blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 46

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 46
46 I ÍPRÖTTIR LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 bla6Í6 Keane hættur með United Stærsta frétt keppnistímabilsins í ensku úrvarlsdeildinni í knatt- spyrnu kom í gær þegar Roy Keane fyrirliði Manchester United til- kynnti að hann væri hættur að leika með félaginu. Farinn, búið, bless. .,Það hefur verið mikill heiður og for- réttindi fyrir mig að leika fyrir Man- chester United þau tólf ár sem ég hef verið hér“, sagði hinn 34 ára Roy Keane við fréttamenn í gær. „Fyrir mig er þetta dapur dagur að fara frá svo stórkostlegu félagi og fram- kvæmdastjóra en það er núna tíma- bært fyrir mig að halda áfram. Eftir svo mörg ár mun ég aðallega sakna allra hjá félaginu“, sagði Roy Keane. Sir AÍex Ferguson framkvæmda- stjóri sagði, „Roy Keane hefur verið stórkostlegur þjónn fyrir Manchest- er United. Besti miðjumaður heims af sinni kynslóð og hann er eitt af stóru nöfnunum í sögu félagsins", sagði Sir Alex. Vangaveltur hafa verið uppi að undanförnu um hvað verði um Roy Keane en hann var á sinu sið- asta keppnistímabili á núverandi samningi við félagið. Sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV, tók fyrir nokkrum vikum síðan viðtal við Roy Keane þar sem hann jós úr skálum reiði sinnar yfir leikmenn félagsins og sakaði þá um að leggja sig ekki nægilega fram fyrir félagið og að spila ekki með hjartanu. Við- brögð forráðamanna United vegna þessa viðtals urðu þau að viðtalið var ekki birt en leikmenn fengu hinsvegar að sjá viðtalið fyrir leik- inn gegn Chelsea þar sem United varð fyrsta liðið til að vinna Chelsea í 50 leikjum í deildinni. Fjölmiðlar ytra gera af því skóna að umrætt við- tal við Keane hafi verið kornið sem fyllti mælinn um framhaldið hjá Ke- ane og Manchester United. Á haust- mánuðum var reiknað með að Roy Keane yrði í þjálfarateymi United á næstu leiktíð og myndi síðan jafn- vel taka við sem framkvæmdastjóri félagsins. Eitthvað gerðist þó í sam- skiptaferlinu sem enginn veit fyrir vissu um, en ljóst er að Roy Keane fer ekki sáttur frá félaginu. Það má alveg lesa það á milli línanna. Hvert fer Keane? En hvert skyldi Roy Keane, sem orðinn er 34 ára, fara? Spilar hann áfram á meðal þeirra bestu? Ein- hverju sinni lét Roy Keane sem er írskur, hafa eftir sér að hann myndi ekki leika með neinu öðru ensku liði nema Manchester United og nefndi þá um leið liðið Celtic sem möguleika ef hann færi frá United. Hvort sem af þessu verður eður ei á að sjálfsögðu eftir að koma í ljós en kappinn er jú orðinn 34 ára og það er svo sannarlega farið að síga á seinni hlutann á hans knattspyrnuferli. Roy Keane hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarið og síðasta leik- tímabil einnig. Hversu mikill fengur er í honum sem leikmanni í dag skal ósagt látið en það er nokkuð ljóst að hann á ekki nema svona eitt til tvö AVELLINUM MEÐ SNORRA MA ALLTAF A LAUGARDOGUM AÐ LEIKSLOKUM Á MÁNUDOGUM KL. 21.00 LIDIÐ MITT HELGARUPPGJOR ASUNNUDÖGUMKL 21.00 LEIKIR HELGARINNAR LflUGARDAGUR 19. NOVEMBER 12.45 Wigan - Arsena (b) 15.00 Chelsea - Newcastle (b| 15.00 Charlton - Man.Utd B2 (b) 15.00 Liverpool - Portsmouth EB3 (bi 15.00 Man.City - Blackburn B4 (b) í 5.00 Sunderland - Aston