blaðið - 18.11.2005, Side 32

blaðið - 18.11.2005, Side 32
32 I TRÚMÁL OG HEIMSPEKI FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaðÍA Heimspeki Hómers... Simpson, það er að segja •Tengingin milli teiknimyndahetj- unnar Hómers Simpson og forn- gríska heimspekingsins Aristóte- lesar er óljós í hugum flestra, enda venjan að bendla þann fyrrnefnda frekar við bjórdrykkju, ofát og kjánalæti og þann síðarnefnda við markhyggju og að leggja grunn dyggðasiðfræðinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Engu að síður höndlar inn- gangsgrein hinnar stór skemmtilegu The Simpsons and Philo- sophy - The D’oh! 'of Homer um þessa tvo menn; þar freistar heimspekiprófessorinn Raja Halwani þess að meta Hómer eftir dyggðaboðum Aristóte- lesar. Tekur Rawani margvísleg dæmi úr þáttunum af hegðun Hóm- ers við hinar og þessar aðstæður og kemst að lokum að þeirri nið- urstöðu að þó heimilisfaðir Simp- son-fjölskyldunnar geti ekki undir neinum kringumstæðum talist dyggðugur maður, þá hafi hann til að bera ýmsa eiginleika sem Ar- istóteles hefði vel fellt sig við, ekki síst ríka og djúpa ást á lífinu sjálfu. Bókina um Simpson-fjölskylduna og heimspeki mætti vissulega telja nokkuð akademískt vafasama, enda kannski ekki venjan að byggja lærðar ritgerðir á skrípó. Sá sem drægi þá ályktun væri hins vegar að vanmeta hina mikilsvirku handrits- höf- unda þ á 11 a n n a sem og slag- kraft teiknimynda- fjölskyldunnar í vest- rænni menningu. Flestir sem horft hafa geta vottað að Simpson fjölskyldan fer oft langt frá því að vera venjulegt skrípó og er þess í stað vel skrifuð ádeila á nútíma- þjóðfélag, krydduð margvíslegum menningarlegum vísunum (og um þetta fjallar einmitt ein greinin í bókinni góðu). Heimspekin er svo nær öll þeim kostum p r ý d d að geta höndlað um viðfangsefni í ... heiminum - þegar hún hefur úr eins öflugu efni og sjálfum Hómer Simpson að moða verður útkoman oft stór-glæsileg. Prakkararnir Nietzsche og Bart Bókin, sem tileinkuð er þeim Troy McClure og Lionel Hutz, skiptist í fjóra hluta eftir viðfangsefnum. 1 þeim fyrsta eru meðlimir fjölskyld- unnar teknir fyrir, einn í einu, Hómer er teflt móti Aristótelesi, dótt- irin Lísa er tekin sem dæmi í umfjöllun um um banda- ríska and-vitsmuna- hyggju og Bart borinn saman við annan frægan prakkara, F.W. Nietzsche. Þær Maggie og Marge eru og til umfjöllunar. Annar hlutinn er helgaður hinum ýmsu stefjum sem greina mátt hefur í sagnaheimi Simpson fjölskyldunnar, er þar einna bita- stæðust (fyrir aðdáendur fjölskyld- unnar, í það minnsta) grein Irwin og Lombardo um vísanir þær sem auðga þættina svo ríkulega. í þriðja hlutanum, sem ber hið skemmtilega nafn I didn’t do it: Ethics and the Simpsons, er svo siðaboðskapur þáttanna skoðaður. Fjórði og síð- asti hlutinn gengur svo út á samanburð á þáttunum sjálfum við hina ýmsu heim- spekinga - þar er meðalann- ars bærinn Springfield lesinn Marx- ískum lestri. Allt í allt er The Simpsons and philo- sophy einkar áhugaverð bók sem ætti að falla jafnt áhugafólki um heimspeki sem gallhörðum Simpsons-að- dáendum í geð, enda kappkosta ritstjórarnir að hún sé bæði læsi- og auðskiljanleg. Áhugamönnum um popp-heimspeki skal í lokin bent á önnur rit sem fáanleg eru í sömu seríu, þar er m.a. að finna bæði Sein- feld- og Matrix-heimspeki. haukur@vbl.is sjálfum ým ar Sp Verðlaunabók vikunnar i boði Bókmenntaíélagsins Framfaragoðsögn von Wrights: öflug ádeila á samtímann Verðlaunabókin er ekki af verri endanum í þetta skiptið; af sínum rómaða myndugleik hefur Hið ís- lenska bókmenntafélag fallist á að láta rökspeking vikunnar í té eintak af hinni stórmögnuðu Framfara- goðsögn Finnans Georg Henrik von Wright. Von Wright var einn af fremstu heimspekingum Norður- landa á 20. öld. Var hann lærisveinn goðsagnarinnar Ludwig Wittgen- stein og fékkst lengi vel framan af einkum við rökfræðileg efni - til- heyrði þeim skóla heimspekilegrar hugsunar sem taldi að fræðimaður- inn ætti sem minnst að skipta sér af málefnum umheimsins. A níunda áratugnum hóf hann hinsvegar að skoða hugmyndaheim síns vest- ræna samtíma gagnrýnum augum og komst í