blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 54

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 54
541 FÓLK LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaðiö PAÐ ER MAÐUR PARNAINNI Smáborgaranum finnst jafn þægilegt og næsta manni að setjast inn í bílinn sinn á köldum vetrarmorgnum, í stað þess að þurfa að norpa við Hlemm og bíða eftir strætó með menntaskólakrökkunum. Einkabíllinn gefur Smáborgaranum þá tilfinningu að hann hafi ríka stjórn yfir lífi sínu; „ég legg bara af stað þegar mér hentar og fer sko ekki eftir neinni stunda- töflu eins og smákrakki," gæti verið við- kvæðið. Svo má í bílnum hlusta á góða tónlist, drekka kaffi, jafnvel nota tímann og hringja í vini og kunningja eigi maður þartilgerðan bílhringibúnað. Það er margt þægilegt við að eiga einkabíl og fyrir tilvist þeirra geta smá- borgarar heimsins verið ævinlega þakk- látir. Þakklæti, hinsvegar, virðist yfirleitt ekki vera ofarlega á baugi (umferðinni. Það er voða vinsælt að flauta á þá öku- menn sem falla af einhverjum ástæðum flautandanum illa eða ekki í geð. Svo má steyta hnefann reiðilega, nú eða gefa gamla góða fokkmerkið. Fólk sem er að keyra er kannski oft orðið seint, búið að leita lengi að bflastæði og pirrað við stjórnmálamanninn sem er í útvarpinu. Guð má vita að þessi tiltekni Smáborg- ari hefur upplifað allar af ofantöldum kenndum við stýrið... og fleiri! Hann skilur samt ekki alla þessa reiði. Fólk kemur ekki svona fram hvert við annað úti á götu, nema kannski þegar það er fullt. Sá sem rekst utan (vegfar- endur á labbi niður Laugaveginn getur yfirleitt ekki átt von á dónalegum upp- hrópunum eða bendingum. Venjan er að biðjast afsökunar og halda sína leið. Þetta á við á fleiri stöðum þar sem fólk kemur saman. Smáborgaranum dettur f hug að bflaillskan stafi kannski fyrst og fremst af samskipta- og samhengisleysi. Misskilningi. Sá sem sest bakvið stýrið gerir oft ekki greinarmun á ökutæki og manneskjunni f því. Það er allt annað að öskra af reiði á rauðan Audi en rauð- hærða Auði. Svo dæmi sé tekið. Því ætti að hafa hugfast að bakvið öll stýri sitja (vonandi) manneskjur, manneskjur með tilfinningar. Það er samt í lagi að flauta ef manneskjurnar eru með stæla eða keyra eins og fávitar, sko. HVAÐ FINNSTÞÉR? Birgir Guðmundsson, lektor við Háskólann á Akureyri. Hvað finnst þér um NFS? „Byrjunin lofar góðu. Ég er sérstaklega forvitinn með að sjá hvernig hún kemur til með að virka þessi fréttaveita hjá þeim. Þessi hugmynd um að láta sérstakt teymi sjá um fréttir líðandi stundar, og gefa þá hinum meira svigrúm til þess að fara dýpra í önnur mál. Ég held að sú hugmyndafræði geti virkað, en hinsvegar bíður maður eftir útfærslunni. Settið er huggulegt og vel útlítandi, en manni virðist það nokkuð þröngt og gefa lítið svigrúm. Mér finnst grunnhugmyndin sem liggur að baki spennandi, og það verður forvitnilegt að sjá hvort hún gangi upp á lslandi.