Villa EB5 (b) 17.15 WBA - Everton (li) SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 13.00 Tottenham - West Ham (b) 16.00 Middlesbrough - Fulliam (b| MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 13.00 Birmingham - Bolton (b) ICELANDAIR 0tSr f TRjÁLSI TRYGGÐU ÞER ASKRIFT I SÍMA 800 7000. Á WWW.ENSKI.IS EÐA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS. Ensiíi'% B O LT I N keppnistímabil eftir á meðal þeirra bestu. Missir Manchester United er mikill, ekki aðeins að fyrirliði liðs- ins sé farinn, heldur má líkja því við að hjartað hafi verið rifið úr liðinu. Hann var kóngurinn og stjórnaði málum ásamt Sir Alex Ferguson. Manchester United á að leika gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í dag í ensku úrvalsdeildinni á The Valley heimavelli Charlton. Erfiður leikur á erfiðum tíma en oft er það nú þannig að næsti leikur á eftir áfalli er sigur en síðan kemur dýfan. Úrslitin í fyrirtækja- bikarnum í dag Úrslitaleikurinn í fyrirtækja- bikarnum í körfubolta í karlaflokki fer fram i dag. Leikurinn verður í Laugardalshöll og hefst klukkan 16.15. Mikið álag hefur verið á liði Keflavíkur undanfarna daga en Keflavík afrekaði það að vinna Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni á fimmtudag með 31 stigs mun sem nægði Keflavík til að komast áfram i keppninni en þar mæta þeir portú- galska liðinu Madeira. Keflavík lék svo í gær við Njarðvík í undanúr- slitum keppninnar en þegar Blaðið fór í prentun var leik ekki lokið. Ef Keflavík hefur unnið, þá bíður þeirra þriðji leikurinn á jafnmörg- um dögum. Einhver þjálfarinn væri fyrir löngu búinn að kvarta undan leikjafyrirkomulagi en Sigurður Ingimundarson gerir ekkert slíkt og sagði í útvarpsþættinum Mín Skoð- un á XFM í gær að það væri bara væll og leikmenn vildu spila alvöru leiki og það yrði bara að hafa það þó þeir yrðu þrír á þremur dögum. Hörkutól Siggi Ingimundar. Ekki eru allir á eitt sáttir með fyrirtækja- bikarinn í körfubolta og þjálfari eins liðsins i úrvalsdeildinni sagði í samtali við Blaðið í gær, „að tíma- setningin á keppninni sé ekki góð í ljósi þess að deildarkeppnin sé nýhafin og siðan gert 10 daga hlé á henni vegna fyrirtækjabikarsins. Að auki vantar alveg kynningar- þáttinn á þessa keppni, það virðist enginn vita neitt um þessa keppni. Fyrir hvern er þetta. Það er enginn áhugi fyrir þessari keppni. Keppnin sem slik er alveg í lagi en tímasetn- ingin er ekki rétt og það þarf að laga eitthvað verulega til þarna ef það á að halda áfram með þessa keppni“, sagði umræddur þjálfari eins liðsins í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Það er vissulega hægt að taka undir þessi orð þessa ágæta manns og það þarf að taka fram stóra kúst- inn og sópa og laga til. .fraáa Við sendum I póstkrðfu samdægurs! m____ Komdu og skoðaðu úrvalió! é Veggklukka kr 2.990,- Liverpool vörur - við eigum líka mikiö úrval frá hinum liöunum Flíspeysa 1 “ « LFC kr. 6.490.- Jolabangsi Lukkubangsi Skemmtilegir T-bolir kr. 2.990.- www.joiutherji.is %'táítaSy * _ kr 6.490.- JOiaDangsi Lukkubangsi W • * i | m Joi utherji ifmI , knattspyrnuverslun , W I samstarfi við Liverpoolklúbbinn á Islandi Ci*Í2S m Heima og útitreyjur Kr. 6.490.- Evrópumeistarar 2005 s.588 1560
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.