blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
ÓSÝNILEGUR HÓPUR FYRIR
FRAMAN NEFNIÐ Á OKKUR
Félagsmálaráðherra birti í gær skýrslu um heimilislausa einstaklinga
hér á landi. Þar kemur fram að milli 45 og 55 einstaklingar eiga hvergi
höfði sínu að halla í Reykjavík á hverjum tíma. Margir þeirra eiga við
geðræn vandamál að stríða og hrökklast því á götuna, iðulega í kjölfarið á
mikilli áfengis og/eða fíkniefnaneyslu. Þó hægt sé að segja að um fáa einstak-
linga sé að ræða er vandinn engu að síður grafalvarlegur.
I fyrsta lagi hlýtur það að vekja upp spurningar að talað sé um ósýni-
legan hóp í okkar litla samfélagi. Gera má ráð fyrir að flestir sem fara
reglulega um höfuðborgina hafi séð einhvern af þeim ógæfumönnum
sem þarna er rætt um. Það getur því varla verið að þessi hópur sé nánast
ósýnilegur þegar stór hluti almennings hefur hann fyrir augunum dag
hvern. Hinsvegar má segja að þessir einstaklingar séu ósýnilegir þegar
kemur að hinu opinbera kerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi.
Það er erfitt að þurfa að viðurkenna að hjá þessari ríku þjóð séu einstak-
lingar sem eiga hvergi höfði sínu að halla, og svo virðist sem tilhneyg-
ingin sé hjá ráðamönnum, og í raun hjá almenningi öllum, að láta eins
og vandinn sé ekki til staðar.
Fagna verður framtaki félagsmálaráðherra í málinu. Með skýrslu sinni
opnaði hann umræðu um vandann - umræðu sem hefur vart verið til
staðar hér á landi undanfarin misseri. Vegna þessa hefur ekkert verið
gert í vandamáli sem hefur í raun blasað við og menn hafa litið í aðrar
áttir. Erlendis hafa verið farnar leiðir á borð við að opna súpueldhús fyrir
heimilislausa, sem og að koma upp skýlum þar sem einstaklingar sem
eiga í slíkum vanda geta leitað, a.m.k. þegar veður eru hvað verst.
Með því yrði tekið á vandanum sem er til staðar. Hinsvegar þarf nauð-
synlega að taka á vandanum í heild sinni - til að forða sem flestum frá
þeim ömurlegu örlögum að lifa á götunni. Það verður vart gert nema
með heildstæðum aðgerðum, þar sem meðal annars fólki með geðræn
vandamál og áfengisvanda verður tryggð sú meðferð sem það þarf á að
halda. Kannski er þetta vonlaus barátta og einhverjir munu halda því
fram að ávalt verði til ógæfumenn - þeim verði vart við bjargandi. Sú
hugsun má hinsvegar ekki stjórna gerðum okkar og við verðum að snúa
bökum saman. Ef samfélaginu tekst að bjarga einum einstaklingi frá því
að lenda á götunni er stór sigur unninn.
Aug lýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
ASalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á augiýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiflja Morgunblaflsins. Dreifing: Morgunblaðið
öllum vei
P6T PRODUCTS INC
Bieikargróf 15 Rvk • Hafnarstræti 17 Rvk
Hfj Skólabraut 37 Akranesi * Hrannargötu 2 ísafirði
Kaupangur Akureyri • Eyrarvegi 35 Seifossi
JPROFormance
ORMANCE - dýranna vegna
14 I ÁLIT
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö
fl/E ÉG KBÍTi GABRfEL 0& ÆfLA W LE$fi YfíRLÝSiN&V Qvpj:
* WERV JnJ&LlHGAR,. tQr í RWH QEGGT KÚL o& líBb
ob TfNítfST BM /íQÍSLEGT JW VoMMZ Ui W GtFTA SiG-
í KíZKJV PV/ >EilZ tXJU LÍKA &ÖKH &UPS- j—
Neyðarkall til
formanns frá krata
Ég lenti í samkvæmi um daginn þar sem
ég hitti káta krata sem ræddu fjörlega
sín á milli hvort ekki væri rétt að ganga
úr Samfylkingunni og endurreisa Al-
þýðuflokkinn. Þeir voru búnir að koma
auga á formann og varaformann hins
nýja Alþýðuflokks, en ég vil ekki nefna
nöfn kandídatanna af ótta við að skapa
ólgu innan Samfylkingar. Ég var spurð
hvort ég vildi vera með og svaraði eins
og pólitíkus, með loðnu orðalagi sem
skilja mátti á hvaða veg sem er.
Nokkrum kvöldum seinna hringdi
til mín kona og spurði hvort ég vissi til
þess að endurlífga ætti Alþýðuflokkinn.
„Ég var hrifin af þeim flokki en nú á ég
hvergi heima,“ sagði hún og bað mig um
að láta sig vita ef ég frétti af upprisu. Svo
kom að enn einu samkvæminu (þau eru
býsna mörg í nóvember og desember)
og þá hitti ég reffilegan baráttumann
sem hafði gengið í Samfylkinguna til að
styðja Ingibjörg Sólrúnu en var miður
sín vegna þess að hann taldi að hún væri
að færa flokkinn til vinstri. Hann kall-
aði hana kommakellingu. Mér finnst
hann fullbráður en hann er skapmaður
sem er ekki vanur að spara stóru orðin.
