blaðið - 19.11.2005, Síða 42

blaðið - 19.11.2005, Síða 42
42 i baRnAeFni LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaðiö Heimur dýrana ÞRAUTIN Hér kemur ný og betri orðaþraut. Hvað getur þú myndað mörg orð með því að nota stafina sem gefnir eru í reitunum. Öll orðin sem þú finnur verða þó að inni- halda stafinn í miðjunni. Ekkert takmark er á því hversu oft hver stafur má koma fyrir þannig að það getur verið alveg jafnerfitt að finna löng orð. Mörgœsir Mörgæsir eru miklir furðufuglar. Sennilega er það furðulegasta við þær að þær kunna ekki að fljúga þrátt fyrir að vera fuglar. Vængirnir nýtast þeim reyndar mjög vel þegar þær synda. Það má eiginlega segja að mörgæsir fljúgi neðansjávar þegar þær veiða sér fisk í matinn. Alls eru mörgæsategundirnar 17 talsins. Stærstar eru keisaramörgæsirnar, kóngamörgæsir eru næst stærstar en minnstar eru blámörgæsir. Allar mör- gæsir eru með svart eða svarblátt bak og hvítan maga. Það er munstrið í kringum hálsinn á þeim sem gerir fólki fært að greina þær í sundur. Aðalfæða mörgæsa er fiskur og aðrar lífverur sjávarins. Einu sinni á ári mynda þær sambú þar sem þúsundir dýra búa f pörum og sjá um unga sína. Staðreyndir um mörgæsir: Meðalhæð keisaramörgæsa er 115 sentimetrar. Meðalhæð kóngamörgæsa er 95 sentimetrar. Meðalhæð blámörgæsa er 30 sentimetrar. Stórar mörgæsir geta synt á rúmlega 40 kílómetra hraða. Þær geta líka kafað niður á næstum 500 metra dýpi. HJÁLPAÐU KÓLIBRÍFUGLINUM AÐ FINNA BLÓMIÐ. ^ersvarto h 09 snýst f br/ng/ý^ Morg&s íhrlnghUr(j p R T u A IM El L S r — — 1 L Dæmi: Trappa, Maus... Gæludýraverðlaun Maður kom í ofboði inn á krá og sP«"^"Hversu stórar verða morgæslr eiginlega' -„Svona rúmur metri á hæð", svaraði einhver. ”Guð minn góðurl Þá hef ég keyrt á nunnu." Skilaöu inn lausn við stafagátunni á þessari síöu í Dýraríkið Blómavalshúsinu Skútuvogi. Verðlaun eru 5000.-kr inneign í verslunum Dýraríkisins Stafarugl Blaðið fór að skoða mörgæsir á Suðurskautslandinu um daginn og sá fullt af litríkum mörgæsum. Við tókum niður fullt af punktum til að geta skrifað um mörgæsirnar í dag en þvi miður fór allt í rugl í fluginu til baka. Getur þú hjálpað okkur að finna orðin sem týndust? DYRARIKIÐ Grensásvegl s:5686668 Skútuvogi 16 s:5680020 - Akureyrí s:4612540 - www.dyrarikid.1s Egg IVIörgæs Suður Nunna Sund Fiskur Kalt É E S N U N N A K G L Þ E A 1 F S U N D G G Á 1 1 M Ö R G Æ S S G S K T 1 Æ u K U N A IVI Ð í Ð U R N L 1 E 1 U R B N T A J Ö R G Óðflugur Lög eftir Jóhann Helga- son og Ijóð eftir Þórar- inn Eldjárn Ég las þessi ljóð fyrst þegar ég var fimm ára og þá fannst mér þau skemmtilegustu ljóð sem ég hafði nokkurntíma lesið. Svo hitti ég Þórarinn Eldjárn þegar ég var sjö ára í veislu í Skotlandi og mér fannst hann svolítið gamall miðað við Ijóðin sem hann skrifar. Ljóðin hans Þórarins eru mjög fyndin og minna á ljóðin þeirra Roald Dahl og Colin McNaughton, sem eru líka mjög skemmtilegir höf- undar. Þegar ég hlustaði svo á diskinn Óðflugur fannst mér svolítið skrýtið að heyra uppáhaldsljóðin mín sungin. Mér finnst þessi diskur vera mjög skemmtilegur en mörg lögin eru samt svolítið lík. Mér finnst Á Hundagötu hundrað vera skemmtilegt og Heimskringla en Kata er best, Davíð J. Dalfjörð og Einar P. Ormsson og Gestagangur eru uppáhálds ljóðin mín. Þau lög pössuðu líka vel við ljóðin. Mér fannst lögin við Hunda- súrur og Sögull og Þögull ekki passa mjög vel við Ijóðin. Og mér finnst lagið við Amma sín aðeins of hægt miðað við text- ann. í heild finnst mér diskur- inn skemmtilegur og ég hugsa að ég muni oft hlusta á hann í framtíðinni. Emilía Sara Ólafsdóttir Kaaber, 10 ára. r ^ Hvað finnst þér? Hvað finnst þér vanta í barnaefnið í Blaðinu? Er eitthvað skemmtilegt að gerast hjá þér í skólanum? Skrifarðu sögur eða Ijóð? Teiknarðu eða málar eða gerir eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri í Blaðinu? Sendu okkur efnið þitt. Tölvupóstur: krakkar@vbl.is Venjulegur póstur: Krakkar Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Ekki gleyma að merkja allt sem þú sendir til Blaðsins. L. A

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.