blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 16
16 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö Evrópa næsti markaður vatnsfyrirtækja Einkavæðing er umdeilanleg og sitt sýnist hverjum um kosti þeirrar aðferðarfræði. Hér á íslandi hefur hún verið talin vel heppnuð að mörgu leyti og búið er að einkavæða nánast allt sem hægt er utan hornsteina almannaþjónustunnar. Þjónustuliðir eins og rafmagns- og vatnsveitur hafa þó verið einkavæddar víða um heim með afar misjöfnum árangri. Blaðið kynnti sér árangurinn, ástæður þess að farið hefur verið úti í slíkar rekstrarbreytingar og hvað myndi gerast á íslandi ef þær verða að veruleika hér á landi. Alþjóðabankinn hefur alltaf stað- hæft að hann neyði ekki einkavæð- ingu uppá þau lönd sem hjá honum hljóta lán. Rannsóknir ICIJ (Interna- tional Consortium of Investigative Journalists) sem gerðar voru í sam- starfi við bankann sýna þó að einka- væðing er að verða stærri og stærri hluti af skilyrtri lánastefnu bankans. Gögn frá Alþjóðabankanum sýndu að á árunum 1990 til loka árs 2002 hafi bankinn veitt 276 lán undir heit- inu „Water Supply Loans,“ og fólu í sér breytingar eða einhverskonar áhrif á vatnsaðgengi viðkomandi landa. I einu af hverjum þremur lánum sem bankínn veitti undir þessum formerkjum þá var þess krafist að viðkomandi land myndi einkavæða vatnsveitur sínar að ein- hverju eða öllu leyti áður en að lánin voru veitt. Þessi lán falla undir hatt svokallaðra fjárfestingarlána, en það eru langtímalán sem bankinn veitir til 5-10 ára í senn. Alþjóðabankinn veitir einnig svokölluð aðlögunar- lán sem eru til skemmri tíma, eða 1-3 ára í senn. Á tímabilinu 1996 til 1999 voru 193 slík lán veitt. Af þeim voru 112, eða 58% þeirra, bundin ein- hverskonar skilyrðum sem fólu í sér einkavæðingarskyldu á opinberum þjónustufyrirtækjum. Því virðist augljóst að Alþjóðabankinn hafi vissulega lagt sín lóð á vogaskálar einkavæðingar á opinberri þjónustu. Þótt að öll lán bankans séu ekki bundin slíkum einkavæðingarskil- yrðum þá er stór hluti þeirra það klárlega. Sjálfsskaparvíti hafa skapast David Hall er prófessor og forstöðu- maður deildar við háskólann í Greenwich sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á mismunandi rekstrar- formum innan almannaþjónustu. Hann hélt erindi á íslandi í gær þar sem að hann talaði um afleiðingar einkavæðingar vatns. í máli hans kom fram að þau fyrirtæki sem hafa tekið yfir rekstur vatnsveita í þróunarlöndum sem hafa gengist undir einkavæðingarskuldbind- ingar vegna lána og annars konar þrýstings alþjóðastofnana vilji flest öll losna út úr þessum rekstri. Auk þess standa þau mörg hver í dómsmálum vegna þess að þau hafa ekki grætt eins mikið og þau bjugg- ust við. I Argentínu einni saman eru til dæmis 42 slík mál í gangi þar sem að alþjóðleg einkafyrirtæki eru að krefja ríkisstjórnir um skaða- bætur fyrir skort á gróða. Þessum málum hefur nú verið vísað til alþjóðlegra gerðardóma og verður niðurstaða þeirra án efa athyglis- verð og fordæmisgefandi. Áhugaverðasta dæmi um einka- væðingu sem er farin að súrna sem David Hall talaði um er líklega staða Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Þar voru vatnsveiturnar einkavæddar og seldar tveimur alþjóðlegum vatnsrisum, franska fyrirtækinu Suez og Thames Water Utilities sem er upprunnið í Bretlandi. I dag vilja bæði þessi fyrirtæki komast undan skuldbindingum sínum og skila vatnsveitunum til stjórnvalda vegna þess að þær eru ekki nægilega arð- bærar. Fyrirtækin vilja hins vegar að stjórnvöld segi upp samningunum við þau svo að þau geti síðan krafist skaðabóta vegna uppsagnarinnar. Stjórnvöld vilja á sama tíma þjóð- nýta vatnið að nýju en telja sig ekki geta sagt upp samningum við einka- fyrirtækin vegna þess að þau hafa ekki efni á því að borga þeim skaða- bæturnar sem þau myndu þá sækja. Báðir aðilar eru því sammála um að þjóðnýta eigi vatnið að nýju en það er samt ekki hægt vegna mögulegra