blaðið - 05.11.2005, Síða 43

blaðið - 05.11.2005, Síða 43
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 4. og 5. nóvember 2005 Hvar og hvenær á að kjósa? í dag, laugardaginn 5. nóvember, er kosið kl. 10.00-18.00 á sjö stöðum í átta kjörhverfum. Kjörhverfi í dag V 1. kjörhverfi Vestur- og Miðbæjarhverfi, Nes- og Melahverfi og Austur bæjar- og Norðurmýrarhverfi. Öll byggðin vestan Snorrabrautar og einnig vestan Rauðar- árstígs að Miklubraut. Kjörstaður: Hótel Saga C og D salur (2. hæð, gengið inn að norðanverðu). 2. kjörhverfi Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi. Öll byggð er afmarkast af 1. kjörhverfi í vestur og suður. Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 3. kjörhverfi Háaleitishverfi og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suður landsbraut í norður. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 4. kjörhverfi Árbæjar- og Seláshverfi, Ártúns- og Norðlingaholt. Kjörstaður: Hraunbær 102b. 5. kjörhverfi Hóla- og Fellahverfi, Bakka- og Stekkjahverfi, Skóga- og Seljahverfi. Kjörstaður: Mjódd, Álfabakka 14a. 6. kjörhverfi Grafarvogur. Kjörstaður: Hverafold 1-3. 7. kjörhverfi Grafarholt. Kjörstaður: Gullhamrar, Þjóðhildarstig 2. 8. kjörhverfi Kjalarnes. Kjörstaður: Fólkvangur, félagsheimili Kjalnesinga. Hverjir mega kjósa? A. Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. B. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í Reykjavík við borgar- stjórnarkosningarnar 27. maí 2006 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa? Kjósa skal 9 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 9 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, talan 2 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti annað sætið í prófkjörinu, talan 3 fyrir framan nafn þess sem menn vilja að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 9 frambjóðendur. í hvaða kjörhverfi skal kjósa? Kjósa skal í því kjörhverfi sem viðkomandi átti lögheimili þann 30. október 2005. Hafi kjósandi flutt í kjörhverfið eftir þann tíma ber honum að staðfesta það með afriti af staðfestri að- flutningstilkynningu. Sjá einnig allt um prófkjörið á www.xd.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.