“ HEYRST HEFUR. Stökustund í umsjón Péturs Stefánssonar Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd botnar svo úr verður frumaukrímuð víxlhenda: Elskum landsins móðurmál meðan blóðið rennur. Gullvceg andans gróðurnál glceðir Ijóðasennur. Bragi botnar undir sama hætti: Kyndum andans óðarbál uns aðglóðin brennur. Marteinn Friðriksson undir sama hætti: / cettarbandsins óðarsál, ennþá glóðin brennur. Jón Hjörleifur Jónsson: Eldum óð ogstuðlastál uns stefja tróðið brennur V.L.: Látum hljóða aflífi ogsál lcegnar óðsins sennur. Sveinn Auðunsson í Reykjavík: Heilbrigða þá höfum sál, þá haldast beittar tennur. Ingólfur Ómar Ármannsson: Stakan glettin gleður sál, glatt á vörum brennur. Bragi botnar: Gleðin færirfrið og ró, fegurð nærir hug ogsinni. Allra kærast er mérþó ástin tær á konu minni. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd: Mest til æru eru þó öll hin kæru vinaminni. Marteinn Friðriksson: Golan bærir báru á sjó, bata færir sálu minni. Jón Hjörleifur Jónsson: Ávallt bærir unaðsfró, ástin kær í vitund minni. Sveinn Auðunsson í Reykjavík: Slær á læri, lend ogþjó, Ijóskan ær afgráglettninni. Magnús Hagalínsson botnar svo úr verður mishenda: Þegar blómabeðið gró bregður Ijóma’á rósakynni. Jónas Frímannsson: Blaðið kæra besta þó, bögufær að þessu sinni. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd yrkir: Fóru tveir ífjarlægt stríð fullir refsiglóðar. Drógu með sér land og lýð langtfrá vilja þjóðar. Rúnar heldur áfram: Dabbi reið á dökkumjó, Dóri í lægri setu. Rósinante og Rúsíó reiðskjótarnir hétu. Marteinn Friðriksson yrkir: Lipurt rím er Ijóða skart, lagað stuðlum sinum. Sendi íBlaðið seinnipart, svona aðgamni mínu. Áfram yrkir Marteinn: Veðurspáin varla traust, veðrið stirnað getur. Umhleypingar eru í haust. “Yfir tilþín Pétur”. Jón Hjörleifur Jónsson yrkir um erlendar slettur í málinu: Erlendgrein skal aldrei nein. Ætíð bein sé ræða. Tungan hreina málfars mein megnar ein aðgræða. V.L. yrkir: Eyjar stá í aftan þeynum, andar lá við kletta ogsker. Ofursmáa upp að hleinum aldan bláa veltirsér. Sigrún Haraldsdóttir yrkir Þú sem hefurfráan fót ogfjölbreytt lundafar, lýsireins oggullið grjót ígötu ævinnar. Búi orti fyrir margt lögnu síðan: Mörg er tíðin mæðufull, mig ogfleiri vantargull. Eina fæðið súpusull og soðinn fiskur. Þetta er bull. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd slær botn í þáttinn að þessu sinni: Kveðskaparhefðin er rík og römm, þar rofni ei iðkunartími. En hafiþeir alla tíð allra skömm sem afneita stuðlum og rími. Fyrripartar: Ot á lífið oft égfer ölvaður afgleði. Þá er leystur vinnu vandinn, væntanlega eflast kjör. V.L. sendir þennan: Lengjast nætur, lækkarsól, lífið mætir raunum sínum. Botnar, vísur og fyrripartar sendist til: stokustund@vbl.is Sjálfs höndin holla, Guð eða markaðurinn Guði sé lof fyrir vaxtahækkunina segir sjávarútvegsráðherra í grein á bb.is um hækkun Landsbankans á íbúðarlánum. Hann lítur sem sagt þannig á að ekki sé um markaðslög- mál að ræða heldur guðlega forsjá enda situr hann í ríkisstjórninni og er búin að átta sig á takmörkun valda sinna. Hann segir nefnilega líka „Eðlilegast er að íbúðalána- sjóður fylgi núna strax í kjölfarið og hækki sína vexti“. Fram til þessa hafa menn haldið að sá sjóður væri undirstofnun ráðuneytis og því hefði ríkisstjórnin það nokk á valdi sínu að taka þátt i að lagfæra efnahagsástandið með því að beita honum ef . . . En nei, þar virðist hið yfirskilvitlega líka að verki og einungis hægt að setja fram frómar óskir. Svanfríður Jónasdóttir á