blaðið - 18.11.2005, Side 33

blaðið - 18.11.2005, Side 33
blaðið FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 MATURI 33 Fróðleiksmolar um hveiti Hveitikorn er lifandi Hveiti er eitthvað sem allir vita hvað er og flestir eiga heima hjá sér enda er það mikiivægt hráefni í alls kyns bakstri. En hvað vitum við í raun og veru um hveiti? Hér eru nokkrir fróðleiksmolar. Vissirþú • Að hveiti er misjafnt að gæðum og er yfirleitt flokkað eftir því. • Að hveiti hefur mikið næringargildi. • Að næringarefnin í hveitikorninu eru prótín, fita, kolvetni, trefjar og steinefni eins og kalk, natríum, joð, járn, vitamin Bi og B2, E, og D-vítamín, Fólasín og karótín, sellulosi/tréni og vatn. Að auki er C- vítamíni bætt í hveiti við mölun af tæknilegum ástæðum. • Að hveitimjöl er mjög vel fallið til baksturs. Brauð og kökur úr hveitimjöli geta lyfst meira en úr nokkurri annarri mjöltegund. • Að til eru fjöldamörg afbrigði hveitis. Flest afbrigðin sem nú eru ræktuð tilheyra svokölluðu mjúku hveiti en til hennar er ýmist sáð á haustin (vetrarhveiti) eða vorin (sumarhveiti). • Að hveiti er axargras, hið langa ax hveitisins er myndað úr mörgum smáöxum. I hverju smáaxi eru oftast fleiri blóm en 2, venjulega 4-5 • Að stöngullinn af hveitiplöntunni (hveitihálmurinn), er m.a. notaður í hatta og hafður sem hráefni í pappír. • Að kornrækt hófst fyrir um 10.000 árum. Fyrst i stað var ræktað hveiti °g bygg. Rúgur og hafrar voru í upphafi taldir til illgresis. • Að hveiti, bygg, hafrar og rúgur eru helstu korntegundir sem ræktaðar eru í Mið-Austurlöndum, Evrópu og Norður-Ameriku. Hrisgrjón er helsta korntegundin í Asíu og maís í Suður-Ameríku. í Afríku eru hirsi og sorgum helstu korntegundir. • Að hveiti, hafrar rúgur, bygg og spelti eru korntegundir sem innihalda glúten (forðaprótín í korntegundum). • Að kornvörur samanstanda úr kolvetnum og prótíni. I prótíninu er að finna glútenín og glíadín en það er í raun það síðarnefnda sem veldur glútenóþolinu. Glúten er það efni sem gefur kornmeti loftkennda áferð og eru því glútenfríar(-lausar) vörur þyngri i sér og oft frekar þurrar. Þegar brauðdeig er hnoðað myndast loftbólur sem verða til fyrir tilstuðlan gers. Utan um þessar loftbólur myndast nokkurs konar glútenhimnur sem stífna við baksturinn og brauðið bakast. Eyðileggist glútenið, lyftist brauðið lítið sem ekkert. • Að prótíninnihald hveitis skiptir gífurlega miklu máli uppá baksturseiginleika. Æskilegt prótíninnihald fyrir brauðabakstur er 14%, fyrir kökubakstur 12,5% og fyrir kex 10,5%. • Að hæfilegt rakastig hveitis er 14%. • Að hveitikorn var áður fyrr notað sem mælieining og upphaflega voru skónúmer miðuð við lengd hveitikorns. • Að hveitikornið er enn lifandi þótt það sé þurrkað. Þess vegna andar það og gefur frá sér vatn. • Að hveiti geymist í hámark 12-14 mánuði. • Að best er að geyma hveitið á þurrum og köldum stað, jafnvel frysti ef þú notar það sjaldan. • Að kornvörur hafa yfirleitt langt geymsluþol. • Að kornvörur á að geyma á þurrum, dimmum stað þar sem ekki