blaðið - 18.11.2005, Síða 42

blaðið - 18.11.2005, Síða 42
I 42 I KVIKMYNDÍR FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaöið Daniel mun alltaf leika Harry Potter Daniel Radcliffe hefur staðfest að hann muni áfram leika galdrastrákinn Harry Potter. Hinn 16 ára piltur mun því leika í öllum myndunum sjö sem gerðar verða. Hann sagði á vefnum imdb.com: „Þetta snýst einungis um það hvort við erum enn að njóta þess að leika í myndunum. Ef okkur finnst það enn skemmtilegt, ( væri heimskulegt að halda ekki áfram. Á meðan ég er að gera aðra hluti á sama tíma held ég að þetta verði fínt. Ég reyni að lesa bækurnar um leið og þær koma út og ekki ímynda mér mig að leika. En staðreyndin er bara sú að þegar ég var að lesa sjöttu bókina, „Harry Potter And The Half-Blood Prince", voru hlutar í henni sem mér fannst rosalegir og ég hugsaði með mér: Vá hvað ég væri til í að leika þetta, því þetta er svo gott efni!“ Harry Potter og Eldbikarinn kemur í kvikmyndahús í Bretlandi á föstudag- inn. Adam Sandler leikur í mynd um 9/11 Adam Sandler og Don Cheadle hafa skrifað undir samning um að leika í bíómynd um n. september. í myndinni sem fær heitið Reign O’er Me mun Sandler leika mann sem týnir allri fjölskyldunni sinni eftir hryðjuverkaárás- ina og kemst aldrei yfir sorg sína. Hann hittir fyrrum herbergisfélaga sinn úr háskóla (Cheadle) sem er orðinn læknir. Hann vill ólmur hjálpa honum að komast yfir missinn og sorgina. Tökur á myndinni munu hefjast snemma á næsta ári. tiM Firti (Scary raovh) ns Sýnd kl. 4,6,8 og 10 bxu BYGGD Á SÓNNUM ATBURDUM THE FXORCISM J-lOf EMIIY ROScJLYX. Sýnd kl. 8 og 10&0 bi u ÞEIR VORU LEIDOIR I GILDRU... NU ÞflRE EINHVER AO GJALDA! iUHBROTH Horku spcnnumynd Ira lcikstiona 7 Fasi, ? Fupious' og "Boyi n thc Hood' LAUGAPÁS BÍÓ FÓR BEINT Á TOPPINN í BAJMDARÍKJUNUM ÞAB SEM KOM FYIUR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM Þll GLTIIRIMYNDAÖ ÞÉR Sýad kL 5:30 SýndkL 6 1 Sýnd kí. 4 isl. Id www.laugarasbio.is „Hjálpum þeim" Árið 1985 tók hópur tónlistarmanna sig saman og söng lagið Hjálpum þeim inn á plötu sem síðar var seld til styrktar bágstöddum í Afríku. Lagið, sem Axel Einarsson og Jó- hann G. Jóhannsson sömdu, seídist í tugum þúsunda eintaka og komu peningarnir sannarlega að góðum notum. Nú hefur borist neyðarkall frá Pakistan í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar. Samhliða viðgengst gleymd neyð í mörgum löndum, hróp sem illa heyrast. Landslið tónlistarmanna hefur svarað þessu kalli. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnar upptökum á nýrri útgáfu í samvinnu við Einar Bárðarson. Margir tóku þátt Margir af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar syngja í endurgerðinni og meðal þeirra eru: Páll Óskar, Birgittu Haukdal, Eivör Pálsdóttir, Diddú, Jónsi úr í svörtum fötum, Selma Björnsdóttir, Hansa, Páll Rós- inkranz, Gunnar Óla, Ragnheiður Gröndal, Matti í Pöpum, Hreimur, Heiða í Unun, Heiða Idol, Davíð Smári, Jón Sigurðsson, Raggi Bjarna, Andrea Gylfa, Heiðar og Halli úr Botnleðju, Hafdís Huld, Bjarni Ara, Nylon, Sigga Beinteins, Regína Ósk, Sverrir Bergmann, Friðrik Ómar, Pétur Örn Guðmundsson, Jakob Frí- mann, Valgeir Guðjóns, Bergsvein BlaöiO/Stemar Hugi Arelíusson, Garðar Cortes yngri og síðast en ekki síst Rúnar Júlíusson, Helgi Björnsson og Bubbi Morthens sem áttu eftirminnilegar spretti í frumgerðinni. Samúel Jón Samúelsson útsetti fyrir blásturssveit Jagúars, Roland Hartwell útsetti strengi fyrir Reykja- vík