skaðabótakrafna. Þarna hefur skap- ast algert sjálfskaparvíti. Horfa frekar til Evrópu David segir að þessi vatnsfyrirtæki séu í síauknum mæli að horfa til Evrópu í seinni tíð eftir að hafa að stærstum hluta mistekist í þróunar- löndunum. Þetta er fyrst of fremst vegna þess að það þrífst mun meiri pólitískur stöðugleiki hér en í þró- unarheiminum og efnahagslegar for- sendur eru allt aðrar. „Þau hafa enn fulla trú á því að einkavæðing vatns geti verið arðbær iðnaður," segir David og nefnir þreifingar sem hafa þegar átt sér stað í Rússlandi því til stuðnings. Hann segir það klárt mál að þessi fyrirtæki horfi hýrum augum til hinnar stöðugu Evrópu velsældar og allsnægta þegar að þau eru að skoða viðskiptatækifæri fram- tíðarinnar. „Öll pólitískt stöðug ríki í Evrópu sem eru efnahagslega farsæl eru skotmörk þessarar einka- væðingar.“ David segir að þetta sé helst vegna þess að lagakerfi Evrópu- landa myndu án efa viðurkenna rétt fyrirtækjanna til skaðabóta því að eignarréttur er nánast án undan- tekninga gífurlega vel varin innan lagabálka þeirra. Aukinn kostnaður lendir á þegnunum Sem pólitískt stöðugt og efnahags- lega farsælt land þá hlýtur Island að vera eitt þessara ríkja. Hér á landi er eignarréttur landeigenda líka niður- negldur í auðlindarlögunum. Hér ríkir því alger eignaréttur á vatni. Það þýðir að aðgengi að vatni hér er ekki tryggt heldur er vatn eign ein- staklinga eða stofnana. Vissulega eru vatnsveitur enn sem komið er í eigu sveitarfélaga á íslandi en það er ekkert því til fyrirstöðu að þær verði seldar einkaaðilum í framtíð- inni. Reyndar virðist það vera yfir- lýst stefna núverandi stjórnvalda að halda áfram með það einkavæðingar- ferli sem átt hefur sér stað á undan- förnum árum og ef heilbrigðis- og menntamál eru undanskilin þá virð- ist fátt vera eftir til að einkavæða utan þeirrar almannaþjónustu sem sér landanum fýrir rafmagni, hita og auðvitað vatni. Raunar sagði Geir H. Haarde í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í síðasta mán- uði að honum þætti „mikilvægt að gefa einkarekstrinum tækifæri til að koma víðar að þeirri þjónustu sem er fjármögnuð af hinu opin- bera,“ og kom þar fram að hann hafi einna helst horft í átt til Landsvirkj- unar í þeim efnum. Ef Landsvirkun er gjaldgeng til einkavæðingar þá virðist fátt því til fyrirstöðu að hægt verði að einkavæða vatn líka. Iðnaðarráðherra hefur vissulega leyfi samkvæmt auðlindarlögunum tií að nýta auðlindir hvar sem þær finnast og eftir hentugleika sam- kvæmt auðlindarlögunum frá 1998. Þessi nýting er hins vegar háð því að ríkið nái samkomulagi við jarð- eigendur um greiðslu fyrir ómakið eða sérstakri skaðabótagreiðslu til hans ef slíkir samningar nást ekki. Það er því ljóst að það fylgir því auk- inn kostnaður fyrir ríkið að tryggja aðgengi þegna sinna að vatni ef það getur mögulega verið skilgreint sem markaðsvara og einkvæðingarhug- sjónir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. Það mætti ætla að sá kostn- aður myndi aukast eftir þvl sem vatn verður mikilvægari sem verslun- arvara. Þar sem þegnarnir eru þeir sem standa straum af kostnaði ríkis- rekstursins þá er ljóst að sá aukni kostnaður myndi lenda á okkur. Því er krafa BSRB og annarra félagasam- taka um að eignarhald á neysluvatni til almennings verði gert félagslegt í stað þess að vera sértækt og að réttur þegnanna til aðgengis að því verði settur í stjórnarskrá afar skiljanleg. Ef svo verður ekki þá er alltaf vafa- mál hvort að þjóðinni verði tryggt nægjanlegt framboð, öryggi og að- gengi að vatni á hóflegu verði. t.juliusson@vbl.is PANTIÐ JÓLAGJAFIRNAR NÚNA Lægra gengi kr.168.- Margir hlutir seljast upp! Síðasti móttökudagur jólapantana er 10. des. |TgOy vörulistinn Additions fatalistinn www.bmagnusson.is Erum að taka upp nýjar vörur í verslun .MAGNÚSSON ^usturhrauni 3 (KAYS) Opið 10-18 lau. 11-14 )m@bmagnusson.is s:555-2866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.