myndarleg kona sem gaman væri að hitta og rökræða við um ýmis mál- efni. Kosningaskrifstofan hennar er í Landsímahúsinu við Austurvöll. Hanna Birna býður alveg örugglega upp á gott kaffi. -Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er ráðgjafi Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra og býður sig fram í 2. sætið. Þorgerð- ur kann að koma vel fyrir og það er spurning hvort að Þorbjörg sé ekki bara enn betri fyrst það er hún sem ráðleggur Þorgerði hvað virkar svona fantavel. Kosningaskrifstofa hennar er að Suðurlandsbraut 24. -Július Vífill Ingvarsson er landsþekktur og hann er með kosningaskrifstofu að Vegmúla 2. Júlíus stefnir á 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, enda fyrrverandi borgarfulltrúi og kann því þær aðferðir sem duga. Örugglega glatt á hjalla og rjúkandi heitt kaffi á könnunni. ■ Grikkur eða gott? Hrekkjavakan er um helgina Hrekkjavaka er okkur íslendingum ekki sérstaklega kunn þó að áhrif- in af henni séu alltaf að magnast hér á landi. Um helgina mun allt verða tryllt vestanhafs þegar börn og fullorðnir klæða sig í allra kvik- inda líki til þess að fagna þessari há- tið. En hverju er verið að fagna? Fyrir meira en 2.000 árum bjuggu keltar á því svæði sem nú er lrland, EnglandogNorður-Frakkland. Þeir fögnuðu nýju ári þann 1. nóvember. Sá dagur markaði enda sumars og upphaf veturs með því myrkri og þeim kulda sem honum fylgir. Kelt- ar trúðu því að daginn fyrir nýárið myndu mörkin milli lífs og dauða verða óljós og að kvöldi 31. október héldu þeir upp á Samhain, kvöldið sem þeir látnu gengu aftur. Keltar trúðu því að þessi andar yllu mikl- um skaða og skemmdum. Einnig trúðu þeir að þessar heimsóknir gerðu það auðveldara fyrir presta og drúdía að spá í framtíðina. Fyrir fólk sem þurfti algerlega að treysta á hviklyndi náttúrunnar voru þess- ir spádómar nauðsynlegir til þess að lifa af kaldan, harðan vetur. Að kvöldi þessa dags söfnuðust keltarnir saman við stórt bál og fórnuðu hlutum og dýrum fyrir keltnesku goðin. Við þessa athöfn klæddust þeir búningum sem vana- lega samanstóðu af dýrahausum og húðum. Árið 43 e. kr. höfðu tvær róm- verskar hátíðir blandast við Sam- hain hátíðina. Önnur þeirra var Feralia, hátíð sem haldin var í lok október þar sem Rómverjarnir minntust látinna manna. Hin hét Pomona, hátíð þar sem hin róm- verska gyðja ávaxta og trjáa var tilbeðin. Tákn Pomona var eplið og samruni þessara hátíða skýrir lík- lega hvers vegna hefðin að „ná epl- um með munninum" hefur þróast á okkar tímum. Á 9. öld hafði stór hluti keltneskra landa tekið kristni. Páfinn hafði þá útnefnt 1. nóvember sem dýrlinga- daginn, dag dýrlinga og píslarvotta. Almennt er álitið í dag að páfinn hafi verið að reyna að láta dýrlinga- daginn koma í stað keltnesku hátíð- arinnar en á kristilegum forsend- um. Fögnuðurinn 1. nóvember var kallaður All-hallowmas sem þýðir í raun dýrlingadagurinn. Þaðan er orðið Halloween komið - hrekkja- vaka. Hrekkjavakan, eins og hún þekk- ist í dag, er arfleifð af þessum trú- arlegu siðum. Fátækt fólk betlaði af því ríka á meðan á hátíðunum stóð og sá var siðurinn að gefa þeim í gogginn þetta kvöld. Þannig er komin sú hefð að hlaupa á milli húsa á hrekkjavökunni og heimta gott ellegar gera íbúum ljótan grikk - rétt eins og uppvakningarnir sem gerðu keltunum lífið leitt. ■ (slendingar hafa aðgang að ótakmörkuðu magni vatns en þannig er það alls ekki alls staðar. Vatn fyrir alla? Ráðstefna verður haldin um helgina þar sem nokkur samtök hér á landi vilja vekja athygli stjórnvalda og al- mennings á mikilvægi vatns fyrir land, þjóð og lífríki. Meðal þess sem verður farið yfir á ráðstefnunni er að þrátt fyrir að við höfum nægilegt vatn fyrir alla hér á íslandi þá er stað- an ekki þannig alls staðar í kringum okkur - vatn er takmörkuð auðlind. Líta ber á vatn sem félagsleg, menn- ingarleg og vistfræðileg gæði sem ekki má fara með eins og hverja aðra verslunarvöru. Samtökin sem standa að ráðstefnunni vilja koma því á framfæri að það er stjórnvalda að tryggja almenningi aðgengi að öllum upplýsingum er varða vernd- un og nýtingu vatns og stuðla að aukinni virkni almennings og með- vitund um mikilvægi vatns, náttúru og réttrar umgengni við landið. Ráð- stefnan verður á Grand hótel Reykja- vík á morgun frá klukkan 13-17. All- ir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. ■ Kynning á borgara- legri fermingu Færst hefur í aukana að unglingar kynna sér þennan sið og læra um kjósi að fermast borgaralega í stað hvað hann snýst. Fundurinn verð- þess að fermast í kirkju. Á morgun ur haldinn á milli klukkan 11 og 12 verður kynningarfundur fyrir ung- í Kvennaskólanum að Fríkirkjuvegi linga og aðstandendur sem vilja 9ámorgun. g Haraldur opnar sýningu Klukkan 17 í dag opnar myndlista- sýning í 101 Gallery þar sem sýnd verða verk Haraldar Jónssonar. Jón Proppé segir um verk Haraldar: ,Hið innra líf okkar er eitt megin- þemað í mörgum verkum Haraldar og sýningin í 101 Gallery snýst um það: Tilfinningar, kenndir og geðs- hræringar." Sýningin hans Haraldar stendur til 26. nóvember. 101 Gallery er op- ið frá klukkan 14-17 fimmtudaga til laugardaga. ■ Koberling sýnir vatnslita- verk I dag verður opnuð myndlistasýn- ing í Ásmundarsafni með verkum eftir þýska listamanninn Bernd Koberling. Sýningin ber nafnið Grýttur vegur. Verkin á sýningunni voru öll unnin hér á landi árið 2004. Síðustu áratugi hefur Koberling dvalið í Loðmundarfirði, eyðifirði á austurströnd landsins. Á sunnudag- inn klukkan 15:00 mun Koberling sjálfur taka þátt í leiðsögn um sýn- inguna. ■ Eitt af verkum Koberling VIÐ ERUM AÐ FLYTJA! OPNUM NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN AÐ ASKALIND 2A - NÚNA í OKTÓBER V.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.