blaðið - 18.11.2005, Side 6
6 I INNLENDAR FRETTIR
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaöið
Pantanir: 577 5775
Baugsmálið:
Karpað um hæfi dómsmálaráðherra
og hvort nokkur hafi ákæruvaldið
Þín skoðun skiptirmáli!
Síðustu sviptingar í Baugsmálinu koma mörgum spánsktfyrir sjónir, enda ekki auðvelt
að átta sig á því hvað er áferðum. Efnisleg meðferð er enn ekki hafin, heldur er tekist
á um það hverfari eiginlega með ákœruvaldið í málinu og eins er krafist úrskurðar um
hcefi Bjarnar Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, til þess að setja sérstakan ríkissaksókn-
ara í málinu eftir að Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, sagði sigfrá því vegna vanhcefis.
Andrés Magnússon var í réttarsal og leitaði álits lögmanna á því, sem þarfórfram.
faldlega ekki haft heimild til. Sé sá
skilningur réttur eru ákæruliðirnir
8, sem héraðsdómur á að taka til efn-
islegrar meðferðar, munaðarlausir.
Sigurður Tómas segir þessa
ályktun ranga og telur Gest einblína
á formið i máli þar sem engar sér-
stakar formkröfur séu gerðar þegar
um vanhæfi er að ræða. Ríkissak-
sóknari og dómsmálaráðherra hafi
rætt þetta mál og sameiginlegur
skilningur þeirra liggi alveg fyrir,
eins og Bogi hafi raunar gert grein
fyrir í bréfi til dómsins. Auk þess
yrði að horfa til þess að vanhæfið or-
sakaðist af því hverjir væru sakborn-
ingar í þeim 8 ákæruliðum, sem nú
væru til meðferðar. Þá minnti hann
á að málin kynnu á síðari stigum að
verða sameinuð og þá kæmi öllum
betur að sami saksóknari annaðist
málið allt.
Þessar lagaþrætur eru harla tækni-
legar, en lögfræðingar sem Blaðið bar
málið undir töldu ólíklegt að dómur-
inn féllist á kröfur verjenda. Þar væri
of mikil áhersla lögð á að flækja mál,
sem í eðli sínu ætti að liggja næsta
ljóst fyrir, þó svo atburðarásin hafi
orðið til þess að þvæla það. „Það er
alveg klárt að Bogi getur enn síður
komið að þessum hluta málsins en
hinum og kröfur varnarinnar eru
til þess eins fallnar að tefja málið
og flækja enn frekar. Ég trúi því
ekki að dómurinn hafi áhuga á því,“
sagði einn þeirra. Annar minnti þó
á það að dómurinn hefði til þessa
stigið afar varlega til jarðar og hann
kynni að líta á úrskurð Hæstaréttar
sem leiðbeiningu um að fara að ýtr-
ustu formkröfum og ganga lengra
en hefðin eða lögin byðu.
Vanhæfi Bjarnar
Deilurnar um vanhæfi dómsmála-
ráðherra til þess að setja sérstakan
saksóknara voru hins vegar líflegri.
Þær snerust enda að mestu um orð,
sem Björn Bjarnason hefur látið
falla á opinberum vettvangi, í ræðu
og riti. Megnið af þeim er almenn-
ingi aðgengilegt á netinu á bjorn.is.
Gestur Jónsson vék enda að því
í upphafi máls síns, þegar hann
kvaðst afhenda dóminum þykka
möppu með hluta af „ritverki Björns
Bjarnasonar", en þar átti hann við
útprentun fjölda greina Bjarnar af
vefnum. Sakborningarnir hefðu
miklar áhyggjur af hlutleysi hans,
því enginn sem læsi orð hans um
Baug og Baugsmenn gæti efað að þar
byggi óvild að baki.
Athygli vakti að Gestur gerði
mikið úr umfjöllun Bjarnar um
þau ummæli Davíðs Oddssonar í
útvarpi, að Hreinn Loftsson, stjórn-
arformaður Baugs, hafi sagt Jón Ás-
geir Jóhannesson, forstjóra Baugs
og einn sakborninga, hafa haft það
á orði að réttast væri að bera mútur
á Davíð. Um það sagði Björn að þeir,
sem starfað hefðu með Davíð í ára-
tugi vissu að orðum hans mætti
treysta. Þetta kvað Gestur sýna með
óyggjandi hætti að Björn hefði tekið
afstöðu til sakborninga, hann drægi
framburð þeirra í efa og teldi þá seka.
99.........................
...kröfur varnarinnar
eru til þess eins fallnar
að tefja málið og
flækja enn frekar."
Þessi fullyrðing Gests kom nokkuð
á óvart í ljósi þess að skjólstæðingar
hans eru ekki ákærðir fyrir að hafa
borið fé á nokkurn mann.
Var Björn að hóta Baugsmönnum?
Hann lagði einnig ofuráherslu á
seinni ummæli Bjarnar á vefnum,
en þau skrifaði hann eftir að Hæsti-
réttur hafði fellt úrskurð sinn um
ákærurnar og vísað 32 ákæruliðum
af 40 frá héraðsdómi. Þar sagði
meðal annars:
„Stórfrétt dagsins er að sjálfsögðu nið-
urstaða Hæstaréttar í kœrumálinu
vegna Baugs. Réttarkerfið hefur ekki
sagt sitt síðasta orð í málinu.“
Þetta taldi Gestur vera hreina og
beina hótun. Á sínum tíma voru
fleiri svipaðrar skoðunar og var
málið meðal annars rætt á Alþingi.
