blaðið - 05.11.2005, Side 6

blaðið - 05.11.2005, Side 6
6 I mWLEWDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö Lœkkanir á matvöruverði hafa gengið til baka Krónunnar LOFTUR MÁR SIGURÐSSON Krabbamein: Bestu lífslík- ur í Evrópu Lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein eru meiri á íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var af Karolinska Institutet í Stokk- hólmi og sænska viðskipta- háskólanum. 63% þeirra sem greinast hér á landi eru á lííi fimm árum síðar. Svíar koma á eftir okkur en 62% þeirra sem greinast eru á lífi fimm árum síð- ar. Stærri hluti þess fjár sem eytt er í rannsóknir á krabbameini á íslandi kemur frá góðgerð- arsamtökum en frá ríkinu. Fram kemur í rannsókn- Verðstríð getur ýtt undir verðbólgu inni að á hverju ári greinast þrjár milljónir manna með krabbamein í Evrópu, og 1,7 milljónir manna deyja af völd- um krabbameins árlega. Jón Gunnlaugur Jónasson, læknir, segir niðurstöðurnar ekki koma sér milúð á óvart. „Það hefur sýnt sig að við höfum verið að koma vel út í samanburðarrann- sóknum,“ segir Jón.„Svíar hafa alltaf verið með góða tölu líka, en Danir hafa skorið sig dálítið úr á meðal norðurlandaþjóða.“ 52% þeirra Dana sem greinast eru á lífi fimm árum síðar. „Það er erfitt að segja með vissu hverjar ástæður þessa eru. Við teljum okkur vera með góða heilbrigðisþjónustu, sjúklingar fá góða og skjóta meðferð og við erum með velmenntað heilbrigðisstarfsfólk. Heilbrigð skynsemi segir okkur líka að ef við greinum mein fyrr en síðar, þá næst betri árangur. Það skiptir því miklu að vera vakandi fyrir þessu og vel menntuð jpjóð hefúr strax betri horíúr en illa menntuð að þessu leyti.“ Jón segir skipulagða krabbameinsleit eins og viðhöfð hefúr verið hér í sambandi við leghálskrabbamein ogbrjósta- krabbamein hafa mildð að segja. „Leitin í sambandi við legháls- krabbamein til dæmis hefur skilað verulega miklum árangri." Stór hluti lækkana á matvöruverði sem urðu á fyrri hluta ársins hafa nú gengið til baka sem skilar sér í aukinni verðbólgu í hagkerfinu. Þetta kemur fram í vefriti Alþýðu- sambands íslands. Ánægja neytenda varð því ekki langvarandi enda eru matvörur einn stærsti útgjaldaliður- inn á flestum heimilum og sveiflur í matvöruverði hafa mikil áhrif á vísi- tölu neysluverðs sem notuð er til að mæla verðbólgu. Sveiflur í matvöru- verði geta þvf haft áhrif á allar verð- tryggðar skuldir heimilanna. Verð- stríð þar sem vörur eru seldar undir kostnaðarverði geta þar af leiðandi reynst samkeppnishamlandi og þar með skaðleg fyrir neytendur. Kjarasamningar: Ekki sanngjarnt hvernig samtök atvinnulífsins ætla að höndla málið Kjötvörur hækkuðu Á fyrrihluta ársins lækkaði vöru- verð á stórum vöruflokkum í Bónus og Krónunni um tugi prósenta á milli verðkannana. Á milli mælinga í febrúar og október lækkaði vör- ukarfa með mjólkurvörum, kaffi, brauði, grænmeti og ávöxtum um tæplega 24% í Bónus og 29% í Krón- unni. Aðrar verslanir lækkuðu vöru- verð sitt 1 kjölfarið. Ekki lækkuðu þó allar vörur í búðunum og kjötvörur hækkuðu til dæmis í öllum verslun- um sem skoðaðar voru. Á milli kann- ana í mars og október hafði meðal- verð á lambalæri hækkað um tæp 15% og á nautahakki um tæp 20%. ■ Sveiflur í matvöruverði geta haft áhrif á skuldir heimilanna. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, segir að það sé klárt mál að verðlagsforsendur sem gengið er út frá í kjarasamningum séu brostnar. „ Eindaginn er 15. nóv- ember og það er innskrifað í okkar kjarasamning að ef forsendur bresta þá eiga menn að láta reyna á samn- ingsleiðina. Svo verður að koma í ljós, ef Samtök atvinnulífsins, ASÍ og ríkisstjórnin, sem er nú aldeilis ekki stikkfrí, beri gæfu til að koma saman, í hverju það samkomulag verður fólgið,“ segir Grétar og bætir við að hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Við erum í viðræðum við báða þessa aðila og það miðar af- skaplega hægt. Það eru auðvitað mikil vonbrigði en stundum gerast stórtíðindi á skemmri tíma en tíu dögum.“ Verkalýðshreyfingin dregin til ábyrgðar 1 Fréttablaðinu í gær segir Ari Edw- ald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins að það sé ósanngjarnt að afgreiða verðbólgu sem frádrátt frá kaupmætti almennings. Grétar segir að menn geti haft sínar skoðan- ir á því hvað sé sanngjarnt og hvað sé ósanngjarnt. „Við getum líka haldið því fram að það sé ekki sanngjarnt, að minnsta kosti enn sem komið er, hvernig samtök atvinnulífsins ætla að höndla málið.“ Aðspurður að því hvort það sé svigrúm í þjóðfélaginu til breytinga segir Grétar að svo virð- ist vera. „Eg sé ekki annað en að allir aðilar hafi verið á fleygiferð í þessu samfélagi síðustu tvö ár og jafnvel lengur. En síðan, þegar það kemur að þessum þætti þá á að draga verka- lýðshreyfinguna alveg sérstaklega til ábyrgðar. Við erum að sjá tölur úr bankakerfinu, fyrir fyrstu níu mán- uði þessa árs, þar sem hagnaðurinn er tæpir 70 milljarðar. Það eru mörg stærri fyrirtæki á þessu landi að hafa það tiltölulega gott. Við sjáum ekki mikil merki um hvernig staðan í genginu skilar sér í vöruverði, það hefur skilað sér illa þar þannig að einhvers staðar lendir sá mismunur. Og alltaf fjölgar í þessum hópi sem er á ofurlaunum. Það er þetta sem okkar fólk horfir upp á,“ segir Grét- ar að lokum. ■ Grétar Þorsteinsson, forseti ASl SYNING A MORGUN . aðeins DTIVIIVU M munuuiv SUN06.N0V ÆJSYNÍNGAR CRITIC'S CHOICE? | SUN 13. NOV. EFTIfí WONDERLAND * SUN20.NÓV. MIÐ 23. NÓV Landsbankinn POCKETOCEAN J... _ _______ns»i73»uM««««.,' iw. ..m __________ Miðasala í Borgarleikhúsinu s. 568 8000 eða á www.id.is r irr t v rrr vmrm nii — ------------------------------ Ný bensínstöð Skeifunni krSÍínan Viö hliö A.TLANTSOUA Ivlaus ATLANTSOLIA - Ávallt ódýr -

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.