blaðið - 19.11.2005, Síða 8

blaðið - 19.11.2005, Síða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 bla6ið rijjöllfrigg -hreinlega sterkari Dreifing: BéBé Vöruhús ehf. Sími512-3000 Leysir upp erfiðustu óhreinindi svo sem fitu, sót, olíu, túss, blek og tjöru. Þú færö nýjan Opel Astra frá aöeins 1.695.000 kr. eöa 19.772 kr. á mánuði. Miöaö viö 20% innborgun og afganginn á 84 mánuðum. Blóðbað í írak Að minnsta kosti 55 fórust og meira en 60 manns slösuð- ust í sjálfsmorðsárásum á tvær moskur sjítamúslima í bænum Khanaqin norðaustur af Bagdad í gær. Tveir menn með sprengjubelti vöfð utan um sig gengu inn í moskurnar á meðan á bænum stóð og sprengdu sig i loft upp. Yfivöld fyrirskipuðu um leið útgöngu- bann í bænum þar sem sjítar og kúrdar eru í meirihluta íbúa. Sprengingarnar urðu aðeins örfáum Ídukkustundum eftir að tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan hótel í Bagdad þar sem erlendir blaðamenn gista gjarnan. Að minnsta kosti sex fórust í þeirri árás þar á meðal kona og tvö börn. Blóðbaðið átti sér stað í kjölfar þess að Bandaríkja- her varaði við auknu ofbeldi í aðdraganda kosninga í landinu í næsta mánuði. Kona með barn í fangi fellir tár á vettvangi sjálfsmorðsárásar sem varð að minnsta kosti sex manns að bana í Bagdad í gær. Starfsstöðvar CIA í 20 löndum Bandaríska leyniþjónustan rekur starfsstöðvar t um 20 löndum í samvinnu við leyniþjónustur annarra rtkja. Þœr sjá um að hafa uppi á grunuðum hryðjuverkamönnum ogflytja þá á milli landa. Bandaríska leyniþjónustan (CIA) hefur komið upp starfsstöðvum í um 20 löndum þar sem bandarískir og erlendir leyniþjónustufulltrúar vinna í sameiningu að því að hafa uppi á og handtaka grunaða hryðju- verkamenn og uppræta starfsemi þeirra. Stöðvarnar bregðast við ábendingum frá CIA og þar eru teknar ákvarðanir um hvenær og hvernig eigi að handtaka grunaða menn, hvort flytja eigi þá til ann- arra landa til yfirheyrslna eða vist- unar og hvernig eigi að eyðileggja stoðkerfi A1 Kaída-samtakanna. Þetta kemur fram í grein í banda- ríska dagblaðinu The Washington Post í gær. Starfsstöðvarnar eru í Evr- ópu, Miðausturlöndum og í Asíu. Samkvæmt frétt blaðsins eru stöðv- arnar óháðar meintum leynifang- elsum eða „svörtu svæðunum“ svo kölluðu sem dagblaðið benti nýlega á að stofnunin reki eða hafi rekið í ýmsum löndum. Starfsstöðvarnar er meðal annars að finna í löndum á borð við Úsbekistan og Indónesíu sem bandarísk stjórnvöld hafa gagn- rýnt fyrir mannréttindabrot. 1 París hefur CIA í samvinnu við frönsku leyniþjónustuna komið upp fjölþjóðlegri miðstöð sem stendur að aðgerðum víða um heim. Meðal þeirra þjóða sem taka þátt í starfi Varúð! Mjög öflugur s j Já - ; Starfsstöövar CIA eru óháðar meintum leynifangelsum sem stofnunin er sögð reka eða hafa rekið f ýmsum löndum. stöðvarinnar eru Bretland, Frakk- land, Þýskland, Kanada og Ástralía. Hafa gegnt mikilvægu hlutverki CIA hóf að koma stöðvunum upp fýrir hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington haustið 2001 en þær hafa síðan gegnt mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn hryðju- verkum. Nær allir þeir meintu hryðjuverkamenn sem hafa verið handteknir eða myrtir utan Iraks frá haustinu 2001 voru handteknir í samvinnu CIA og erlendra starfs- bræðra þeirra. Meira en 3000 grun- aðir hryðjuverkamenn hafa verið handteknir eða myrtir á þessu tímabili. Starfsstöðvarnar eru fjármagn- aðar að mestu leyti af CIA og nota einhverja bestu njósnatækni sem stofnunin býr yfir. Þar á meðal eru örugg samskiptatæki, tölvur sem eru tengdar gagnagrunni CIA og leynilegan hlerunarútbúnað sem að- eins nánustu bandamenn Bandaríkj- anna fá aðgang að. Forsetakosningar á Sri Lanka: Rajapakse verður næsti forseti Mahinda Rajapakse, verðandi forseti Sri Lanka, hefur heitið því að semja frið við uppreisn- armenn Tamíl-tígra. Rajapakse sem nú er forsætisráðherra landsins, sigraði í forsetakosn- ingunum á fimmtudag, degi áður en hann fagnaði 60 ára af- mæli sínu. Hann hlaut tæplega 4,9 milljónir atkvæða (rúmlega 50%) en helsti andstæðingur hans hægri maðurinn Ranil Wickremesinghe hlaut 4,7 millj- ónir atkvæða. Alls voru 13 í framboði. Þar með lýkur síðara loka- kjörtímabili Chandrika Ku- maratunga sem forseta Sri Lanka en hún mun sitja í embætti þangað til að Rajap- akse tekur við innan tveggja vikna. Forsetakosningarnar á fimmtudag voru fimmtu stóru kosningarnar í landinu á jafn- mörgum árum. Tamílar sem eru í minnihluta landsmanna hunsuðu kosningarnar að áeggjan uppreisnarmanna Ta- míl-tígranna og er talið að það hafi átt stóran þátt í sigri Ra- japakse. Kjörsókn var nánast engin í norðurhluta landsins og í lágmarki í hinum eldfima austurhluta. Þrátt fyrir það var kjörsókn að meðaltali um 75% á landsvísu. Ingvar Helgason Sævarhöfða 2, sími 525 8000, www.ih.is Opið: Mán - fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.