Því var hins vegar til svarað að svo
væri alls ekki, heldur hefði Björn
aðeins verið að lýsa stöðu málsins.
Hæstiréttur hafi einmitt vísað hluta
ákæranna til efnislegrar meðferðar
eftir að héraðsdómur hefði áður
Blalil/SteiniirHugi
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, leiöir vörn
Baugsmanna, en hann nýtur mikillar virðingar í lögmannastétt..
vísað þeim öllum frá. Auk þess hefði
ljóst verið að saksóknari þyrfti að
fara yfir brottvísuðu ákærurnar og
ákveða hvert framhaldið yrði.
Sigurður Tómas hafnaði því að
dómsmálaráðherra hafi verið van-
hæfur og minnti á að stjórnmála-
menn yrðu að hafa mjög vitt svig-
rúm til þess að tjá sig um allt milli
himins og jarðar. Fráleitt væri að
gera sömu kröfur til þeirra og emb-
ættismanna, enda væri þá vandséð
hvernig ráðherrar gætu nokkurn
tíman tekið ákvarðanir um leið og
þeir sinntu frumskyldu sinni sem
kjörnir fulltrúar almennings. Vísaði
hann til dóms Hæstaréttar í Kára-
hnúkamálinu um að umhverfisráð-
herra hafi ekki verið vanhæfur til
ákvarðana þrátt fyrir að engum hafi
dulist skoðanir hans í málinu.
Það verður að teljast afar ósenni-
legt að dómurinn komist að því að
stjórnmálamaðurinn Björn Bjarna-
son megi ekki tjá sig á þennan hátt
án þess að ráðherrann Björn Bjarna-
son verði vanhæfur. Lögmennirnir,
sem Blaðið bar málið undir, voru
á einu máli um það og töldu tveir
þeirra af og frá að þessi málatilbún-
aður væri að ráði Gests Jónssonar,
sem nýtur mikillar virðingar í stétt-
inni. „Þetta er alveg örugglega gert
að fyrirmælum sakborninga og
kemur lögfræði ekkert við,“ sagði
annar þeirra. Hinn taldi að Baugs-
menn væru búnir að sætta sig við
að vera á sakamannabekknum, en
vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð.
„Þeir vilja bara borga fyrir sig og svo
kemur þeim heldur ekkert illa að
gera málið eins pólitískt og hægt er.“
Baugur á við stjórnmálaafl?
Sigurður sagði að staða Baugs í
íslensku þjóðfélagi væri með þeim
hætti að fyrirtækið yrði að una
margvíslegri umfjöllun um sig. Það
væri afl í þjóðlífinu, einstaklega
umsvifamikið og hefði mikil áhrif
á stefnu samfélagsins. Að því leyti
væri það að ýmsu leyti sambærilegt
við stjórnmálahreyfingar. Ekkert
væri eðlilegra en að menn tækju
afstöðu til þess eins og Björn hefði
gert. Ekki síst ætti það við um fjöl-
miðla í eigu Baugs. Björn hefði á
hinn bóginn ávallt vísað til þess að
sakamálið væri fyrir dómstólum og
ekki tjáð sig um sakarefni málsins
eða sakborninga. Sagði hann um-
mæli Bjarnar meira í ætt við „pólit-
ískt karp“ en álit ráðherra á málinu.
1 þinghaldi í héraðsdómi Reykja-
víkur á miðvikudag kom i ljós að
Sigurður Tómas Magnússon, settur
ríkissaksóknari, hefur tekið við
Baugsmálinu öllu, en fram að því
hafði hann einungis hugað að þeim
32 ákæruliðum, sem Hæstiréttur
vísaði frá á dögunum. Því fór dóm-
urinn fram á að skýrt yrði hver færi
með æðsta ákæruvald í málinu.
Til þess að eyða þessum vafa tók
hinn setti ríkissaksóknari, Sigurður
Tómas Magnússon, við málinu öllu
að tillögu ríkislögreglustjóra. Verj-
endur sakborninganna efa hins
vegar að hann hafi umboð til þess.
Ástæðan er sú að þegar Hæstiréttur
kvað upp úrskurð sinn var þess
freistað að láta ákæruliðna 8, sem
Hæstiréttur lét standa, ganga sinn
vanagang, en ríkissaksóknara falið
að fara yfir sakarefni og gögn hinna.
Þegar hann sagði sig frá málinu var
það vegna vensla hans við nána sam-
starfsmenn tveggja sakborninga.
Svo vill hins vegar til að þeir eru
sakborningar í þeim ákæruliðum,
sem stóðu eftir, þannig að Bogi er
ljóslega ekki hæfari til þess að fjalla
umþá.
Efast um ákæruvaldið
Gestur Jónsson, sem stýrir vörninni
fyrir Baugsmenn, taldi hins vegar
að Bogi hefði samkvæmt bréfi frá
honum ekki afsalað sér ákæruvald-
inu nema í hinum 32 ákæruliðum,
þannig að dómsmálaráðherra hafi
ekki getað falið öðrum ákæruvaldið
nema í nákvæmlega þeim liðum.
Dómsmálaráðherra hafi hins vegar
veitt Sigurði Tómasi mun víðtækara
umboð, en það hafi ráðherra ein-
Veislu
og fundarbakkar
Kæri Kópavogsbúi
Hvað f innst þér?
íbúaþing í Lindaskóla, Iaugardaginn 19. nóvember
Líttu inn milli kl. 10-16
Sjá nánar um dagskrána á www.kopavogur.is
KOPAVOGSBÆR