er of heitt. Mikilvægt er að geyma þær í vel lokuðum pokum eða boxum svo þær taki ekki í sig bragð af öðrum matvælum og til að forðast að í þeim kvikni líf. • Að fitan í kornvörum þránar með tímanum. I grófu korni er yfirleitt meira af fitu en í fínunnu mjöli og þess vegna geymist grófa kornið (t.d. heilhveiti) yfirleitt skemur en fínt mjöl (hvítt hveiti). í höfrum er heldur meira af fitu en í öðrum korntegunum. Þessi fita getur þránað við geymslu. • Að hagkvæmast er að nota alhliða hveiti ef þú bakar sjaldan en hægt er aðfá sérútbúið hveiti íkökubakstur, aðra gerð í brauðbakstur eða brauðvélar o.s.frv. • Að áður en korn er malað eru hreinsuð úr því ýmiss konar óhreinindi sem hafa fylgt því af akrinum t.d. ýmislegt rusl, sand og illgresisfræ. Þessi óhreinindi eru hreinsuð úr korninu fyrst og fremst í sáldum sem hafa mismunandi gatastærð en auk þess er kornið m.a. hreinsað með vindi (í svokölluðum aspiratorum) með sterkum segli til að ná öllu járni burtu. • Að eftir hreinsun er kornið afhýtt, burstað og oft einnig þvegið og þurrkað áður en tekið er til við að mala það. • Að korn er annaðhvort malað í myllukvörnum eða í kurlvélum. • Að úr korni eru gerðar fjölmargar mjöltegundir, jafnvel úr sama korninu eru gerðar mismunandi tegundir. • Að stundum er allt kornið malað í mjöl og ekkert skilið frá. Það kallast heilmalað mjöl eins heilhveitimjöl. • Að í sáldmjöli eða sigtimjöli eru 10% kornsins skilin frá við. mölun. Normalbrauð er dæmi um sigtimjölsbrauð. • Aðviðmölun ferekkert tilspillis - úrgangurinn frá sáldmjölinu og sömuleiðis hýðisleifar eru m.a. notaðar til skepnufóðurs. • Að íslensk rúgbrauð og flatkökur eru gerð úr ósálduðu rúgmjöli. 60 ár frá ár á Hírósíma • é k ■ « t g á r ■ Slmar: 660 4753 • 462 4250 www.tindur.is • tindur®tindur.is LÍFS LOGTNN BJÖRN ÞORLÁKSSON Edita Morris ... frábærlega vel skrifuð örlagasaga ... Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrv. for- maður Samfylkingarinnar las Lífstogann og sagði að lestri ioknum: „Bók Björns er frábærlega vel skrffuð örlagasaga um sálarháska, magnaða hraðskák við Bakkus og endur- heimt lífslogans í gegnum myrkustu örvæntingu. Og hún gerist á Akureyrl.“ Ufsioginn lýsir þremur vikum I lífl menntaskólakennarans Loga. Hann er einn á báti, drykkfelldur og leitar fróunar hjá 17 ára nem- anda slnum. Lífið tekur nýja stefnu þegar grunur kviknar um að ástkonan unga sé ekki bara nemandi hans. Blómin / ánnl er einstaklega óhritamikil ástarsaga sem gerist t skugga borgarrústa. Höfundur er Björn Þorláksson, fréttamaður og rithöfundur. Lífsloginn er persónulegasta verk hans til þessa. Hörmungarnar í Hlróslma áriö 1945 urðu skáldkonunni Edilu Morrís aö yrkisefni I þessari skáldsögu sem Þórarínn Guðnason læknir þýddi, Halldór Laxness skrifar formála þar sem hann segir hvers vegna hann heillaöist af þessari stuttu en áhrifamiklu bók. Nú eru 60 ár llðin frá kjarnorkuárásinni á Híróslma en boi hreyfinga um allan heim eiga enn erlndi við okkur.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.