blaðið


blaðið - 01.11.2005, Qupperneq 14

blaðið - 01.11.2005, Qupperneq 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. SKÁL FYRIR GÓÐRI AFKOMU! Tugmilljarða króna hagnaður bankanna hefur vakið hefðbundin við- brögð. Þess er krafist að vextir lækki og að kjör almennra starfsmanna bankanna batni. Fyrirsjáanleg viðbrögð sem hafa heyrst oft áður. Þau eiga hins vegar fullan rétt á sér. í sjálfu sér ber að fagna þeim háu afkomutölum sem flaggað hefur verið undanfarna daga og vikur. Það er alltaf gott þegar fyrirtæki ganga vel og vonandi fá sem flestir að njóta þess - ekki bara hluthafar. Bankarn- ir eru engin undantekning. Þeir eru að skýra frá metafkomu, þökk sé góðu efnahagsástandi og hlutabréfamarkaði sem lítur engum eðlilegum lögmálum heldur hækkar í takt við þarfir svokallaðra „markaðsaðilá' þar sem bankarnir eru sjálfir stærstu leikendurnir. Leikurinn nær síðan nýjum hæðum á síðum dagblaðanna, ekki síst Fréttablaðsins og Morg- unblaðsins, þar sem haldið er úti svokölluðum viðskiptablöðum þar sem fjallað er um markaðinn á gagnrýnislausan og yfirborðskenndan hátt. Eftir situr almenningur sem hefur látið blekkjast af gylliboðum um allt of há lán á allt of háum vöxtum - vöxtum sem líkjast engu sem gengur og gerist í hinum vestræna heimi. Jafnvel á svörtum mörkuðum þessa heims þættu þetta okurvextir. Á sama tíma fitna bankarnir sem aldrei fyrr og leigja með reglulegu millibili heilu þoturnar til að sýna bestu við- skiptavinunum nýjustu afrekin í útlöndum. Jóna Jónsdóttir, fiskvinnslu- kona, er því miður ekki í þessum hópi þrátt fyrir að hún borgi samvisku- samlega af sínum húsnæðis- og neyslulánum sem hún verður að taka til að framfleyta sér. Það sama gildir um Pétur Pálsson bílstjóra. Þetta fólk situr heima á meðan íslenskur aðall situr kokteilboð bankanna. Því miður verður ekki heldur hægt að hækka laun bankastarfsmanna svo nokkru nemur. Það gæti nefnilega komið niðursveifla á næstu árum og því eins gott að bankarnir séu tilbúnir. Það væri því ábyrgðarhluti að ganga á undan með fordæmi sem yrði jafnvel misskilið. Væntanlega munu hins vegar berast tilkynningar frá markaðsdeildum bankanna um góðan jólabónus. Það er betra en ekki neitt. Almenningur verður að hætta öllum draumórum um vaxtalækkan- ir. Seðlabankinn stefnir í allt aðra átt og bankarnir nýta sér það til að trekkja upp vextina hjá sér. Allt í nafni þess að veislan hafi staðið of lengi og nú þurfi að segja stopp. Þjónustugjöldin geta ekki heldur lækk- að enda væri það annað slæmt fordæmi. Það er því ekki annað að gera en að borga með bros á vör. Skál fyrir góðri afkomu og ennþá betra ári framundan. Eða hvað? Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 14 I ÁLXT ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 blaðið : HÉR SjAUM VlÐ ÍHM EiTT PÆM (t> mWíRm Mr'CHELRNGE'LO HLuTGFffí)! KflP,L- ÁNHSLÍKflMflNd VivuísivœiifSAN HflTr. Sýnum metnað Eftir nokkra daga velja sjálfstæðis- menn í Reykjavík forystusveit sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári og í minni sveit tala menn um fátt annað þessa dagana. Ég ætla út af fyrir sig ekki að ráðleggja mönnum neitt í þeim efnum, fyrir utan það að ég er ekki alveg hlut- laus hvað 3. sætið varðar, því bróðir minn, Kjartan Magnússon, sækist eftir því. En þó ég ætli ekki að ræða frek- ar hvernig listinn skipast, finnst mér ástæða til þess að undirstrika að það skiptir máli hvernig listinn er skipaður. Það skiptir fleiri máli en sjálfstæðismenn eina, því ég er sannfærður um að hann muni hafa sigur í kosningunum í vor. Áhersl- ur prófkjörskandídatanna - eða að minnsta kosti þeirra sem ná árangri - munu því varða miklu fyrir Reyk- víkinga alla. Sem er eins gott, því þegar maður lítur yfir sviðna jörð R-listans er ljóst að margt þarf að breytast og það hratt. Um daginn voru kosningar um sameiningu sveitarfélaga út um allt land og ein helstu rök samein- ingarmanna voru þau, að þannig næðist veruleg hagræðing í krafti hagkvæmni stærðarinnar. Ég er nú bara úr máladeild, en ég trúi því alveg að þetta sé satt. Maður hefur enda reynt það oft um ævina að vara kostar minna eftir því sem magnið er meira. En það er eins og þetta gamal- kunna