blaðið - 18.11.2005, Síða 13
blaöiö FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005
ERLENDAR FRÉTTXR I 13
Sekt fyrir
slæma hár-
greiðslu
Eigendur hárgreiðslustofu
í Tókýó hafa verið dæmdir
til greiðslu hárrar fjársektar
í miskabætur fyrir að hafa
klippt hár konu einnar of
stutt og litað það í þokkabót í
öðrum ht en hún hafði beðið
um. Dómstóllinn tók undir
rök konunnar sem er 27 ára
og vinnur við að taka á móti
gestum skemmtiklúbbs um
að hin óaðlaðandi hárgreiðsla
hefði mikil áhrif á getu hennar
til að sinna starfi sínu sem
skyldi. „Hárgreiðla hefur mikil
áhrif á útlit,“ sagði Yuki Miz-
uno, dómari, í úrskurði sínum.
Konan kvartaði undan því
að á tímabili hefði dregið
verulega úr sjálfstrausti hennar
þegar hún þjónaði viðskipta-
vinum og hafði hárgreiðslan
mikil áhrif þar á. Hún fór
fram á 6 mhljónir jena (um
3 milljónir íslenskra króna) í
miskabætur en rétturinn féllst
á sekt upp á 240.000 jen (um
120.000 íslenskra króna).
Ung Parísardama mótmælir slæleg-
um viðbrögðum ríkisstjórnarinnar
við óeirðunum í landinu.
.JP " ,j
Ástandið að
komast í eðli-
legt horf
Ástandið í Frakklandi virðist
vera að komast í samt horf
eftir óeirðir sem hafa geisað
í landinu í nærri þrjár vikur.
Kveikt hefur verið í um 9000
ökutækjum í óeirðunum og
nærri 3000 manns verið hand-
teknir. Aðfaranótt fimmtudags
var á fjórða tug manna hand-
tekinn og kveikt var í tæpum
hundrað bílum á nokkrum
stöðum í landinu sem að
vísu var mun minna en fyrri
nætur. Þrátt fyrir að ofbeldið
sé í rénun er enn sem fyrr
mikill viðbúnaður í landinu
og þúsundir lögreglumanna í
viðbragðsstöðu á hverju kvöldi.
1 fyrradag samþykkti ffanska
þingið að neyðarlög yrðu
í gildi í landinu í þrjá mán-
uði til viðbótar. Samkvæmt
nýrri skoðanakönnun er stór
hluti þjóðarinnar sáttur við
framgöngu Nicolas Sarkozy,
innanríkisráðherra landsins, f
málinu. Aðrir hafa látið í ljósi
mikla óánægju með hversu
seint og illa ráðamenn þjóðar-
innar brugðust við ástandinu
í landinu og á miðvikudags-
kvöld kom mannfjöldi saman
á Saint-Michel torgi í París til
að láta óánægju sína í ljósi.
Myndbandfrá Jemaah Islamiah-samtökunum finnst á Indónseíu:
Hryðjuverkum hótað í Ástraliu
Maður sem talinn er vera einn af
alræmdustu hryðjuverkamönnum
í Asíu hótaði árásum á vesturlönd í
myndbandi sem sýnt var í sjónvarpi
á Indónesíu í gær. Talið er að maður-
inn sé Malasíumaðurinn Noordin
M. Top, háttsettur foringi í Jemaah
Islamiah, hryðjuverkasamtökum í
Suðaustur Asíu sem hafa tengsl við
A1 Kaída-samtökin. Myndbandið
fannst við áhlaup lögreglu á eyj-
unni Jövu í síðustu viku sem leiddi
til dauða Azahari bin Husin, helsta
sprengjusérfræðings Jemaah Islam-
iah-samtakanna. Bæði Husin og
Top hafa verið eftirlýstir af lögreglu
síðan 202 fórust í sprengitilræði á
Bali, þar á meðal 88 Ástralir.
Láta ekki kúga sig til undirgefni
Á myndbandinu sem lögregla fann
í síðustu viku segir grímuklæddur
maður að Bandaríkin, Bretland og
Ítalía séu öll í hópi óvina en sérstak-
lega beinir hann þó orðum sínum
að Áströlum og segir að yfirvöld þar
kalli yfir sig hryðjuverkaaðgerðir.
Alexander Downer, utanríkisráð-
herra Ástralíu, sagði að stjórnvöld
í landinu tækju myndbandið alvar-
lega en myndu ekki láta kúga sig til
undirgefni. „Ekkert lýðræðisríki á
borð við Ástralíu ætti að láta öfga-
menn á borð við Noordin Top hræða
sig,“ sagði Downer. ■
Maður sem talinn er vera einn helsti leið-
togi Jemaah Islamiah-samtakanna hótaði
hryðjuverkaárásum i Ástralíu í nýlegu
myndbandi sem fannst á Indónesíu.
Hjörtur Nielsen
Höfum opnað
á nýjum stað
í Smáralind
Matarstell • Diskar • Glös • Könnur • Skálar • Hnífapör • Föt • Blómavasar • Karöflur • Gjafavara
[ \
u L y
Verslunin er full af
nýjum og fallegum
vörum fyrir þig og þína!
Þeir sem eru á netfangalistanum okkar
hnm@simnet.is eöa skrá sig á hann
núna í nóvember fá jólagjöf frá Hirti Nielsen.
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is