blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 2
2 I INWLEWDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaóiö SUSHI T R H I n OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Fl Group: Langbesta afkoma í sögu félagsins FL Group birti í gær níu mánaða uppgjör sitt. Hagn- aður félagsins fyrir skatta nam 8 milljörðum og var hagnaður eftir skatta 6,6 milljarðar. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn aðeins 2,8 milljarðar eftir skatta. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir afkomuna vera þá langbestu í sögu félagsins. Hann segir hana endurspegla árangurinn af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á starfseminni á undanförnum misserum. „Þessi góða afkoma byggist að stórum hluta á gengishagnaði, en afkoma rekstrarfélaganna var einnig góð og í samræmi við væntingar. Sá árangur er vel viðunandi í ljósi þess að eldsneytisverð hefur verið mjög hátt og gengi íslensku krónunnar óhagstætt.“ Breytingar á efnahagsreikningi f lok tímabilsins námu heildar- eignir samstæðunnar um 70 milljörðum króna. Það þýðir að frá áramótum hafa eignir fyrirtækisins aukist um 27 milljarða króna. Stærstan hluta þeirrar aukningar, eða 11,2 milljarða má rekja til fyr- irframgreiðslna vegna kaupa á fimmtán Boeing 737-800 vélum. Því er gert ráð fyrir að fyrirframgreiðslurnar fari út af efnahagsreikningi félags- ins við afhendingu vélanna á næstu tveimur árum. Grund- vallarbreytingar hafa verið gerðar á rekstri félagsins eftir að þriðja ársfjórðungi lauk. Skipulagi hefur verið breytt, skrifað var undir kaupsamn- ing á Sterling og hlutafé var rúmlega tvöfaldað í hluta- fjárútboði. Útboðið leiddi til þess að FL Group varð eitt stærsta félagið í Kauphöll- inni og fjárhagslegir burðir þess hafa styrkst til muna. Samruni Sagafilm og365 Ijósvakamiðla: Hefur skaðleg áhrif á samkeppni - segir Samkeppnisstofnun sem samþykkir samrunann með fjölmörgum fyrirvörum. Fyrirtækið 365 ljósvakamiðlar keypti allt hlutafé í Sagafilm í júlí á þessu ári. Samkeppniseftirlitið sá f framhaldi ástæðu til rannsóknar á „samkeppnislegum áhrifum samrunans“ eins og segir í skýrslu eftirlitsins sem birtist í vikunni. I áliti eftirlitsins segir að fyrirtækin tvö séu markaðsráðandi á þeim mörkuðum sem þau starfa á, sem og að samruninn takmarki mjög möguleika keppinauta Sagafilm á að selja 365 efni. Ennfremur standi aðrar sjónvarpsstöðvar eftir með takmarkaðan möguleika á að láta framleiða fyrir sig sjónvarpsefni. í skýslu eftirlitsins kemur fram að það samþykkir samrunann, en með fjölmörgum fyrirvurum. Tryggja þarf trúnað Meðal fyrivara er að hvorki stjórn- armenn og starfsmenn 365 ljós- vakamiðla né eigendur að meira en 1% hlut í 365 ljósvakamiðlum eða tengdum fyrirtækjum mega sitja í stjórn Sagafilm. Ennfremur ber að tryggja að upplýsingar um verkefni Sagafilm berist ekki yfir til 365. Þar er sérstaklega tekið fram að ekki sé heimilt að gefa upplýsingar milli fyrirtækja um hvaða verkefni sé unnið að. Starfs- mönnum beggja fyrirtækja er þvi gert að skrifa undir sérstaka yfir- lýsingu um þagnarskyldu. Tekið er fram að þrátt fyrir að stórir að- ilar njóti eðli málsins samkvæmt góðra kjara verði að tryggja að kjör 365 verði ekki of góð, og einnig er Sagafilm óheimilt að synja öðrum viðskiptavinum um þjónustu, né að láta 365 njóta nokkurs forgangs um framleiðslu. Að lokum er 365 algerlega óheimilt að gera þá kröfu til auglýsenda að þeir beini viðskiptum sínum um gerð auglýs- ingaefnis til Sagafilm samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Umskipti í stjórn Eins og fyrr segir eru settar nokkuð strangar skorður fyrir því hverjir mega vera í stjórn Sagafilm í framtíðinni. Þrír einstaklingar skipa stjórnina í dag, en þau eru Þórdís J. Sigurðardóttir, Baltasar Kormákur og Árni Hauksson. Þórdís er stjórnarformaður Dags- brúnar, Árni situr þar í stjórn og Baltasar situr í stjórn 365 Ijósvaka- miðla. Að sögn Kristjáns M. Grét- arssonar, forstjóra Sagafilm