Prúðir kratar
Nú vil ég taka fram að ég styð formann
flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir er góður leiðtogi og framúrskarandi
stjórnmálamaður. Hún hefurhins vegar
umsjón með stóru pólitísku heimili og
kannski hefur hún ekki alveg næga yfir-
sýn yfir hópinn. Þarna eru fyrirferðar-
miklir kommar og femíniskar forynjur
sem heimta sitt og prúðir kratar fá ekki
næga athygli. Þeir bíða eftir því að eft-
Kolbrún Bergþórsdóttir
ir þeim sé tekið, eru búnir að bíða lengi
og þótt langlundargeð þeirra sé mikið
munu þeir ekki nenna að bíða mikið
lengur.
Ég er alls ekki þeirrar skoðunar að
rétt sé að kratar kljúfi sig úr Samfylking-
unni til að stofna sinn eigin flokk. Þeir
verða að finna sér samastað innan þe-
irra flokka sem fyrir eru. Um leið hljóta
þeir að spyrja sig að því hjá hvaða flokki
sé að finna kratískar hugsjónir. Jafn dap-
urlegt og það er, þá er ljóst að margir
fyrrum alþýðuflokksmenn finna þær
ekki innan Samfylkingarinnar. Þeir
hljóta þvf að horfa með nokkurri for-
vitni til Sjálfstæðisflokksins og fylgjast
grannt með þróun mála þar á bæ. Ein-
hverjir kunna svo að ganga til liðs við
Framsóknarflokkinn - en það finnst
mér reyndar lýsa fulkominni uppgjöf.
Engin Samfylking án krata
Kannski stendur forystu Samfylkingar-
innar alveg á sama um gömlu kratana
og finnst bara ágætt að þeir skuli leita
sér að öðrum samastað. Ég vona að svo
sé ekki. Forysta Samfylkingarinnar
verður að horfast í augu við vandann og
koma til móts við hægri kratana. Þeir
eiga ekki að fá skilaboðin: „Ef þið eruð
ekki ánægðir þá skulið þið bara fara!“
Krötum flnnst að einmitt þannig tali
forystan til þeirra.
Ég treysti Ingibjörgu Sólrúnu til að
setjast niður, skoða málin og bregðast
við. Alveg eins og kennari gerir þegar
kurr er í bekknum. Það leysir ekki allt-
af vandann að vísa fólki á dy r. Vænlegra
til árangurs er að hlusta á sjónarmið og
virkja fólk til starfa. Það var einmitt það
sem ýmsir kratar héldu að myndi gerast
þegar þeir studdu Ingibjörgu Sólrúnu.
Þess vegna hvíldu þeir sig á hinu ágæta
kjörorði sínu: Jón Baldvin heim! Nú
heyri ég suma þeirra hvísla þessi orð.
Er Jón kannski kominn heim? Ég veit
það ekki en hitt veit ég að Samfylkingin
nær ekki viðunandi árangri án krata.
Höfundur er blaðamaður
Klippt & skoríð
klipptogskorid@vbl.is
Fallbeyglngar kvenmannsnafna hafa
verið mikið í umræðunni sfðustu
daga. Sigurjón Kjartansson gerir
þetta að umtalsefní í DV í gær þar sem hann
bendir á að Mogginn hafi birt um daginn
umfjöllun um llmi Krist-
jánsdóttur, þar sem
sagði „...Stelpurnar með
llm í fararbroddi." Sig-
urjón hneykslast á blaði
allra landsmanna fyrlr að
gera svona klaufaleg mis-
tök, en telur blaðinu þó til tekna að hafa beygt
nafn Silvfu Nóttar á „réttan" hátt, þ.e. „Silvlu
Nætur" sem er raunar rangt Ifka. Eins og sést
nefnilega berlega á nafninu llmur, þá beygjast
eiginnöfn oft á annan hátt en samheiti þeirra
í málinu. Það á elnnig við um nafnið Björt og,
merkilegt nokk, nafnið Nótt.
íkvöldfréttum hljóðvarps
rlkisins varHelgi Hjörvar
sagður„ötull talsmaður
öryrkjaáalþingi"og varþað
Björg f va þingfréttaritari
hljóðvarpsins, sem gafHelga
þessaeinkunn. Erþað nýstefna, að gefaþing-
mönnum einkunnir og kenna þá við einstaka
málaflokka?
Björn Bjarnason A heimasíou sinni, www.biobn.is
Ifreð Þorsteinsson borgarfulltrúl
tilkynnti í gær að hann hyggðist
ekki sækjast
eftir sæti á lista Framsókn-
arflokksins (næstu borgar-
stjórnarkosningum. Það
er varla hægt að segja að
yfirlýsingin komi mjög á
óvart, og hefur legið í loftinu að verið væri að
finna Alfreð viðeigandi stað í kerfinu. Ýmsar
stöður hafa verið nefndar í því sambandi, þar
á meðal stjórnarformennska í Landsvirkjun.
Það kom því ekki mörgum á óvart aö sama
dag og Alfreð tilkynnti um brotthvarf sitt úr
borgarstjórn, skyldi heilbrigðisráðherra skipa
hann sem formann framkvæmdanefndar um
byggingu nýs Landspftala.
Þérerboðiðíafmælið
mitt
,,Égverðsextugur2}.
nóvember. Aðþví tilefni
langar okkur Hallgerði
ogbörninaðbjóðatil
móttöku laugardaginn 19.
nóvemberlHótelStykkis-
hólmi milli klukkan 17.00-19.00."
Sturla Böðvarsson í heimasíðu sinni, www.siuria.is