blaðið - 18.11.2005, Page 36

blaðið - 18.11.2005, Page 36
36 I MENNING FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MaöÍA íslenska óperan frumsýnir ný sviösverk Laugardaginn 19. nóvemberkl. 20.00 og sunnudaginn 20. nóv. kl. 17.00 verða frumsýnd í íslensku Óperunni tvö ný sviðsverk; Von, dansverk eftir Láru Stefánsdóttur, framleitt af Pars Pro Toto og Áróra Bórealis, brot úr nýju verki á gömlum merg, framleitt af Borealis Ensemble. f Von renna saman draumur og veruleiki í myndrænu flæði. Hug- lægar líkamsmyndir, veraldleg tón- list og líðandi kvikmynd, innblásið af orðum Árna Ibsen rithöfundar; ,Sumir deyja af draumum. Þeir steypa sér í þá blindaðir af birtu þeirra. En draumar veita ekki við- nám. Ef dreymandinn veitir ekki viðnám sjálfur fellur hann gegnum drauminn - til dauðs. f draumum er vaka ein held....“ Verkið er borið uppi af sex döns- urum, þeir eru; Saga Sigurðardóttir jpg Hannes Egilsson, ungir dansarar sem um þessar mundir þreifa fyrir sér á erlendum vettvangi, Saga í Hollandi og Hannes í Englandi. Ingibjörg Björnsdóttir og Sverrir Guðjónsson sem bæði eru þekktari af fyrri störfum, Ingibjörg m.a. sem skólastjóri Listdansskóla fslands til margra ára en Sverrir sem söngvari og sérfræðingur í Alexander tækni. Vicente Sancho kemur frá Spáni en hans bakland er úr dansandi heimi látbragðsins. Lára Stefánsdóttir semur verkið en tekur jafnframt ,þátt í flutningi þess, hún hefur und- anfarið ár verið búsett í London og lagt þar stund á dansfræði. Hönnuður kvikmynda í dansverk- inu Von er Kristín Eva Þórhallsdóttir, tónlist er eftir Guðna Franzson en um lýsingu sér Jóhann B. Pálmason. Von, hefur að stórum hluta verið unnin í London undanfarna mán- uði, þar verður hún sýnd í febrúar á næsta ári. Áróra Bórealis - brot úr nýju verki á gömlum merg, verður einnig frum- sýnt í Óperunni samhliða Von. Þetta er hluti af efnisskrá sem fara mun til Japans í lok nóvember, til sýninga í sextán þarlendum borgum. Söng- hópurinn Voces Thules er í farar- broddi en einnig koma fram Marta Halldórsdóttir söngkona, Örn Magn- ússon píanóleikari, fvar Örn Sverr- isson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir dansarar auk Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzsonar. Sönglistin er í forgrunni, íslensk miðaldatónlist en einnig verk eftir Jón Leifs, Guðna og fleiri. Lára hefur samið dansa við kafla í verkinu. Búningar og svið eru verk Elínar Eddur Árnadóttur, en kvikmynd unnin af Aurora Experi- ence. Tunglið er yfirskrift þáttarins sem sýndur verður í Óperunni, með áherslu á trú, stríð og náttúru. ■ Úr verkinu Von eftir Láru Stefánsdóttur sem frumsýnt verður í (slensku óperunni um heigina. hjá Íjrs/rjjiÍTJ Grámann sendir írá sér íjórar bœkur Grámann bókaútgáfa sendir frá sér fjórar athygliverðar skáldsögur fyrir jólin, eina franska, tvær færey- skar og eina sænska. Kallarinn er margverðlaunuð sakamálasaga eftir frönsku skáld- konuna Fred Vargas, sem hefur lengi verið einn vinsælasti glæpa- sagnahöfundur í heimalandi sínu, • og jafnframt fyrsta bókhöfundarins sem kemur út á íslensku. Kallarinn fékk meðal annars lesendaverðlaun franska tlmaritsins ELLE árið 2002 og þýsku glæpasagnaverðlaunin Deutscher Krimipreis 2004. I mars 2005 völdu menntaskólanemar í 12 Evrópulöndum Kallarann bestu bókina. Fred Vargas var tilnefnd til Gull- og silfurrýtingsins 2005, eftirsóttra verðlauna samtaka glæpasagnahöfunda. Kvikmynd eftir Kallaranum er í undirbúningi og mun franski leik- stjórinn Régis Wargnier gera hana. Áformað er að myndin verði frumsýnd 2006. 1 Færeyska 1 barnabókinLeyni- göngin er eftir Jógvan Isaksener sjálfstætt framhald hinnar vinsælu bókar Brennu-vargs- ins sem kom út á ís- lensku I fyrra. Færeyski rithöf- undurinn Oddvor Jo- hansen vann til fyrstu verðlauna í skáldsagna samkeppni Listahátíð- arinnar í Færeyjum 2004 fyrir Sebastíans- hús sem nú kemur fyrir augu íslenskra lesenda. Oddvor Johansen hefur sent frá sér fjölmargar bækur, þar á meðal skáld- söguna „Lívsins Summar“ sem var meðal annars þýdd á dönsku og sænsku. Náunginn í næstu gröf eftir sænsku , skáldkonuna Kat- arinu Mazetti. er grátbrosleg saga úr hversdagslífinu um ástina og erfið- leikana við að fá hana til að ganga upp. Náunginn í næstu gröf naut gífurlegra vinsælda í Sví- þjóð og seldist bókin í tæpri hálfri milljón e i n t a k a . Mynd sem gerð var eftir sögunni naut sömuleiðis mikilla vinsælda meðal kvikmyndahúsagesta. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.