blaðið

Ulloq

blaðið - 18.11.2005, Qupperneq 14

blaðið - 18.11.2005, Qupperneq 14
blaöid Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. I MINNINGU FRÉTTASTOFU STÖÐVAR 2 Fréttastofa Stöðvar 2 hefur frá upphafi verið flaggskip samnefndar stöðvar. Þangað hafa valist margir af bestu fréttamönnum landsins og það verður að segast eins og er að þar hefur hlutleysi og sanngirni verið haft að leiðarljósi. Sem önnur tveggja sjónvarpsfréttastofa landsins hefur hún gegnt mikilvægu hlutverki í allri þjóðmálaumræðu og yfir- leitt staðið sig mjög vel. Þannig var fréttastofa Stöðvar 2 sá Baugsmiðill sem stóðst prófið þegar málefni fyrirtækisins voru sem mest í sviðsljós- inu í haust á meðan prentmiðlar 365 féllu á prófinu. Þetta stafar að því að fréttastofan hefur náð að halda sjálfstæði sínu, auk þess sem reynsla starfsfólksins hefur haft mikið að segja. Þannig hefur fréttastofa Stöðvar 2 náð að veita helsta samkeppnisaðila sínum verðuga samkeppni. Frá og með deginum hefur fréttastofa Stöðvar 2 verið lögð niður. í stað- inn er komið fyrirbæri sem nefnist NFS, sem er einskonar fréttaveita fyrir alla miðla 365, þrátt fyrir að í orði séu um sjálfstæðar einingar að ræða. Þetta þýðir að frá og með deginum í dag verða ljósvakafréttir fyrir- tækisins spyrtar saman við fréttir Fréttablaðsins og DV í allri umræðu fólks hvort sem að starfsfólki líkar betur eða verr og hvort sem slíkt er sanngjarnt eða ekki. Þetta þýðir að það traust og sá trúnaður sem starfs- menn Stöðvar 2 hafa búið að hangir saman við þann trúnað og traust sem DV hefur meðal þjóðarinnar. Það dugar einfaldlega ekki að setja upp skilrúm milli ritstjórna og láta síðan eins og þær séu sjálfstæðar og óháðar einingar. Þetta er sá grái veruleiki sem blasir við fyrrverandi fréttamönnum fréttastofu Stöðvar 2. Yfirmenn NFS hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sjónvarpsfréttir hafi hingað til verið of hátíðlegar og flottheitin of mikil. Með þessu eru þeir að undirbúa jarðveg fyrir einfaldari vinnubrögð og lakari gæði Með þessu eru þeir að segja að meiri áhersla verði lögð á magn en gæði. Það er áhyggjuefni, enda er það tæpast rétta leiðin í samkeppni við fréttastofu RÚV. Samkeppni er nefnilega góð, jafnt í ljósvaka- sem prentmiðlum. Hún hvetur menn til að skila betra verki. Það er óskandi að þeir fréttamenn sem áður störfuðu á fréttastofu Stöðvar 2 fái að halda sjálfstæði sínu og faglegum vinnubrögðum áfram. Hins vegar er það ólíklegt af þeirri einföldu ástæðu að verið er að blanda saman ólíkum miðlum í ólíkum gæðaflokki. Þessi samtvinnun mun ekki minnka með tímanum - heldur aukast. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Tryggðu þér áskrift að tímaritinu Þjóðmálum þJÓÐMÁL Hrunadans R-llstans uowmnw «ou* HmmiMHun EMMUI*uUH áiuwiuu Samfylklngin og lýðræðið Pættir úr sögu kalda- stríðsins á íslandi Áskrift má panta hjá Andríki á www.andriki.is Veíþjóðviljinn - skynsamleg skrif og skætingur - - daglega á www.andriki.is - 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaöíö GLÆ?ASKGHAR\TÚU BLbMSTM STM fíLDKEi mit, kEGATt 1ZEXWAÝÍK BH omv n&VFZ&UST GLÆ-FKUMWeKFE ,..wo fe r°t<kjijQ , GLÆPSamLEGT UVfiV Kp9tAK KAlSp/t “ J tíPfiHH NÚ TiL V/TfóU Munkur selur sportbíl Einhver áhugaverðustu ferðalög sem ég fer í eiga sér stað þegar ég les forvitnilegar og uppbyggilegar bækur. Það jafnast á við notalega hugleiðslu og er kærkomin hvíld frá hversdagnum. Vissulega geta sumar skáldsögur verið ágætar en annars konar bókmenntir blása mér eld- móð í brjóst og vekja mig til umhugs- unar um minn tilgang í lífinu. Við getum valið um hundruð nýrra bókatitla til að gefa í jólagjafir eða lesa sjálf og í flestum tilfellum látum við glepjast af klókri auglýs- ingamennsku og eltumst við titla sem eiga að vera „ómissandi" en skilja ekkert eftir. í búðunum liggja þá bækur óhreyfðar sem hefðu getað sent okkur í mest spennandi ferðalög lífs okkar. Um daginn lauk ég við bókina Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, sem kom út í fyrra. Hún fjallar um lögfræðing sem fær hjartaáfall eftir að hafa lifað óreglu- sömu lífi. í kjölfar þess leggur hann upp í óvenjulega ævintýraför til munka í Tíbet þar sem hann lærir að fylla líf sitt tilgangi og öðlast um leið lífsgleði og hugarró. Lögfræð- ingurinn lærir meðal annars tíu að- ferðir til hamingjuríks lífs, en kjarn- inn er nokkurn veginn þessi: Einvera Einvera og þögn tengja þig við sköp- unargleði þina og óendanlega vitn- eskju alheimsins. Innri kyrrð fylgja