blaðið - 05.11.2005, Síða 35

blaðið - 05.11.2005, Síða 35
blaöiö LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 TÆKNI OG MENNING I 35 Samkeppni frá Amazon Google þarf þó ekki aðeins að kljást við fulltrúa rétthafa, því annað svip- að verkefni á vegum fyrirtækja á borð við Microsoft og Yahoo kepp- ir að svipuðu marki. En það þarf þó sjálfsagt ekki að koma neinum á óvart að helsti keppinauturinn er enginn annar en Amazon.com, sem umbylti bókaverslun um allan heim með því að selja bækur á vefnum. Amazon og Google miða bæði að því að verða iTunes-búð bókaheims- ins. iTunes er afsprengi Apple og nátengt iPod, en það er í raun tón- listarverslun, þar sem notendur geta gramsað í ævintýralegu magni tón- listar, hlustað á dæmi og keypt þau á einn dollara stykkið. Fram að iíunes hafði ólögleg afritun tónlistar ráðið lögum og lofum á netinu, en Apple tókst að sanna að það væri næg eftir- spurn eftir vönduðu og löglegu efni, sem sækja mætti á auðveldan hátt. Um vinsældir iPod þarf ekki að fjöl- yrða, en iTunes-búðin selur líka um 70-80% af allri löglegri nettónlist heimsins. í þetta kjölfar vilja Google og Amazon sigla. Staða þeirra er ekki ósvipuð Apple, því Google lagði und- ir sig leitarvélamarkaðinn nánast á einni nóttu um árið og Amazon ber höfuð og herðar yfir alla aðra versl- un á netinu. Bæði Google og Amaz- on eru með kerfi í smíðum, sem gera notendum kleift að kaupa aðgang að hvaða síðu eða kafla bókar sem er. í ljósi hins þróaða hugbúnaðar fyrir- tækjanna á tengdum sviðum er ekki óvarlegt að ætla að þau geti á skömm- um tíma breytt lestarvenjum heims- byggðarinnar fyrir fullt og fast. Hugmy ndin er sú, að notendur geti nálgast lesefni líkt og þeir sækja sér tónlist til Apple. Að þeir geti keypt og sótt einstaka kafla eða bækur og vistað á tölvunni hjá sér, til þess að lesa af skjá eða prenta út, í stað þess að grúska í bókabúðum eða kaupa þær í póstverslun eins og nú tíðkast. Þannig mætti hugsa sér að notendur gætu keypt sér staka uppskrift úr matreiðslubók eða aðeins kaflann um rafkerfið úr handbók ’68 árgerð- arinnar af Dodge Dart. Deilt um uppskipti ágóðans Þessar ráðagerðir hafa þegar valdið núningi milli útgefenda og hugsan- legra seljenda efnisins. Eins og nærri má geta stendur deilan um það hvernig skuli skipta aurunum. Ran- dom House, sem er stærsti útgefandi Bandaríkjanna, lagði það til í vik- unni að notendur greiddu örgreiðsl- ur, 5 sent á síðuna (jafnvirði um 3 króna), en af þeim fengju höfundar og útgefendur 4 sent. Sú staðreynd að Random House hafi svo mótaðar hugmyndir um verðlagningu gefur til kynna að þeim sé í sjálfu sér ekki uppsigað við kenninguna um breytt- ar lestrarvenjur. Aðrir stórir útgef- endur eru líklegir til þess að fylgja forystu Random House í þessu. Tillagan gæti líka orðið til þess að bera klæði á vopnin í málaferlunum. Höfundar og útgefendur halda því fram að Google brjóti höfundar- og útgáfurétt með því að afrita bæk- ur í bókasöfnum. En ef þær bækur - sem flestar eru löngu komnar úr útgáfu - fara aftur að klingja í kass- anum hjá höfundum og útgefendum má líklegt telja að þeir láti af mesta andófinu. Önnur leið hjá Amazon Amazon ætlar aðeins aðra leið að settu marki en Google og markmið- ið er ekki alveg jafnstórfenglegt. Amazon hefur um skeið leyft not- endum sínum að leita í texta sumra bóka, en hyggst nú gefa þeim kost á að kaupa tölvuaðgang að þeim síð- um bókarinnar, sem þeir hafa áhuga á. Ennfremur hyggst Amazon bjóða þeim, sem kaupa pappírsbækur hjá þeim, að fá aðgang að rafrænu útgáf- unni fyrir vægt aukagjald. Rithöfundum lýst betur á fyrirætl- an Amazon, enda eru bóksalarnir hjá Amazon sjálfsagt í betra sam- bandi við útgefendur og húskarla þeirra en tölvunerðirnir hjá Google. Jeff Bezos, framkvæmdastjóri Amazon, telur að þegar fram í sækir muni fólk geta keypt aðgang að nán- ast hvaða bókarkafla sem væri, vist- að hann, afritað eða prentað út. En það væri vitaskuld undir höfundi og útgefanda komið. Þrátt fyrir magnaðar framtíð- arsýnir Google hafa menn þar á bænum ekki gefið mikið út um við- skiptafyrirætlanirnar, nákvæmlega hvernig þeir ætli að gera þetta með hagnaði eða hvort frekari þjónusta sé á leiðinni. „Við erum að skoða ýms- ar tekjuöflunarleiðir, en við höfum ekkert frekar um það að segja,“ var svar hins þagmælska blaðafulltrúa Google. Á hinn bóginn sagði hann að Google fagnaði því að Amazon ætlaði að róa á svipuð mið. „Amaz- on er okkur dýrmætur samstarfsað- ili og við birtum slóðir hjá Amazon í kjölfar leitar hjá okkur, svo fólk geti Goqgle keypt bækur, sem það hefur fundið með Google Print.“ Risar takast á Google og Amazon eru engir ný- græðingar í bransanum og hafa sitt hvað í pokahorninu, sem styrkir verkefnin. Google er langvinsælasti áfangastaður þeirra, sem þurfa að finna eitthvað á netinu, en Amazon er á hinn bóginn kominn með krít- arkortanúmer þriðjungs mannkyns á skrá hjá sér, viðskiptavinirnir eru vanir og treysta versluninni. Eins og staðan er hefur Google þó væntan- lega vinninginn hvað magn varðar. Amazon horfir einungis til nýrra eða nýlegra bóka meðan Google ætl- ar að gleypa hverja einustu skruddu, sem verður á vegi fyrirtækisins, hvort sem þar ræðir um íslensk forn- rit, nýjar tölvuhandbækur eða Morg- an Kane á finnsku. í augnablikinu veitir Google full- an og ókeypis aðgang að bókum, sem ekki eru lengur varin höfundarrétti, en takmarkanir eru á þeim bókum, sem njóta varnar höfundar- og út- gáfuréttar. Þegar fram í sækir kann Google þó að rukka fyrir aðganginn að gömlu bókunum, en að líkindum yrði sú gjaldtaka mjög hófleg. Miðað við hvernig byrjunin hjá Google hefur verið getur framtíðin ekki verið annað en undursamleg fyrir alla bókaorma. En sjálfsagt fækkar þeim þó ekki í bráð, sem finnst gott að teygja sig í bók úr pappír í bandi, finna áferðina og finna sögu bókarinnar, ekki aðeins það, sem í henni stendur. Og svo er náttúrlega afleitt að taka tölvuna með sér í rúmið. ■

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.