http://www.jafnadarmenn. is/svanfridur/ Skuggabörn Horfði á myndina Skuggabörn í sjónvarpinu i gærkvöldi með u ára dóttur minni. Myndin hafði djúp- stæð áhrif á hana enda sýnir hún vel þvílíkt hörmungarlíf margir unglingar hafa kallað yfir sig og fjöl- skyldu sína með vímuefnaneyslu. Hún vildi helst banna allt dóp og þvínæst útrýma því af yfirborði jarðar. Því miður hefur það ekki tekist í okkar samfélagi þrátt fyrir öll stríðin sem hafa verið háð gegn fíkniefnum. Spurning hvort það sé yfirhöfuð hægt? Kannski væri væn- legra til árangurs að lögleyfa sumt af þessu og beina öllum kröftum í forvarnir í staðinn? Ég veit það ekki. Þegar ég var í grunnskóla hér í eina tíð var helsta forvörnin sú að í skólann til okkar kom einhver óg- urlegur töffari, sem einu sinni hafði verið í ruglinu, og hvatti okkur til að gera ekki eins og hann. Samt vildum við öll verða töff eins og hann. Þá er held ég betra að sýna bara nakinn viðbjóðinn eins og gert er í Skuggabörnum. Eiríkur Bergman á http://www. eirikurbergmann.hexia.net/ eftir Jim Unger Nýja fréttastöðin NFS fer misjafnlega í fólk, að minnsta kosti þá sem á annað borð ná henni. Ljóst er að rauði liturinn sem ræður ríkjum er fenginn af láni hjá BBC og er það vel, enda sjónvarpsvænn litur. Þularborðin eru ekki meira en þokkaleg og bak- grunnslitir eru helst til skærir - hætt við að margir fái leið á þeim fljótlega. Aðaláhyggju- efni þeirra NFS manna hlýtur þó að verða efnið sjálft - það var ljóst strax á fyrsta degi að það var heldur fátt að tala um í útsendingu sem stendur meiri- hluta sólarhringsins. Annars verður að hrósa NFS fyrir það hversu litlir tækniörðugleikar voru á fyrsta degi. Það er meira en að segja það að flytja allan tæknibúnað milli bæjarhluta og sjá til þess að hljóð og mynd skili sér. Indverj- inn sem g e r ð i garðinn frægan á f y r s t u dögum Stöðvar 2 var ekki á staðnum - en hann starfaði hjá Sony í Danmörku síðast þegar fréttist - enn með vefjahött- inn og örugglega tilbúinn til að tengja víra uppi á Islandi ef með þarf. Pað eru margir þeirrar skoð- unar að það vanti metsölu- bækurnarþessa jólavertíð. Telja má víst að bók Arnaldar Indr- iðasonar verði söluhæst, en jafn- vel hún hefur f e n g i ð misjafna d ó m a . Að öðru leyti rikir ákveðin flat- neskja. Út- gefendur Jóns- bókar hafa gert sér vonir um að hún seljist í um ío þúsund ein- tökum, en efnið þykir höfða til of þröngs markhóps til að það markmið sé raunhæft. Þriðja tákn Yrsu Sigurðardóttur, sem búið er að selja til ótal landa, er stórt spurningamerki en al- mennt eru menn þeirrar skoð- unar að salan muni dreifast nokkuð jafnt á milli margra titla um jólin. B1 a ð a - manna- félagið und- irbýr sig nú að fullu fyrir mögu- lega verk- fallsboðun en lítið hefur miðað á samn- ingafundum með Samtökum atvinnulífsins. Hugmyndin mun jafnvel vera sú að boða til verkfalls fyrir jól, enda yrði það þeim miðlum sem eru innan samtakanna dýrkeypt. Þar er fyrst og fremst um að ræða alla miðla 365 og svo Morgunblaðið. Jólamánuðurinn er tekju- hæsti mánuður allra fjölmiðla þannig að ef eitthvað fær menn til að setjast að samningaborð- inu og skrifa undri samninga þá er það þetta. Ég þurfti að falda buxurnar soldið mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.