miklir kostir eins og djúp tilfinning fyrir góðri heilsu, innri ró og ótak- mörkuð líkamleg orka. Líkamsæfingar Þegar þú sinnir líkamanum, sinn- irðu líka huganum. „Að anda rétt er að lifa rétt“. Fljótlegasta leiðin til að margfalda orkuna er að læra virka öndun. Djúpöndun (með því að þenja út magann á innöndun) opnar fyrir orkulindirnar. Lifandi næring Fylltu diskinn með grænmeti, ávöxtum og fræjum. Þetta er það fæði sem náttúran ætlar þér. Hún er lifandi, orkumikil og heilsusamleg. Öflugustu dýr jarðar, allt frá górillu til fíla eru grænmetisætur. Léleg næring eyðir líkamlegri og andlegri orku. Þorgrímur Þráinsson Ríkuleg þekking Hún snýst um ævilangan lærdóm og að auka þekkingu á því góða í sjálfum þér og öllum í kringum þig. Lestu uppbyggilegar bækur daglega. Hefðbundið nám skapar þér tekjur, sjálfsnám skapar þér auðævi! Sjálfsskoðun Öll búum við yfir hæfileikum sem liggja í dvala innra með okkur. Gefðu þér tíma til að hugsa með- vitað. Hvernig nýttirðu daginn? Hvað skildi hann eftir? Skrifaðu niður það hvernig þú „eyddir“ tíma þínum og ákveddu að verja honum betur á morgun. Vaknaðu snemma Flestir sofa miklu meira en þeir hafa þörf fyrir. Síðustu tíu mínúturnar áður en þú sofnar og fyrstu tíu mín- úturnar eftir að þú vaknar hafa djúp áhrif á undirvitund þína. Hugsaðu jákvætt. Lifðu hvern dag eins og hann sé þinn síðasti. Hlustaðu á tónlist Tónlist lyftir andanum, blæs í þig orku, fær þig til að dansa og syngja. Njóttu tónlistar á hverjum einasta degi. Spilaðu lögin þin ef þú ert dapur eða lúinn. Vandaðu orðavalið Orð hafa áhrif á hugann, hvort sem þau eru sögð eða skrifuð. Segðu jákvæða og fallega hluti um sjálfan þig og þá mun þér Iíða þannig. Vertu sjálfum þér samkvæmur Skilningur, auðmýkt, þolinmæði, heiðarleiki, kjarkur. Ef gjörðir þínar eru til samræmis við þessi lögmál muntu finna djúpan innri frið og jafnvægi. Láttu hjartað ráða för og framhaldið kemur af sjálfu sér. Einfaldleiki Ekki velta þér upp úr smámálum. Einbeittu þér eingöngu að þeim málum sem hafa raunverulega merk- ingu fyrir þig. Þá verður lífið einfalt, gjöfult og friðsælt. Ekki þóknast öðrum á þinn kostnað. Elskaðu sjálfan þig og þá muntu elska aðra enn meira. Höfundur er rithöfundur. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is ISkaftahlíðinni hefur mikið gengið á und- anfarna daga við að koma á laggirnar hinni Nýju fréttastöð NFS, sem hefur göngu sína í dag. Sérstakur vandi skapað- ist svo þegar sjónvarpsstjörnurnar á NFS voru settar við hliðina á „óhreinu börnunum" á DV, en þannig háttar til að gengt átti að vera á milli að sameiginlegri kaffivél, sem gárung- arnir kalla Kínamúrinn, en sem kunnugt er á enginn samgangur að vera á milli miðlanna. Starfsmenn NFS með Kristján Má Unnarsson ( broddi fylkingar tóku þetta svo bókstaflega að þeir læstu á kollegana á DV. Þegar ritstjórar DV komu í morgunsárið að læstum dyrum þegar þeir vildu sitt morgunkaffi greip annar þeirra til neyðarréttar og braut upp hurðina f einu höggi. Ekki hefur fengist staðfest hvort það er Jónas Kristjánsson eða Mikael Torfason, sem reyndist svo rammur að afli. En það gustar vfðar en íSkaftahlíðinni. Hinu megin við Kringlu- mýrarbrautina skellti Gústav Níelsson, útvarpsmaður á Út- varpi Sögu, á eftir sér hurðinni, nánast í beinni útsendingu eftir að kastaðist í kekki með honum og Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra. Þó Gústav deili ekki skoðunum með öllum er hann vinsæll útvarps- maður og munu allar línurhafa verið rauðglóandi á Sögu eftir að hann gekk út. Kunnugir segja þó ekki loku fyrir það skotið að hann snúi aftur. Pað gekk ekki lítið á í kringum viðtal Þór- hallsGunnarsonarviðJónÓlafssonlKast- Ijósl á dögunum, en tæknileg vandamál frestuðu birtingu þess um sólarhring. Áður en það tókst fór Stöð 2 hins vegar á fullt við að ná viðtali við Jón, sem færðist lengi vel undan, enda búinn að lofa Kastljósmönnum einka- viðtali. Sagt er að þá hafi forráðamenn Stöðvar 2 lagst af fullum þunga á Pál Braga Kristjónsson forleggjara þeirra Jóns og Einars Kárasonar og m.a. hótað því að umfjöllun um bækur Eddu yrði mjög stillt (hóf fyrir jólin ef Jón veitti ekki viðtalið. Það varð úr að lokum og sagði Jón Þórhalli tfðindin, en þar með var Ijóst að (sland í dag á Stöð 2 yrði á undan Kastljósi með viðtalið. Fátt varð um kveðjur og að því er hermt er eftir Jóni lauk Þórhallur simtalinu á orðunum „Farðu þá í þennan þátt, helvítis fífliö þitt."

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.