blaðið - 19.11.2005, Síða 6

blaðið - 19.11.2005, Síða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö Fjarðarál: Yfir 1200 starfsmenn Yfir 1200 starfsmenn vinna nú við byggingu álvers á Reyðar- firði, þar af eru 980 starfsmenn sem vinna á framkvæmdasvæð- inu sjálfu.Á skrifstofu Fjarð- arálsverkefnisins í Montreal í Kanada vinna síðan um 240 ein- staklingar, aðallega verkfræði- og hönnunarvinnu, en einnig við öflun aðfanga, bókhald og aðra þjónustu. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjarðaráls í gær. Um 31% þeirra sem vinna við framkvæmdina eru Islend- ingar. Búist er við að starfs- menn á framkvæmdasvæðinu á Reyðarfirði verði flestir um 1600 um miðbik næsta árs. Auglýsingadeild 510-3744 bladió Ríkisstjórnin: Eingreiðslan fer til fleiri hópa Ríkistjórnin hefur ákveðið að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og aðilar á atvinnuleysisskrá fái einnig eingreiðslu þá sem aðilar vinnumarkaðarins sömdu um á dögunum. Ákvörðunin var tekin á ríkistjórn- arfundi í gærmorgun. Eingreiðslan, sem nemur 26 þúsund krónum, mun reiknast sem álag á tekjutrygg- ingu. Þeir sem eru á fullum bótum fá fulla greiðslu, en aðrir í hlutfalli við bætur. Árni Magnússon, félagsmála- ráðherra sagði frá þessu á Alþingi í umræðum um málefni atvinnu- lausra. jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar sagðist fagna ákvörðuninni sem hún sagði ljós í myrkri fyrir þessa hópa, því þótt upphæðin væri ekki há, þá gerði hún sitt. Fagna tíðindunum Arnþór Helgason, framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalagsins fagnar ákvörðun ríkistjórnarinnar. „Ör- yrkjabandalagið fagnar svo sannar- lega þessum tíðindum, og bendir jafnframt á að samkvæmt lögum um almennar tryggingar eiga bætur að fylgja almennri launaþróun. Það hefur gerst áður að slíkar ein- greiðslur á vinnumarkaðnum hafi verið látnar ganga til öryrkja og aldraðra, og bandalagið telur mjög jákvætt að stjórnvöld skuli bregðast við með þessum hætti. Þetta sýnir að umræðan í þjóðfélaginu skilar ár- angri og við óskum lífeyrisþegum til hamingju með þetta,“ sagði Arnþór. Borgþór Kjærnested, framkvæmda- stjóri Landssambands eldri borgara sagðist í samtali við Blaðið allt gott hafa um málið að segja. „Menn eru mjög ánægðir með að það sé munað eftir okkur líka. Við höfum verið í því að fara yfir stöðu þessara mála almennt, og við erum í viðræðum við stjórnvöld um stöðu eldri borg- ara sem haldið verður áfram.“ p&f/%, Betri líðan - betra líf Liðverkjaolía og Bað við liðverkjum draga úr stirðleika, bólgum og verkjum í liðum og vöðvum. . _ Þú færö Liðverkjaolíu 'Wf og Bað viðliðverkjum og sölustöðum um Nærandi morgunfrúarolía (30ml) fylgir hverri keyptri flösku (Gildirtíláramóta) -/firi ty&ierbs \/e/t.'i/(ar; tiáf/uru/eyx/r .K/ujrtú)örur' Furuvóllum 5, 600 Akureyrí, sími 462 3028 Hafnarfjörður: Sjálfstæðismenn með prófkjör í dag Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði halda prófkjör sitt í dag, 19. nóvember. Sextán manns gefa kost á sér. Kosið verður um átta efstu sætin á lista flokksins fyrir næstu sveitarstjórn- arkosningar sem fram fara í vor. Þrír af fimm núverandi bæjarfull- trúum gefa ekki kost á sér í prófkjör- inu, en hinir tveir sækjast eftir efsta sætinu. Það eru þau Haraldur Þór Ólason og Valgerður Sigurðardóttir. Á meðal þeirra sem ekki gefa kost á sér er Magnús Gunnarsson, núver- andi oddviti flokksins, og fyrrver- andi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Aðrir frambjóðendur eru: María Kristín Gylfadóttir, MA í stjórnmálafræði, Sólveig Kristjánsdóttir, stjórn- málafræðingur, Skarphéðinn Orri Björnsson, sérfræðingur, Rósa Guð- bjartsdóttir, framkvæmdastjóri, Sig- urlaug Anna Jóhannsdóttir, mark- aðs- og bókhaldsfulltrúi, Valgerður Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Geir Jónsson, mjólkurfræðingur, Bergur Ólafsson, forstöðumaður, Almar Grímsson, lyfjafræðingur, Hallur Helgason, kvikmyndagerðarmaður, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, hús- freyja og varabæjarfulltrúi, Magnús Sigurðsson, verktaki, Halldóra Björk Jónsdóttir, ráðgjafi, Árni Þór Helga- son, arkitekt, Haraldur Þór Ólason, framkvæmdastjóri, og Guðrún Jóns- dóttir, hjúkrunarfræðingur. Búast við góðri þátttöku Þóroddur S.Skaftason, formaður landsmálafélagsins Fram í Hafn- arfirði, segist búast við góðri þátt- Valgerður Sigurðar- Haraldur Þór dóttir Ólason töku í prófkjörinu og gerir hann ráð fyrir að á bilinu 1 - 2000 Hafnfirð- ingar mæti á kjörstað. Kosið er í Víði- staðaskóla milli klukkan 10 - 20 og er öllum flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum sem náð hafa 16 ára aldri á kjördag, heimilt að taka þátt. [ SYNINGA MORGUN CRITIC'S CH0ICE? W0NDERLAND P0CKET 0CEAN AÐEINS ySYNINGAR ÆmEFTIR SUN 20. NÓV. - MIÐ 23. NÓV. Landsbankinn Miðasala í Borgarleikhúsinu s. 568 8000 eða á www.id.is QæK f. * . ■ýí&’- • pu.jf m ’ég'M wM SEKSY kvenmannsúr með svartri eða bleikri skífu. Armbandsólin er úr svörtu/ Ijósu leðri settri Swarovski /~U I I IKJCXl IUOUIII I Cl Ul OVUI tu/ IJUOU ICÍUI I OCLll I OVVCll UVOTu kristöllum sem einfalt er að minnka eða stækka að vld. Utsölustaðir: Jens Krínglunni • Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 ■ Helgí Sigurðsson úrsmiður Skólavörðustíg 3 • Georg Hannah úrsmiður Keflavík ■ Guðmundur B. Hannah úrsmiður Akranesi • Ura- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.