blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 22
22 I TILVERAN LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö 1111' filvlWWuB I ■■■■ Stytting stúdentsprófs slœm hugdetta 1 fjölmiðlum landans hefur undanfarið borið á umræðum um styttingu stúdentsprófs úr fjórum árum niður í þrjú. Margir virðast hafa á takteinunum hin ýmsu rök til þess að gefa þessari hugmynd byr undir báða vængi og umræður í stjónvarpi hafa verið þó nokkrar. Landssamband sjálfstæðiskvenna og Sam- band ungra sjálfstæðismanna efndu til umræðufundar um þetta málefni á dögunum í Valhöll þar sem rætt var hvort sty tting sem þessi væri til hins betra eða verra. Þar sem ég tala hér sem fulltrúi hinnar ungu kynslóðar vil ég lýsa yfir óbeit minni á þessari hugmynd. Þó svo að hraði þjóð- félagsins sé orðinn ansi mikill og fetun metorðastigans sé í há- vegum höfð er með öllu óþarft að fara í ofanálag að stytta æsku ungmenna hér á landi. Það er einvörðungu til þess að flýta stökki fólks yfir það að komast í fullorðinna manna tölu og þannig ýta undir kapphlaup einstaklinganna í gegnum lífið. Þessi blessuðu fjögur ár sem ungt fólk notar að jafnaði í framhalds- eða mennta- skóla eru afar mikilvægur tími - sér f lagi ef tekið er mið af því að margir hafa á þessum árum ekki enn mótað sér skoðanir um framtíð sína, langanir og draumsýn. Þar fyrir utan hefur flest allt ungt fólk lífið framundan og þar af leiðandi engin ástæða til þess að fara hratt yfir sögu til þess að verða nú örugglega fullorðinn sem fyrst. Þessu til stuðnings vil ég benda á að allmargir hefja nám í framhalds-og mennta- skólum án þess að hafa í raun mikið vit á því kerfi sem þar er boðið upp á. Ungir drengir, sérstaklega, virðast ósjaldan þurfa aðeins lengri tíma til þess að átta sig á gildi stúdentsprófs. Námsráðgjafi einn sem ég þekki vill til að mynda meina að ungir menn séu að meðaltali að átta sig á málavöxtum og markmiðum með skóla- göngunni á 18 ári og fara þá að leggja metnað sinn í öguð og skilvirk vinnubrögð. Það er því að mínu viti ekki góð framvinda ef svo fer að stúdentsprófið verði stytt - gefum fólki frekar kost á því að vera ungt aðeins lengur. Frekar myndi ég þá mælast til að prófið yrði lengt, en látum slíkar yfirlýsingar liggja milli hluta. Einstaklingarnir hafa vaiið í flestum skólum er það nú þannig að miðað er við fjögur ár þó svo að það sé breytilegt eftir hverjum og einum. Sumir eru eilítið lengur að klára stúdent- inn og aðrir kjósa að stytta sér leið. En það er einmitt málið - eins og kerfið er í dag er boðið upp á styttri tíma fyrir þá sem það vilja. I flestum skólum er hægt að fara hraðar yfir námsefnið og svo er auðvitað hægt að nýta sér kost eins og Menntaskólann Hraðbraut ef fólk vill taka þetta á enn styttri tíma. Það er því ekk- ert því til fyrirstöðu að þeir nemendur sem telja sig geta farið hraðar yfir námsefnið geri það. Því ekki bara að halda málum eins og þau eru nú? Ég held ég geti fullyrt að þeir nemendur sem hlaupi fljótar yfir séu í minnihluta og þvi er engin ástæða til að fara að taka tíma af hinum sem þurfa á þessum fjórum árum að halda. Það yrði væntanlega til þess að fleiri myndu detta úr skóla vegna aukins álags og margir kæmu illa undirbúnir til náms í háskólasamfélaginu. Ég legg til að allar hugmyndir um styttingu stúdentsprófs verði látnar lönd og leið hið fyrsta og ungu fólki leyft að vera ungu eins lengi og hægt er. Það er algjör óþarfi að flækja iífið of mikið hjá þeim sem ekki hafa náð 20 ára aldri - úr nógu verður að moða á seinni árum! Halldóra Þorsteinsdóttir Lœturðu líkamsímyndina stjórna lífi þínu? - athugaðu hvortþú sért ofupptekin/n aflíkama þínum Það þarf ekki að líta langt til þess að sjá að ansi miklar kröfur eru gerðar til líkama okkar, þá sérstaklega ef tekið er mið af Hollywood stjörnum og öðrum sem eiga að vera okkur fyrirmynd í daglegu lífi. Líkams- ræktarstöðvar hafa ósjaldan verið eins vinsælar og greinilegt er að allmargir kappkosta við