blaðið - 18.11.2005, Page 24

blaðið - 18.11.2005, Page 24
24 I SWYRTIVÖRUR FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaðiö Andoxunar nœturmaski með hvítu tei Róandi nuddmaski með góðum raka A Perfext World næturmaskinn frá Origins er kremaður, róandi nudd- maski sem kemur í veg fyrir SMf SSfiÍllfP skemmdir í húðinni og byggir upp rakann í henni yfir nóttina. Varan inniheldur kraftmikið andoxunar- efni auk ýmissa vítamína og efna sem gera húðina heilbrigðari á stuttum tíma. Maskinn kemur í veg fyrir skemmdir af fríum radi- kölum sem myndast í auknum efna- skiptum í húðinni yfir nóttina. Þá hefur hann róandi áhrif og gefur húðinni samstundis aukinn raka svo hún jafni’sigafþurrki. Maskinn er settur í lóf- ana og nuddaður saman til þess að hita upp kremið. Síðan er honum nuddað með fingurgómunum á húðina og að lokum hreinsaður af með pappírs- þurrku. Gott er að nota rakakrem yfirmaskann og mælt er með notkun hans þrisvar í viku. Húðin verður mjúk, slétt og fær aukinn ljóma. Næturmaskinn er sérstaklega gerðurfyrirbland- aða og þurra húð, þó svo að hann hafi reynst öllum húðgerðum vel. Það er því um að gera að prófa, enda mikil- vægt að sýna húðinni rétta umhirðu á kvöldin áður en haldið er til hvílu. halldora@vbl.is Vertu útitekin í vetur Sólarmeikfrá Helena Rubenstein blómaual bttUamb bramir Þó svo að haustið sé komið langt á leið og veturinn handan horns- ins er ekkert því til fyrirstöðu að reyna eftir fremsta megni að halda húðinni brúnni og fallegri. 1 skammdeginu getur verið sniðugt að nota vörur sem gera andlitið dekkra og gerir okkur frísklegri, enda nóg til af skemmtilegum snyrtivörum sem hafa það að markmið að auka frískleika húð- arinnar og gera okkur brúnni. Helena Rubenstein sendi á dög- unum frá sér skemmtilega nýjung sem gerir konum kleift að vera fal- lega ferskar í framan án þess að liggja í ljósabekkjunum. Umrædd vara er í farðaformi sem borið er á eitt og sér, eða yfir annan farða, en húðin verður brúnni SOLUMENN ÓSKAST og glansandi á náttúrulegan hátt. Þetta er notað eins og m e i k c0/ OB'^' /%P Qfi}r)/pLOA/£ - borið létt á andlitið og dreift vel úr þar til farðinn er orðinn jafn og fallegur. Með þessu móti er viðkom- andi laus við öll skil sem vilja fylgja sumum brúnku- kremum og húðin glansar á náttúrulegan hátt. Sólar- meik þetta fæst í öllum betri snyrtivöruverslunum og er á viðráðanlegu verði. Eitthvað sem allar konur ættu að eiga í skápnum sínum, enda þægi- legt í notkun og hentar flestum sem vilja ná fram auknum lit í andlitinu. Nýtt ilmvatn fyrir karlþjóöina Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum í fulla vinnu. Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum vexti með skemmtilegu fólki. Góðir tekjumögu- leikar fyrir gott fólk. Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur 5' Fágaður og léttur ilmurfyrir hann rá Tommy Hilfiger er nú kominn á markaðinn nýr ilmur fyrir karlmenn, True Star. Söngvarinn Enrique Iglesias, sem prýðir um- búðir ilmsins, hafði mikið með þróunina að gera og lét í Ijós sínar áherslur, sem gerðu það að verkum að varan hefur fengið góðar móttökur. Ilmurinn er létt- kryddaður, með léttum ávaxtakeim og lakkrísilmi sem blandast á töfrandi hátt. Aðaláhersla Iglesias var að ná fram nútímalegum ilmi sem flestir karlmenn gætu notað, bæði hversdags og við fínni tilefni. Eins var lagt upp með að varan væri ekki of þung og því gæti hún hentað þeim sem ekki vilja vera með íburðamik- inn ilm á sér. Þetta er án efa ein af jólagjöf- unum í ár, fyrir unga sem aldna. Góður ilmur sem fer flestum og ekki skemmir fyrir að einn myndarlegasti söngvarinn í dag hafi haft með framleiðsluna að gera. Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.