blaðið - 05.11.2005, Page 30

blaðið - 05.11.2005, Page 30
30 I TILVERAN LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö vBoltinn er sko hjá honumP' Ég hef verið að velta eilítið fyrir mér samskiptum kynjanna á fyrstu stigum pörunar, ef svo má að orði komast. Þessi bless- uðu leikir þegar aðili hrífst af öðrum aðila og fer að haga sér eftir því. Oft er þetta ankannalegt hátterni og ósjaldan stekkur manni bros á vör þegar horft er á fólk slá vindhöggin í hvívetna við tilraunir til að heilla aðra manneskju. Ég held að það geti enginn alhæft um hver rétta leiðin sé - hvernig haga skuli segl- um þegar „á veiðar“ er haldið. Það hvernig við eigum ekki að vera er eflaust meira atriði hjá mörgum, því allir vilja jú passa sig á því að „selja sig ekki ódýrt,“ „vera hnarreist og halda haus“ eða „segja örugglega ekki eitthvað vitlaust." En þetta er nú ekki beint það sem ég ætlaði að beina spjótum mínum að. Það sem ég er mest að velta fyrir mér eru ólíkar hugmyndir fólks um hvað sé vænlegt til vinnings og hvað ekki. Þegar ég tala um þetta við vinkonurnar er til dæmis yfirleitt talað um einhvern bolta. Það að boltinn sé nú alveg pottþétt hjá honum Kalla núna (ef við grípum nafn úr lausu lofti), hann eigi sko næsta skref í málinu og að það komi ekki til greina að sína hon- um enn frekari áhuga. (Téður Kalli hefur kannski verið svo heppinn að fá eitt stykki bros frá stúlkunni og það er náttúru- Bolti á bolta ofan Eins og fyrr greinir er oft stuðst við bolta í þessum samræðum. En ég er svona að spá í þessu; hvaða bolta er alltaf verið að tala um? Auðvitað er þetta myndlíking sem hefur fengið byr undir báða vængi í samskiptum fólks í gegnum tíðina - en hugmynd- in að baki er kannski eilítið sorgleg. Við pössum okkur svo mikið á því að kasta ekki „einum bolta of mikið" að við hreinlega sitjum föst í spennitreyj- unni sem bannar okkur að framkvæma eftir eigin hvötum. En hvar endar þetta þá eiginlega? í endalausum leik þar sem tímaglas og boltakast er til merkis um hve- nær megi stíga næsta skref? Það getur ekki verið mjög afdrifarík þróun að mínu mati. Það er í það minnsta fyndið að velta því fyrir sér hvernig heimurinn væri ef allir hugs- uðu svona. Þá hefðu Adam og Eva eflaust kastað þeim ansi mörg- um boltunum á milli sín í Eden áður en nokkuð hefði átt sér stað. Auðvitað þarf að halda rétt á spöðunum og framkvæma á skynsaman hátt, en það er ekki þar með sagt að við þurfum að hemja okkur svo svakalega að öll framþróun stöðvist. Er ekki stundum ágætt að sleppa öllum hömlum og stolti og renna svolítið blint í sjóinn? Góðvinur minn sagði á dögunum við mig: „Ég get enda- laust talið upp ímynduð góð sambönd, sem hefðu getað orð- ið frábær. Það bara vantaði öll samskipti eftir fyrstu kynni - það tók hvorugt af skarið sökum óbilandi stolts og ekkert varð úr neinu!“ Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum hvað þetta varðar og eflaust ekki allir sammála. Eg er samt bara svona að velta þessu fyrir mér - hvort við spáum of mikið í það sem geti orðið okkur til trafala að við förum á mis við ævintýrin. Að stoltið hlaupi með okkur í gön- ur og við missum af einhverju sem gæti verið frábært... Ég hreinlega veit það ekki - „boltinn" er hjá ykkur! Halldóra Þorsteinsdóttir lega bara firra og fásinna að gefa meira af sér en það). Þessi hugsun er án efa í huga margra við aðstæður sem þessar. Við vilj- um nú alls ekki falla í þá gryfju að gefa of mikið af okkur - þá voðinn er vís!! Uppáhaldsflik Ölmu Guðmundsdóttur - nýja ullarpeysan í uppáhaldi „Þessi fína ullarpeysa er án efa uppá- haldsflíkin hjá mér þessa dagana, þó hún sé sú nýjasta í fataskápnum. Hún verður án efa í uppáhaldi næstu mánuðina og mörg ár, enda flík sem hefur alltaf notagildi," segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona stúlkna- sveitarinnar Nylon. Þær stöllur eru þessa dagana að undirbúa útgáfu næstu plötu þeirra, Góðir hlutir, en platan er væntanleg á markað 8.nóv- ember næstkomandi. Hún gaf sér þó tíma til þess að sýna okkur þá flík sem er í hvað mestu uppáhaldi um þessar mundir, nýju ullarpeysuna. Alma er þess fullviss að hún komi til með að nota peysuna mikið og að nú komi hún að góðum notum sök- um aukins kulda. „Það var yndisleg kona, Sigurbjörg Ólafsdóttir, sem faf mér þessa peysu á dögunum. g hafði lýst yfir aðdáun minni á prjónaskap hennar og sagðist hafa áhuga á að kaupa af henni eina peysu. Svo bara vissi ég ekki fyrr en hún hringdi í mig og vildi gefa mér eitt stykki. Ég er rosalega ánægð með peysuna, enda er hún svakalega falleg, hlý og þægileg og eitthvað sem mig hefur lengi langað í. Það er Söngkonan í uppáhaids peysunni sinni Blaóiö/SteinarHuji 99.......................... Ég klæðist iðulega klassískum föt- um og líður best þannig. eiginlega alveg nauðsynlegt að eiga allavega eina góða ullarpeysu - sér- staklega í þeirri veðráttu sem við búum við hérna heima. Svo eru ull- arpeysurnar líka orðnar mikil tísku- vara og allskyns afbrigði af þeim í boði.“ Klassísk föt og jarðlitirnir í hvað mestum metum Aðspurð um eigin fatastíl segist Alma vera frekar jarðbundin í klæðnaði og að jarðlitirnir séu í mestu uppá- haldi. Litadýrðin er ekki í hávegum alla jafna hjá söngkonunni þó svo að stundum bregði hún út af vananum. „Ég er mest i svörtu, hvítu, brúnu og gráu og kaupi mér aðallega þessa maður stundum í litum, en ég þarf al- veg að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að nú ætli ég í lit - annars skelli ég mér alltaf í þessa sígildu liti,” segir söngkonan og bætir við að hún gangi mestmegnis í klassískum fötum. „Ég klæðist iðulega klassískum föt- um og líður best þannig. Buxur, pils og kjólar eru að sjálfsögðu notuð, en allt saman í klassískum sniðum. Það er ekki hægt að segja að ég sé mjög róttæk í klæðaburði, þó svo að maður fari af og til í eitthvað sem er kannski svolítið öðruvísi. Maður þarf kannski að fara að breyta aðeins til og snið- ganga þetta venjulega." i\ ;¥f i Halldóra Þorsteinsdóttir

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.