kjölfarið að ýmsum nið- urstöðum sem ættu að eiga erindi við alla þá sem trúa því að fram- farir felist einkum í tæknilegum nýjungum á borð við mp3-spilara eða kröftugum hárþurrkum. Von Wright reynir bæði að grafast fyrir um þau öfl í sögulegri fortíð okkar sem hafa stýrt þróuninni fram til okkar tíma, en gagnrýnir einnig trú manna á framfarir í krafti aukinnar þekkingar og tæknikunnáttu og hug- takarugling þar á milli. Auk greinanna 7 er í bókinni stutt heimspekileg ævisaga höfundarins þar sem hann segir frá heimspeki- legum rótum sínum í hinu finnska menntasamfélagi, af kynnum sínum af Wittgenstein og fleiri heimspekinum, auk persónulegri afstöðu sinni til heimspekinnar sjálfrar. Texti von Wrights ber vitni um aga og skarpskyggni en er jafn- framt aðgengilegur hverjum sem er, enda flestar greinarnar ætlaðar til birtingar í finnskum fjölmiðlum. Formála að bókinni skrifar Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur, en þar gerir hún tilraun til að setja skrif von Wrigths í samhengi við evrópska heimspekihefð. haukur@vbl.is Hugvísindaþing haldið í dag Karlmennska t kreppu & siðareglur blaða- manna til umrœðu I dag stendur yfir í aðalbyggingu Háskóla Islands Hugvísindaþing, sem er árviss viðburður á vegum „Hugvísindadeildar" (áður Heim- spekideild), Hugvísindastofnunar, Guðfræðideildar og Guðfræðistofn- unar. Þingið var fyrst haldið árið 1996, en yfirlýstur tilgangur þess er að bera fram fyrir almenning og fræðasamfélagið það helsta í fræð- unum hverju sinni. Mun þetta gert með stuttum fyrirlestrum og mál- stofum. Samanstendur dagskráin af um 80 erindum sem flutt verða í 22 málstofum. Hefst þingið kl. 08:30 og stendur yfir fram til kl. 17:30. Glögglega má sjá á titlum erindanna hversu vítt svið hugvísindin spanna en meðal þess sem fjallað verður um má nefna stöðu þjóðkirkjunnar fyrr og nú, máltöku, orðatiltæki í ýmsum málum, hjónaband og orð- ræðu á 19-öld, Hollywoodsöngleiki, menningu og miðlun, andóf og bók- menntir í Frakklandi, karlmennsku í kreppu, og fleira. Þykir undirrit- uðum sérstök ástæða til þess að vekja athygli á málstofunum „Fjölmiðlar og fagmennska", þar sem þörfin fyrir siðareglur blaðamanna verður rædd í þaula, „Jean-Paul Sartre 1905- 2005“, hvar sá merkismaður verður til umræðu, auk „Konur, trú og túlkun“ þar sem m.a. siðbót Lúthers og Vídalínspostilla eru settar í fem- ínískt samhengi. haukur@vbl.is Rökhornið! Umsjón: Hrafn Ásgeirsson, BA í heimspeki. Lausn síðustu gátu byggðist á því að gera grein fyrir sambandi setning- anna tveggja innan rammans. Gátan sýnir vel dæmi um vanda sem getur hlotist af því þegar setningar segja til um eigið sanngildi eða ann- arra. Skýrara dæmi er vandinn sem hlýst af eftirfarandi setningapari: „Setningin fyrir neðan er sönn.“ „Setningin fyrir ofan er ósönn.“ Fyrsta þverstæða þessarar tegundar (slíkar þverstæður eru gjarnan kall- aðar ,,Lygaraþverstæður“) var líklega sett fram af Forn-Grikkjanum Epimenídesi á sjöttu öld fyrir Krist, en á fjórðu öld fyrir Krist setti samlandi hans, Evbúlídes, fram þverstæðu sem orðið hefur sígild: „Þessi setning er ósönn.“ Stuttar og skýrar lýsingar á ýmsum þverstæður er að finna á vefsíðu MathWorld undir slóðinni http://mathworld.wolfram.com/Paradox. html. Besta svar við gátu síðustu viku átti Sigurjón Hákonarson og er hann því orðinn stoltur eigandi Frelsis Johns Stuart Mill í útgáfu Bók- menntafélagsins. Svar Sigurjóns er svohljóðandi: „Ef báðar setningar innan rammans eru ósannar og setningin sjálf sem segir svo til um er það líka, eru þær annað hvort báðar sannar eða önnur hvor sönn. Þar sem setningin sem segir svo til um að þær séu báðar ósannar og þær eru ekki, er ljóst að hún er ósönn, þar með er sú fyrri sönn, og Guð er til.“ Gáta vikunnar: Maður nokkur var að skoða málaða andlitsmynd. Kona kemur aðvíf- andi og spyr manninn: „Af hverjum er myndin sem þú ert að skoða?“ Hann svarar: „Hópur systkina er enginn, telur núll karla og konur, en faðir þessa manns er föður míns sonur". Af hverjum var myndin sem maðurinn var að skoða? Svör sendist á haukur@vbl.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.