blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 48

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 48
48 I AFPREYING LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 bladiö Öðruvísi pakkar Það er komið að aðalvertíð verslunarmanna sem kepp- ast um að benda hinum varnarlausu neytendum á hvað sé heppilegasti hlutur- inn til að gefa náunganum. Sumir vinahópar eiga það til að gefa „öðruvísi" gjafir og þá eru þessar tilvaldar. irl Fyrir bankastjórana Bankastjórar þurfa Ifka aö fá pakka eins og aðrir og því er kjörið að þeir gefi hver öðrum eitt stykki Volkswagen. I nýrri Ifnu frá þýska bílaframleiðandanum sem kynnt var á bilasýningu nýlega er boðið upp á bfla sem tengja iPodinn við hljóm- tæki bílsins og í aftursætinu er PSP tölva f hvoru sætisbaki fyrir krakkana. http://www.vwvortex.com. Smitsjúkdóma nærbuxur Hvar annars staðar en í Bandaríkjunum dettur fólki í hug aö taka myndir af þekkt- um veirum og sýklum og smella þeim á fatnað sem síðan á að selja sem tísku- vöru? Infectious Awareables býr til nær- buxur, bindi, trefla og fleiri flíkur sem eru skreyttar með sjúkdómum og almennri vesöld. T.d. má finna nærbuxur sem HIV veiran prýðir og bindi með Karíus og Bakt- us. http://www.iawareables.com. Ooþ Pee&Poo Fyrst kynnum við til leiks vinina Pee & Poo sem eru af sænskum uppruna. Þessi gullliti dropi og brúni vinur hans eru að gera það gott úti í hinum stóra heimi og er nú, fyrir utan brúðumar sem hér sjást, hægt að fá stuttermaboli, nærbuxur og sokka með þeim félögunum áprentuðum. www.peeandpoo.com. ■ SuDoku Su Doku á síðu 42 Á laugardögum birtir Blaðið enn veglegri Su Doku talna- þraut en aðra daga vikunnar. Þetta er gert vegna gífurlegra vinsælda þessarar dægradvalar. Ásamt hinni hefðbundnu Su Doku þraut bjóðum við einnig upp á flóknari Sam- urai Su Doku í samstarfi við 109 Su Doku. Lausnir birtast hér á mánudaginn. Úr leikjum í leiktæki Litið er á manninn sem hannaði Katamari leikina sem rokk- stjörnu í heimalandi hans, Japan. Hann segist þó ekki sjá fyrir sér langtímaferil í gerð tölvuleikja heldur vill hann hanna leikvefli í framtíðinni. „Eftir tíu ár verð ég hættur að búa til tölvuleiki“, segir Keita Takahashi.„Mig langar að búa til leikvelh fyrir börn. Venjulegur leikvöllur er flatur en ég vil breyta því, búa til hóla og hæðir.“ Takahashi trúir því nefnilega að börn eigi að nýta tíma sinn í raunveru- leikanum en ekki í hinum tilbúna heimi tölvuleikjanna. Takahashi vildi ekki gera ff amhaldsleik eftir góðar viðtökur fyrsta Katamari leiksins, Katamari Damacy. Hins vegar lét haxm til leiðast þegar Namco, ffamleiðandi leikjanna, sagði að annars yrði haldið áfram án hans. „Ég vildi ekki að spilarar yrðu fyrir von- brigðum svo ég ákvað að vera með. Leikurinn er skemmti- legur að miklu leyti en það er margt gallað í honum lflca.“ Takahashi er ósáttur við margt f tölvuleikjageiranum. Hann segir ffamleiðendur tala um að vilja laða að nýja spilara en vilja samt sem áður eldd fjárfesta í nýjum og ferskum hug- myndum. „Framleiðendur vilja finna upp á nýjum og skemmti- legum leikjum en hugmyndir eru dæmdar eftir því hversu söluvænar þær eru. 1 raun ráða markaðsöflin öllu í þessum geira.“ Hann segist einnig skammast sln fyrir það hversu mikið sé rætt um að næstu kynslóðir leikjatölva muni gera leiki enn raun- verulegri. Honum finnst að ffekar eigi að nýta afl vélanna Katamari: Kökur og kebab, sláttuvélar og ljósastaurar, sund- og glímukappar, grofur og vindmyllur, gíraffar og risaeðlur, parísarhjól og skemmtiferðaskip. Varið ykkur því prinsinn er að koma og hann mun pakka ykkur saman í einn stóran Katamari. í hinum stórfurðulegu Katamari tölvuleikjum hef- ur Konungur alls himingeimsins beðið prinsinn um aðstoð. Leikmenn spila hlutverk prinsins en það er - eins furðulega og það hljómar - að rúlla upp öllu lauslegu í stóra kúlu sem kallast katamari. Leikirnir voru upphafið að Katamariæði í Japan og hefur verið að vinna sig vestur á bóginn und- anfarið ár. Tónlistin í leiknum er einhvers konar tölvuleikjapopp með japönskum áhrifum og er hún í raun alveg jafnfurðuleg og æðísleg og leikurinn sjálfur. í væntanlegri PSP útgáfu af Katamari ákveður Konungur alls himingeimsins að fara í frí. Það þýð- ir samt sem áður ekki að prinsinn fái frí. Konung- urinn hefur nefnilega beðið hann að búa til Kata- mari eyjar fyrir heimilislaus dýr. Manngæska og gleði er því lykilatriði í leikjunum. Katamari eru líklega jafnvinsælir leikir og raun ber vitni þar sem þeir eru andstæður flestra leikja sem vinsælir eru nú til dags. Þeir eru litríkir en ekki gráir, persónurnar eru mjög óraunverulegar og ýktar og leikurinn gengur engan veginn út á ofbeldi. mvmwrnm Z E D R U S persneskar mottur / húsgögn / gjafavörur H!n)«irsmcír«i II S. 514 2288 ■ Sýning Sexpo í Singpo Singapore er staður þekktur fyrir margt annað en afslappaða löggjöf. Það kemur því á óvart að leyfi hafi verið gefið fyrir sýningu sem kallast Sexpo og gengur út á að kynna kyn- heilbrigði fyrir gestum. Þó verða ekki einungis fyrirlestrar á sýningunni heldur verður líka boðið upp á erótísk- an dans, kynningar á ýmsum leiktækj- um og kynlífsvæn húsgögn - hvað svosemþaðnúer. Lögregla og ritskoðunaryfirvöld eru þó á tánum meðan á sýningunni stendur. Lögreglan ætlar að passa upp á að allt fari fram samkvæmt vel- sæmislögum og sérstaklega verður athugað hvernig hjálpartækjum verð- ur stillt upp m.t.t. banns um víbratora. Þá munu menn frá ríkinu ganga úr skugga um að samkynhneigð verði ör- ugglega ekki kynnt á nokkurn hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.