þýðir úrskurðurinn að Þórdís og Árni fara úr stjórn, en Baltasar mun sitja í henni áfram. Hvað úrskurð- inn varðar segir Kristján: „Við reiknuðum með þessari nið- urstöðu og erum búnir að haga okkur samkvæmt því undanfarið. Þetta er ekkert áfall - langt í frá. 1 staðinn verður það til þess að fyrirtækið verður sjálfstæðara en áður, sem var alltaf markmið hjá okkur“ segir Kristján. Hann segir ennfremur að hann geri ekki ráð fyrir að úrskurðinum verði áfrýjað, en það mál sé engu að síður í skoðun. ■ Heimilislausir: 45 - 55 manns á götunni í Reykjavík Samráðshópur sem félagsmálaráð- herra skipaði til að kanna stöðu heimilislausra leiðir í ljós að heim- ilislausir einstaklingar í Reykjavík eru á bilinu 45 - 55 á hverjum tíma. I skýrslunni kemur fram að einkenni hópsins séu fremur skýr. Flestir eru karlmenn milli þrítugs og fimmtugs, þeir eru einhleypir og margir eru einstæðingar. Flestir eru þeir öryr- kjar og búa á götunni, í gistiskýlum eða eru inni á meðferðarstofnunum. 1 skýrslunni eru settar fram tillögur til úrbóta. Lagt er til að stofnuð verði tvö heimili fyrir átta húsnæð- islausa einstaklinga, hvort með sér- hæfðri, öflugri félags- og heilbrigð- isþjónustu. Gert ef ráð fyrir að ríki og borg skipti með sépkostnaði við reksturinn en hann er talinn nema um 25 - 30 milljónum á ári hverju fyrir eitt heimili. íbúar eiga svo sjálfir að greiða fyrir uppihald með föstum greiðslum af örorkubótum 1 sínum. Stefnt skuli að því að taka fyrra heimilið í notkun á næsta ári. Að því gefnu að reksturinn gangi vel skal stofna annað heimili að ári liðnu. Hægt farið í sakirnar Félagsmálaráðherra tók undir til- lögur nefndarinnar á Alþingi í gær og segist ræðubúinn að ganga til samninga við borgaryfirvöld um rekstur heimilanna. Árni sagði að þeir sextán einstaklingar sem munu fá inni á þessum heimilum verði þeir sem eru með langvarandi geð- röskun. Árni segir þann hóp telja um 30 - 35 manns. Hann sagðist einnig vonast til að aukin samvinna milli manna um þessi mál muni leiða til að fleiri lausnir finnist fyrir þá sem ekki komast að á þessum heimilum. Jóhanna Sigurðardóttir, sem hóf umræðuna um þessi mál á þinginu í gær sagðist gleðjast yfir því að lausn væri í sjónmáli fyrir nokkra þessara einstaklinga. „Mér kemur þó á óvart hvað fækkað hefur í þessum hópi sem að var á annað hundrað manns, og maður veltir því fyrir sér hvort skilgreiningin sé of þröng.“ Jóhönnu finnst einnig mjög hægt farið í sakirnar með því að aðeins sé fundin lausn fyrir sextán manns. „Er ekki hægt að gera betur fyrir þennan hóp,“ spurði hún. Kjarasamningar Forsendu- nefndin gagnrýnd „Það er með ólíkindum að forsendunefndin telji við- unandi að verkafólk innan Starfsgreinasambands íslands fái aðeins 26 þúsund króna eingreiðslu og 0,65% hækkun á laun 1. janúar 2007 til að mæta þeim skerðingum sem það hefur orðið fyrir vegna verðbólguþróunar að undanförnu" segir í ályktun sem Verkalýðsfélag Húsavíkur sendi frá sér í gær. Gerir félagið ennfremur athugasemdir við ummæli forystumanna verkafólks sem lýst hafa yfir sérstakri ánægju með launahækkunina. „Félagsmenn í Verkalýðs- félagi Húsavíkur telja ekki ástæðu til að gleðjast yfir hækkun sem er langt frá vænt- ingum verkafólks á Islandi og er auk þess alls ekki í hendi“ segir ennfremur í ályktuninni. Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 o Heiöskirt 0 Léttskýjað ^ Skyjað Q Alskýjað Rigning, litilsháttar /'// Rigning 9^9 Súld ^ Snjókoma * * JJ Slydda JJ Snjóél jj Skúr Amsterdam 06 Barcelona 15 Berlin 03 Chicago -01 Frankfurt 03 Hamborg 03 Helsinki 01 Kaupmannahöfn 05 London 07 Madrid 11 Mallorka 17 Montreal -02 New York 02 Orlando 16 Osló 03 París 06 Stokkhólmur 0 Þórshöfn 08 Vin 02 Algarve 16 Dublin 07 Glasgow 06 /// /// /// '// / // "G 7 8' & 6° U'/ Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 9020600 Byggt ó uppiýsingum frá Veöurstofu íslands '// fO / // % '// /// // 3°/// Ámorgun 6°*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.