lögmál hagfræðinnar sé fellt úr gildi um leið og maður kemur inn fyrir borgarmúra Reykjavíkur. Þetta fjölmennasta og öflugasta sveitarfélag landsins virðist af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum ekki ná fram neinni hagkvæmni í nafni stærðarinnar. Útsvarið er við jaðar hins ólöglega í orðsins fyllstu merkingu og skuldastaðan er skelfi- leg. Það út af fyrir sig er slæmt, en það væri kannski þolanlegt ef þjón- ustan væri stórkostleg. Eða bara ef hún væri aðeins skárri en hún var. En það er ekki þannig. Eg er íbúi í 101 og ég veit ekki hvað maður hefur oft heyrt heitstrenging- ar um að það eigi að snyrta og lífga miðbæinn við. En það gerist ekkert. Þegar maður ekur svo um önnur hverfi ákveður maður að sleppa kvörtununum vegna þess að ástand- ið er greinilega engu skárra þar. Andrés Magnússon Hvað má þá segja um skipulags- málin? Eftir að hafa haldið lóða- skortinum uppi, meðal annars til þess að þóknast tilteknum verktök- um, er enn eina lausnin, sem Reyk- víkingum býðst, að flytja upp í sveit. Það er örugglega frábært fyrir suma, en ekki alla. Á sama tíma hefur R- listinn haft borgarbúa að fífli hvað varðar Vatnsmýrina og ef reynt er að ræða um framtíðarsýn í skipu- lagsmálum borgarinnar verður fátt um svör. Það endurspeglast svo í umferð- armálunum, sem eru einfaldlega í steik. Það er nánast eins og umferð- armannvirki R-listans hafi verið hönnum með það fyrir augum að tefja umferð fremur en að greiða leiðina. Ástandið er engu skárra þegar horft er á smáatriðin, sem þó skipta máli. Hvernig stendur á því að eftir þrjú kjörtímabil blasa biðlistarnir hvarvetna við? Finnst mönnum til fyrirmyndar hvernig skólaselin eru rekin í fjársvelti í von um að þetta reddist einhvern veginn. Með því að ráða kvenkyns letingja af atvinnu- leysisskrá ef marka má borgarstjór- ann?! Og ef menn eru svo óheppnir að vera barnmargir er engan afslátt að fá fyrir ómegðina. Hér að ofan hef ég bara tæpt á því helsta sem fer í taugarnar á mér í augnablikinu. En það, sem fer mest í taugarnar á mér, og er ástæðan fyrir því að ég er viss um að Reykvíkingar henda lið- leskjunum í Ráðhúsinu út næsta vor, er það metnaðarleysi, sem einkennt hefur allt starf borgarstjórnarmeiri- hlutans. Reykjavík er höfuðborg Is- lands og hún á að bera þess merki. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Pað er ófriðlegra á 365 rniðlum en ver- ið hefur um nokkra hríð eða sfðan Hér og nú ataðist í Bubba Morthens. Kast- asthefuríkekkiinn- an fjölmiðlaveldis- ins eftir að Hér og nú birti í heimild- arleysi myndir af sjónvarpsstjörnun- umAuðunni Blön- dal, Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa) og nokkrum vinum hans í sumarfríi. í fyrirtækis- gleðskap síðastliðið föstudagskvöld mun hafa andað köldu frá þeim í garð ritstjórnar Hér og nú, en hið óvenjulega er að greint var frá þeim fáleikum á Talstöðinni, sem einnig er hluti 365. Annað merki um þetta óstuð innan 365 mátti lesa á baksíðu DV í gær, en þar var greint frá þv( að Kvöldþátturinn hefði verið tekinn af dagskrá sjónvarps- stöðvarinnar Sirkuss. Síðan var klykkt út meðþvíaðGuðmund- ur Steingrímsson, umsjónarmaður hins afslegna þáttar, hafi á föstudag farið mikinn á Ölstofunni með yfirlýsingar vegna brottrekst- urssíns. Fréttablaðinu í gær birtist viðtal við Höllu Gunnarsdótt- ur, blaðamann, semer nýr umsjónarmaður Sunnu- dagsþáttarins á Skjá 1 ásamt þeim llluga Gunnarssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Ólafi Teiti Guðnasyni. Af fyrirsögn viðtals- ins við Höllu er Ijóst að það er birt degi ofseint í blaðinu, en það er þó ekki verra fyrir það. Halla var fengin til þess að leysa Guðmund Stein- grímsson af, en hann gat ekki verið með í vetur vegna anna i Kvöldþættinum á Sirkus. Eins og lesamáumaðofanvarðþóminnaúrþeimönn- um hjá Guðmundi en menn höfðu haldið. Meiri hræringar af fjölmiðlamark- aði, því um næstu áramót mun íslensku fríblöðunum fækka um eitt. Ekki svo að skilja að Blaðið eða Frétta- blaðið séu að leggja upp laupana, heldur mun hið rafræna Lögbirtingablað hefja innheimtu áskriftargjalda, en fram að þessu hefur það verið ókeypis.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.