blaðið - 18.11.2005, Side 22

blaðið - 18.11.2005, Side 22
22 I TÍSKA FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 bla6iö Gull og glamúr i Austurstrœti Gyllti kötturinnfer vel afstað Á dögunum opnaði ný og glæsileg fataverslun í Austurstrætinu sem er sérstaklega skemmtilegt í ljósi þess að lítið hefur verið um rekstur slíkra verslana á þessi svæði til margra ára. Verslunin, sem ber nafnið Gyllti kött- urinn, hóf göngu sína 4. nóvember síðastliðinn og að sögn aðstandenda leggst hún afar vel í landann. Gyllti kötturinn er tveggja hæða verslun á besta stað í bænum sem býður upp á svokölluð „second hand“ föt fyrir karla og konur á öllum aldursskeiðum. Blaðið kíkti í þessa skemmtilegu búð og tók tali þær Ásu Ottesen, annan af tveimur innkaupastjórum verslunarinnar, og Hafdísi Þorleifs- dóttur, eiganda. Þær segja hugmynd- ina hafa lifnað skyndilega við og innan þriggja vikna hafi verið búið að tjalda til öllu sem þurfti. „Mig langaði að opna búð og fá til liðs við mig móðurdætur mínar, þær Ásu og Jónu Ottesen. Eftir að ég hafði tekið ákvörðun með manninum mínum og meðeiganda, Hauki Inga Jónssyni, byrjuðum við á fullu og þá var ekki aftur snúið. Svo bara talaði ég við stelpurnar og þær slógu ekki hendinni á móti þessu,“ segir Hafdís, en þau hjónin, ásamt frænkunum, höfðu í nógu að snúast rétt fyrir opnun með það fyrir augum að gera búðina sem glæsilegasta. Það sem vekur hvað mesta undrun blaða- manns er að búðin er opin á sunnudögum, „ en það er annað jI en segja má um aðrar verslanir í miðbæ Reykjavík- urborgar. Ása og Hafdís segja það mælast afar vel og að nauðsyn- legt sé að hafa eitthvað opið þessa daga. „Það er svo leið- inlegt þegar allt er lokað og bær- inn verður dauður vegna þess að fólk streymir í Kringluna eða Smáralind. Okkur fannst mik- ilvægt að hafa opið á sunnudögum og reyna vekja aðeins upp smá líf hérna. Það virðist líka vera vinsælt enda mikill straumur fólks á sunnudögum til okkar.’ Notuð föt höfða til breiðari hóps enáður Ása, annar inn kaupastjóranna, seg- ist mjög ánægð með móttökur og að allir séu jákvæðir í garð verslunarinnar. J „Þetta hefur eigin- ; lega gengið vonum 2 framarogfariðrosa Z vel af stað. Það er Z mjög skemmtilegt Z að taka þátt í upp- hvað byggingu búðarinnar og ekki skemmir fyrir að það má í raun segja að þetta sé fjölskyldu- fyrirtæki - frænkur og frændar búnir að vera hérna í undir- búningsvinnu og allt voðalega per- sónulegt," segir hún og bætir við að lagt hafi verið upp með persónulega og hlý- lega búð með sál þar sem allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. „Enn sem komið er erum við bara með second hand f ö t , . auk þess sem hér eru h i n a r ý m s u týpur afskarti, beltum og öðrum auka- hlutum. Það stendur hins vegar til að fá inn ný föt og við erum núna að skoða merki sem koma til greina - við viljum helst Ása og Hafdís (sófa verslunarinnar, sem er sérstaklega hafður fyrir þá sem eiga erfitt með að bíða meðan konan mátar... vera með mikið nýtt. Svo ætlum við líka að vera með gamaldags klukkur og síma til sölu og eiginlega bara alls- kyns dót ogþað má segja að við séum opnar fyrir öllu. Það eru nóg af verslunum hérna sem ein- blína bara á second hand föt og því viljum við hafa meiri fjölbreytni og bjóða upp á margt annað með.” Aðspurð segir Ása notuð föt hafa rutt sér til rúms á siðastliðnum árum hér heima og að æ fleiri bætist í hóp þeirra sem klæðist slíkum fötum. „Það er kannski aðallega að hópurinn hefur breikkað - nú nær hópurinn alveg frá yngra fólki upp í það eldra. Áður var hópurinn lokaður og aðallega sérstakar týpur sem notuðu svona föt, en það hefur mikið breyst. Svo er líka mikið um að fólk blandi saman nýju og gömlu. Þó þú sért þessi GK týpa er ekkert því til fyrirstöðu að nota einnig gamlan pels eða eitt- hvað annað samhliða hinu.“ halldora@vbl.is ý komið Luxur.fai 99.................................. Þó þú sért þessi GK týpa þá er ekkert því til fyrirstöðu að nota einnig gamlan peis eða eitthvað annað samhliða hinu.. Grímsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 106| 600 Akureyrl • Sfmi 588 8050, 588 8488, 462 4010 email: smartgina@simnet.is Hárspangir líta dagsins ljós á ný -nýjasta tískan í hárvörum Miðað við stórborgir heimsins í dag má sjá að hárspangirnar eru að ryðja sér til rúms á ný eftir langt hlé. Mörgum þykja spangir í hárið ein- göngu hæfa ungum stúlkum en sú er nú raunin að spangir eru að verða vinsælli með hverjum deginum. Falleg spöng, hvort heldur sem er svört eða í öðrum litum, gerir mikið fyrir heildarútlitið og er skemmtileg brey ting frá þessu hversdagslega. Þar fyrir utan er afar þægilegt að nota spöng í hárið enda dregur hún lokk- ana frá augunum. Það er því ekki úr vegi fyrir konur, ungar sem aldnar, að fjárfesta í einni slíkri og eiga til taks í baðherbergisskápnum þegar þær vilja breyta til. Það er al- gjört lágmark að eiga eina spöng en helst auðvitað fjölbreytilegt úrval lita og stærða. Hægt er að fá spangir í mörgum tískuvöruverslunum, matvöruversl- unum og næsta apóteki á góðu verði.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.