blaðið - 18.11.2005, Page 10

blaðið - 18.11.2005, Page 10
10 I ERLENDAR FRETTIR FðSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ FRÉTTA- SKÝRING EINAR ÖRN JÓNSSON llmandi jólasápa Framkvæmdamaður úr menningarlífinu Stuöningsmenn SJÁLFSTÆÐISMENN í HÁFNARFiRÐI: Hallur Helgason í 4. sætið Spenna eykst í Afganistan íslenskir friðargœsluliðar verða kallaðir heim, enda hefurárásum á óháð hjálparsamtök fjölgað. Bandaríkjamenn vilja að friðargœsluliðar NATO taki í auknum mœli við störfum bandarískra hersveita í hinum róstursama suðurhluta landsins. bandalagsins í landinu orðið allt að 15.000 í kjölfarið. Hersveitir NATO hafa verið í Afganistan síðan síðla árs 2001 og eru nú um 10.000 hermenn á þeirra vegum í landinu, þar af um 2000 sem sendir voru til að tryggja öryggi í kringum þingkosningar í landinu í september. Meginástæða fjölgunarinnar er sú að Bandaríkjamenn hafa í hyggju að senda stóran hluta sinna sveita til suðurhluta landsins til að taka þátt í átökum við uppreisnar- menn Talibana og leita að Osama bin Laden, leiðtoga A1 Kaída sam- takanna. Nú þegar eru um 20.000 bandarískir hermenn á þessum slóðum. Bandaríkjaher stjórnar öllum aðgerðum gegn uppreisnar- mönnum Talibana eins og er. Öf- ugt við bandarísku hersveitirnar taka sveitir Atlantshafsbandalags- ins ekki þátt í aðgerðum gegn uppreisnarmönnum. B Samkomulagá milli Rúmena og Bandartkjamanna: Bandaríkjamenn fá herstöövar við Svartahaf Bandaríkin þrýsta á bandamenn Bandarískar hersveitir eru um tveir þriðju erlends herafla í Afgan- istan og hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á að ISAF-sveitirnar taki við starfi þeirra í suðurhluta landsins þar sem ástandið er mun ótryggara en annars staðar í land- inu. Frakkar, Þjóðverjar og Spán- verjar hafa hafnað beiðni Banda- ríkjamanna og leggja áherslu á að sveitirnar eigi að halda sig við friðargæslu. Bretar hafa aftur á móti staðið við bakið á Banda- ríkjamönnum í málinú og lofað auknum liðsauka. ISAF-sveitirnar hafa í auknum mæli fært út kví- arnar að undanförnu, bæði til hinna tiltölulega friðsælu héraða í norður- og vesturhluta landsins sem og til suðurs þar sem áhrif Talibana og annarra uppreisnar- manna eru mikil. Ef Atlantshafsbandalagið myndi auka umsvif sín i Afganistan gæti Bandaríkjastjórn framfylgt áætlun um að fækka hermönnum á hennar vegum í landinu. Bandaríska dag- blaðið New York Times sagði fyrr í haust að í bígerð væri að fækka bandarískum hermönnum í land- inu um 4000 og yrði það mesti brottflutningur hermanna síðan stjórn Talibana var velt úr sessi árið 2001. Friðargæsluliðum NATO fjölgar NATO tilkynnti í október að það hyggðist senda þúsundir her- manna til viðbótar til Afganistan og gæti heildarfjöldi hermanna ...með ekta jolailm Islenskir friðargæsluliðar verða kallaðir heim frá norðurhluta Afg- anistans þar sem spenna hefur aukist að undanförnu i héraðinu og árásum fjölgað á óháð hjálpar- samtök. Endurreisnarstarfi friðar- gæsluliða í vesturhluta landsins verður haldið áfram að óbreyttu. Þetta kom fram þegar Geir H. Ha- arde, utanríkisráðherra kynnti skýrslu um utanríkismál á Alþingi igær. Friðargæsluliðarnir héldu til þjálfunar í Noregi í lok júlimán- aðar á þessu ári. Að þjálfun lok- inni í byrjun september hélt fyrri hópurinn til norðurhluta Afganist- ans og í síðasta mánuði fór hinn hópurinn til starfa í vesturhluta landsins. I hvorum hópi voru 8-9 manns og var gert ráð fyrir að hvor hópur yrði að störfum í land- inu í fjóra mánuði. Fyrri hópurinn sem var sendur til borgarinnar Maymana í Faryab-héraði í norð- urhluta landsins hefur starfað þar ásamt norskum og finnskum friðargæsluliðum. Seinni hópur- inn var sendur til Chagcharan í Ghor-héraði í vesturhluta landsins og starfar þar við hlið danskra og lettneskra friðargæsluliða. Með þessu framlagi vildi ísland Þýskur friðargæsluliði úr ISAF-sveitum NATO stendur vörð í Kabúl, höfuðborg Afganist- ans. leggja sitt af mörkum við skipulag og framkvæmd endurreisnarstarfs 1 Afganistan. I starfi íslensku frið- argæsluliðanna felst einkum að þeir fara um og kanna aðstæður í þorpum og sveitum og gera tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálpar- samtaka og alþjóðastofnana. Friðargæslusveitir NATO fslensku friðargæsluliðarnir eru hluti af ISAF-sveitum (Interna- tional Security Assistance Force) Atlantshafsbandalagsins (NATO). ISAF-sveitirnar starfa i umboði Sameinuðu þjóðanna og ályktanna öryggisráðsins. Hlutverk þess er að aðstoða Afganistan og Samein- uðu þjóðirnar og stofnanir hennar við uppbyggingu í landinu. Rúmenía og Bandaríkin hafa komist að samkomulagi um að bandarískum herstöðvum verði komið upp á nokkrum stöðum við Svartahafið og hugsanlega víðar í Rúmeníu. Condoleezza Rice, ut- anrikisráðherra Bandaríkjanna, mun hugsanlega fara til Rúmeníu í næsta mánuði til að undirrita samkomulagið að sögn Traian Bas- escu, forseta Rúmeníu. Ekki hefur verið gefin upp nákvæm staðsetn- ing stöðvanna en í síðasta mánuði sagði Basescu að á meðal þeirra Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun að öllum líkindum halda til Rúmenlu í næsta mánuði til að ganga frá samkomulagi um bandarískar herstöðvar í landinu. staða sem kæmu til greina væru Babadag, rétt hjá árósum Danube, Constanta við Svartahafið og Fet- esti sem er um 200 km austur af höfuðborginni Bucharest. Stjórnvöld í Washington hafa í hyggju að kalla um 70.000 her- menn heim frá Evrópu og Asíu á næsta áratug. Gömlum kaldastriðs- stöðvum verður lokað en meiri áhersla lögð á minni herstöðvar í Austur Evrópu þar sem styttra er til hugsanlegra átakasvæða, meðal annars í Miðausturlöndum. Tryggja erlenda (járfestingar Herstöðvarnar eru taldar mikilvægar í þeirri viðleitni Rúmeníu að tryggja meiri erlendar fjárfestingar í landinu og minnka bilið sem er á milli þess og Evrópusambandsins í efnahagslegu tilliti. Rúmenía gerir sér vonir um að geta gengið í sambandið á næstu árum, jafnvel árið 2007. Landið hefur verið í Atlantshafsbandalaginu síðan á síðasta ári. Nágrannaríkið Búlgaría hefur einnig boðið bandarískum her- sveitum í Evrópu að nýta sér flugvelli í landinu. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.