String Quartett og Þóra Gísla- dóttir útsetti bakraddir. Aðrir sem léku undir voru Friðrik Sturluson, Karl Olgeirsson, Ólafur Hólm, Jó- hann Hjörleifsson, Vignir Snær og Hörður Áskelsson organisti Hall- grímskirkju á orgeli. The White Stripes í Laugardalshöll á sunnudag Jakobínarína hitar upp Hljómsveitin Jakobínarína hitar upp fyrir The White Stripes á tónleikum - þeirra í Laugardalshöll á sunnudag- inn. Hallberg Daði Hallbergsson gítarleikarinn með bleika gítarinn í Jakobínarínu segir það hafa komið á óvart að hafa verið valdir af hljóm- sveitinni White Stripes en þeir voru valdir úr hópi tíu hljómsveita til að hita upp fyrir bandið. „Spennan magnast með degi hverjum" segir hann. „Það hefur margt gerst eftir Airwaives og erum við komnir á samning hjá 12 tónum“. Jakobínarína hefur feng- ið frábæra dóma Jakobínarína, sem fékk mikla at- hygli hjá innlendum og erlendum fjölmiðlum fyrir frækilega frammi- stöðu á Iceland Airwaves hátíðinni í síðasta mánuði, mun spila á sínum langstærstu tónleikum. Jakobín- arína munu á næstu misserum reyna fyrir sér erlendis með tónleika- haldi og mun meðal annars spila á hinni virtu South By Southwest tón- listarhátíð í Austin í Texas. Þess má geta að enn er hægt að kaupa miða á tónleika The White Stripes í Reykja- vík, en uppselt er í stúku. Miðasala fer fram í verslunum Skífunar (Laugavegi, Kringu og Smáralind) og á www.midi.is. Miðaverð er 4.500 krónur auk miðagjalds. MMKMiMfMMVPiaanMPMHU$9MH*aMBaM)aiSBIPRB|£!!& 15.500 á kvikmyndahátíð Októberbíófest lauk formlega í fyrradag og hafa aðstandendur opinberað að viðtökur hafi verið frábærar. Alls sóttu 15.500 manns hátíðina sem gerir hana að ann- arri aðsóknarmestu hátið þessa árs. Fyrr á árinu héldu sömu aðilar stærstu hátíð íslandssögunnar sem fékk 34.000 manns í aðsókn. Sam- anlagt hafa því 49.500 gestir mætt á Iceland Film Festival og telst það væntanlega einhverskonar met. Hér er um fyrsta starfsár fyrirtækisins að ræða og ljóst að þessi kraftmikla byrjun gefur byr undir báða vængi og strax hefur verið hafist handa við að skipuleggja stóra atburði og uppá- komur fyrir næsta ár. Vinsælar mörgæsir Ferðalag keisaramörgæsanna (La Marche De L’empereur) var valin besta mynd hátíðarinnar af gestum hennar. Þúsundir manna gáfu mynd- unum einkunn á netsíðu hennar og þegar öll atkvæði voru talin, voru það mörgæsirnar sem báru sigur af hólmi. Þetta þýðir að Luc Jacquet, sem var einn af gestum hátíðarinnar, er handafi Jökuls II og verður nú haf- ist handa við að koma Jökli í hendur Luc. Þegar Luc var á íslandi tók hann eftir veggspjöldum með Jökli og fannst hann mjög áhugaverður, spurði út í hann og hafði gaman af. Hann verður því væntanlega glaður að eignast sitt eigið eintak. Topp 5 í áhorfendakosningunni: 1. La Maiche De L'empereur 2. Kung Fu Hustle 3. Drabet 4. Aristocrats 5. VocesInocentes Myndin Serenity frumsýnd í kvöld ■MnF Hff' ■'|y4|kk MEl-n I dag verður frumsýnd myndin Ser- enity í Sambíóunum. Myndin kemur frá framleiðendum Firefly, Buffy the Vampire Slayer og Angel. Serenity er vísindatryllir og framtíðarmynd sem byggir á sögu þar sem plánetan Alli- ance ræður ríkjum. Myndin hefur hefur fengið frábæra dóma erlendis í prufusýningum og að mati margra kemur hún á óvart. Myndin er sögð spennandi og býður upp á frumlegan söguþráð. Það er enginn annar en Joss Whedon sem unnið hefur Ósk- ars og Emmyverðlaun fyrir leikstjórn sina sem sem leikstýrir myndinni.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.