að líta sem best út og vera í góðu líkam- legu formi. Vonandi er flestum um- hugað um eigin heilsu og eðlilega vill fólk líta sem best út en hafa ber þó f huga að auðvelt er að ganga of langt. Til eru dæmi að fólk, ogþá sér- staklega konur, séu það uppteknar af líkama sínum að lítið annað kom- ist að. Oft enda þessi tilvik í tilheyr- andi meðferðum og ófáir hafa verið hætt komnir sökum átraskana og þyngdartaps. Eins og áður sagði er eðlilegt að vilja líta þokkalega út, en línan milli heilbrigðis og hættuástands getur verið ansi þunn. Svaraðu eftirfar- andi spurningum og þú getur kom- ist að raun um hvort þú megir slaka á kröfunum til sjálfs þíns líkamlega séð... í. Ertu yfirleitt t nokkurs konar átaki með það fyrir augum að grenna þig? a) Já, ég passa mig mjög mikið á því hvað ég set ofan í mig og er alltaf að spá í því hvernig Ifkaminn er. b) Það er mjög misjafnt en yfirleitt hef ég ekki of miklar áhyggjur. c) Nei,nei, síður en svo. Ég læt hugsanir um líkamsímyndina ekki skipa mikinn sess í hugarheimi mínum. 2. Eru ákveðnar fœðutegundir sem þú sleppir algerlega að borða vegna þess að þœr eru fitandi? a) Nei, ég borða eiginlega allt sem að kjafti kemur. b) Ég sleppi stundum úr ákveðnum tegundum en leyfi mér nú yfirleitt allt um helgar og við sérstök tilefni. c) Já, það er ansi margt á bannlistanum hjá mér, enda mikilvægt að sniðganga margar af þeim fæðutegundum sem (þoði 3. Líður þér vel í sundi, á strönd eða öðrum vettvangi þar semfólk getur sér þigfáklœdda? a) Nei, ég fer aldrei í sund og reyni eftir fremsta megni að forðast aðstæður þar sem fólk getur séð mig lítið klædda. b) Mér líður alveg ágætlega í sundi - ég geri mér grein fyrir því að það eru auðvitað ekkert allir að horfa á mig og því skyldi ég forðast sundlaugarnar? c) Égferstundumísund, enmérfinnst ekkert sérstaklega þægilegt að vera fá- klædd á meðal margra. 4. Hvað hugsarðu þegar þú rekur augun í auglýsingu með þvengmjórri fyrirsætu eða fylg- ist með tískupöllum heimsins í sjónvarpinu? a) „Úffff hvað þær eru flottar! Ég verð að ná því að líta svona út!" b) „Það væri nú gaman að vera svona en það er víst meira en lítið mál að ná því markmiði og kannski ekki endilega æski- legt." c) „Þetta er bara alls ekki fallegt - guð hvað ég er fegin að vera nú bara eins og ég er!" 5. Veltirðu stœrðunum mikið fyr- ir þér þegar þú verslar föt, þ.e. hvort þú sért örugglega að nota nógu lítið númer? a) Nei, ég hugsa sem minnst um númerin sem slík. Ég kaupi mér bara það sem mér Spine Support Queen (153x203 cm) var 132.680 - nú 98.500 Sissel Orginal Heilsukoddar frá 5.900 Frábær jólagjöf Ljóst eikarrúm náttboröum og King Kc heilsudýnu kr. 235.00C King Koil eru amerískar heilsudýnur í hæsta gæðaflokki. King Koil hafa framleitt hágæða rúr Bandaríkjunum síðan árið 1898 Tilboðsdagar 25% afsláttur af öllum amerískum heilsudýnu Dýnur frá kr. 38.500,- Í....r .n'T'i "r . ■ T:\ T: " Sissel Orginal koddinn styður vel við og kemur þannig í veg fyrir lóréttan þrýsting á háls-liðina. Vegna stöðu höfuðsins á koddanum verður létt teygja á háls- og hryggjarliöum. Koddinn veitir fullkominn stuðning í hverri þeirri stööu sem þú velur þér þegar þú sefur Rekkjan Skipholt35 Sími 5881955 www.rekkjan.is Glcymum ekki í leit okkar sð góðn lífi aðþaficm Uflgæói «5 fá góóen nefn. finnst fallegt í minni eigin stærð - ég reyni ekkert endilega.að vera I minnstu stærðun- um. b) Já, að sjálfsögðu reynir maður að vera í hópi þeirra grennstu og passa í minnstu númerin. Það er ekkert gaman að vera í meðal- eða stórum númerum. c) Auðvitað væri ákjósanlegt að vera í þess- um minni stærðum en ég læt það nú samt ekki mikið á mig fá. ó.Ertu mikið fyrir framan spegilinn? a) Já, oft á dag. b) Oft þegar ég fer eitthvað sérstakt, en það er alls ekkert á hverjum degi. c) Nei, það gerist alls ekki mikið. Allavega ekki til þess að leita eftir umfram fitu eða öðru neikvæðu. 7. Leitarðu mikið eftir fitu- minnsta réttinum á matseðlinum meðan vinir og aðrir sem sitja með þér fá sér eitthvað annað? Ertu yfirleitt sú sem fœr sér hvað minnst á veitingastöðunum? a) Það gerist alveg að ég fái mér salat eða eitthvað annað, en ég leyfi mér nú oft að fá mér eitthvað stærra og meira. b) Ég fæ mér yfirleitt bara það sem ég vil - er lítið að spá í kaloríumagni réttanna sem á matseðlinum eru hverju sinni. Reiknaðu nú út stigin: 1. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 2. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 3. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 4. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 5. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig 6. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 7. a) 2 stig b) 4 stig c) 1 stig 8. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 9. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 10. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 10-18 stig: Þú ert alltof upptekin af eigin líkama og því að vera nógu grönn. Vafalaust ertu áhrifagjörn að eðlisfari og finnst þú þurfa að líta út eins og margar af þeim fyrirmyndum sem við eigum í dag, en þær eru flestar hver annarri grennri. í þínu tilviki er hinsvegar mikilvægt að snúa spilunum við og fara að meta aðra hluti í lífinu fremur en líkamsímyndina. Þú veist það væntanlega sjálf að hug- renningar þínar varðandi líkam- ann taka afar mikið af þínum tíma og fátt annað kemst að. Þú verður að einsetja þér að láta þær kröfiir sem þú gerir til eigin líkama lönd og leið og finna aðra hluti til þess að velta þér upp úr. Leggðu metnað þinn í eitthvað annað en það að vera endilega sú grennsta í vinkonuhópnum eða vera eins og allar þessar fyrirsætur - þegar öllu er á botninn hvolít er það ekki kílóafjöldi sem skiptir máli né um- mál læra, heldur það hver þú ert. c) Já, ég fæ mér alltaf salat eða annað þvíumlíkt. 8. Hversu oft stígurðu á vigtina? a) Ég stíg eiginlega afar sjaldan á vigt, enda finnst mér kílóafjöldi ekki skipta nokkru einasta máli. b) Kannski einu sinni í viku, svona til að fylgjast með gangi mála. c) Ég stíg á vigt að jafnaði tvisvar á dag. 9. Berðu þig mikið saman við vin- konur þínar og aðrar sem í kring- um þigeru t vinnunni, skólanum eða við aðrar aðstœður? a) Já, ég geri það mjög oft. b) Nei, ég sé enga ástæðu til að bera mig saman við aðra. Ég er fín eins og ég er. c) Það gerist stundum, en afar sjaldan. 10. Seturðu þér ströng markmið hvað þyngdartap varðar? a) Nei, að mínu mati skipta kílóin minnstu máli. Ef ég er ánægð þegar ég horfi í spegil þá get ég verið sátt án þess að spá I vigt- ina. b) Það er þá aðallega eftir jól, sumarfrí og annað þegar mikið hefur verið borðað og maður þarf að ná sér niður aftur. c) Já, ég er alltaf með ákveðin markmið I huga og reyni eftir fremsta megni að stand- ast þau. 19-30 stig: Ætli þú sért ekki eins og stór partur kvenna í dag. Allar viljum við líta vel út og flestar spá að einhverju leyti í líkamann. Auðvitað er það gott og gilt en varhugavert getur verið að missa sig í þessu. Lífið er alltof gott til þess að neita sér um eitt og annað bara vegna þess að við vdjum ekki fitna. Ef þú spáir vel í það kemstu að raun um að kílóafjöldi ræður engum úrslitum þegar kemur að vel- gengni í lífinu og það að hugsa mikið um megranir hvers konar veitir okkur litía sem enga gleði. 31-40 stig: Þú stendur afar vel að vígi og hefur að öllum líkindum sloppið við þá miklu væðingu sem heftir verið í tengslum við líkamsímynd fólks. Haltu áfram á þessari braut og Ufðu lífinu á öðrum forsendum en þeim að velta fyrir þér mat og því sem þú borðar. Það er ekkert betra en að lifa hraustu lífi, áhyggju- laus, án þess að neita sér um allt. Auðvitað er heilbrigði mikilvægt og hreyfing nauðsynleg, en allt annað er að mörgu leyti óþarft. Haltu áfram á þessari braut og lærðu að njóta þess góða í lífinu, laus við aUar þessar miklu kröfur sem gerðar eru til útlits kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.