blaðið - 19.11.2005, Page 18

blaðið - 19.11.2005, Page 18
18 I JÓLABÆKUR LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2006 blaöiö Lára miðill Lára Ágústsdóttir er eina mann- eskjan á íslandi sem hefur verið dæmd fyrir svik við miðiisstörf. Hún var dæmd á tveimur dóms- stigum árið 1940 og 1941 en sat aldrei í fangelsi. Árið 1945 lét Lára skrifa eftir sér ævisögu sem Sigurður Benedikts- son færði í letur. Bókin var aldrei gefin út en eintök af handritinu hafa varðveist. Þetta handrit ásamt máls- skjölum í Þjóðskjalasafni, sem ekki hefur áður verið veittur aðgangur að, eru helstu heimildir sem Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður og rithöfundur notar í þessu verki og JPVgefúrút. Bókin er í senn aldarspegill og persónusaga þessarar umdeildu konu sem átti erfiða ævi og fékk samfélagið allt til að súpa hveljur hvað eftir annað ýmist af hneykslun eðaaðdáun. f kaflabrot inu sem hér fer á eftir lýsir Lára fyrstu kynnum sínum af spiritisma en það var á heimili hjón- anna Einars H. Kvaran og Gíslinu konu hans. Lára var vinnukona hjá þeim hjónum um skeið: „Eins og fyrr er ffá sagt, komst ég fyrst í kast við andatrú, í orðsins bók- staflegu merkingu, vetrarpartinn, sem ég var í vist hjá Einari H. Kvaran, rit- höfúndi. Það heimili var gegndrepa af áhuga fyrir öðru lífi, og miðstöð þeirra málefna i landinu, alveg á sama hátt og Unuhúsið við Garðastræti var eitt alls- herjar athvarf allra róttækra skálda og þjóðmálahugsuða. Hér voru þessi mál- efni rædd og athuguð í álíka fjarlægð eins og gatnagerð í miðbænum, með svipaðri viðmiðunarraunsæi eins og menn tala um viðskipti og utanríkis- pólitík, afla og söluhorfur á frosnum fiski. Takmörkin milli þessa heims og annars voru svo óljós, að ímyndunar- afhð og áhrifagirnin hlupu með dóm- greind mína og skynsemi, ef einhver var, veg allrar veraldar. Ég heyrði talað um fræga miðla sem græddu offé, og færu land úr landi með hirð manna eins ogkonungar. Húsbóndi minn var trúmaður og skáld, og yndislegur maður. Hann sagði svo vel frá, og talaði um þessi mál- efríi af svo mikilli sannfæringu, að lífið umhverfis hann varð að hrífandi skáld- sögu og inn i þessa skáldsögu sogaðist ég af lífi og sál. Ég var ung og vel gat ég átt það fyrir mér að verða aðalpersóna, verða ein af þessum frægu. Það var draumur, og hvern dreymir ekki það besta sjálfúm sér til handa. Hj ónin sýndu mér margsháttar sóma. Þau tóku mig með sér á miðilsfúnd til ísleifs Jónssonar kennara, er þá var um- talaðasti miðill bæjarins. Meðan á fúnd- inum stóð sótti á mig höfgi og ég þóttist heyra raddir og mannamál álengdar. Þetta hafði mjög djúpstæð áhrif á mig, enda markar þessi fyrsti miðilsfúndur, sem ég var á, þáttaskipti í lífi mínu. Hér varð ég fyrir einhverjum þeim áhrifúm sem gáfú mér óbilandi trú á sjálfa mig sem væntanlegan tengihð milli þessa heims og annars, milli hfenda og dauðra... Eina getþraut lét Kvaran mig reyna. Mér var fengið lokað umslag með einhverju lesmáli og mynd innan í og skyldi ég segja til um það af hverjum myndin væri og hvað á blaðinu stæði. Tókst mér það svo vel að hæfileiki minn til dulrænna skynjana var ekki fr amar dreginn í efa. Draumarughð og ofsýnirnar frábemskuárunum stigu nú fr am í hugann eins og gulhð sönnunar- gagn fyrir ágæti mínu, trygging fyrir töfragáfú minni, sem innan skamms mundi gera mig ríka, fina og dáða. En það átti nú ekki fyrir mér að liggja að vera rík og fín. Fátæktin og ólánið léku mig grátt - en drápu þó aldrei drauminn minn um þessa heims gæði og lystisemdir. Að vísu rættist hann aldrei. En gegnum þykkt og þunnt blundaði með mér vonin um að verða emhvemtíma eitthvað - og einhvern- veginn eitthvað." Eins ogfram kemur íþessari lýsingu var Lára ólánsmanneskja í einkalífi sínu langt framan af œvinni. Rúmlega tvítug kynntist hún stóru ástinni (lífi sínu, Páli Thorberg Jónassyni, og átti það samband eftir að verða henni afar dýrkeypt. Hér lýsir Lára lífi sínu á heimili tengdaforeldra sinna þar sem hún bjó um tíma. Lára segist hafa setið löngum stundum ein við vinnu sína í súðarher- berginu í Hhð þegar vetur settist að en Páh var í aðdráttum fyrir heimilið og barnið lék sér niðri. Lára vildi vera ein með áhyggjur sínar og segir það ekki hafa verið góða vist að sitja krókloppin við sauma með seiðingsverk undir herðablaðinu, fósturkippi í kviðarhol- inu og dofin af kulda upp að hnjám. „KaUað var á mig tíl máltíða og kaffis, en jafúan fór það svo, að ég varð sár- fegin að skríða úr ylnum niðri upp f kuldann í kytrunni minni. 1 sjálfu helvíti mætti telja mér trú um að legði nágust og dragsúg af sumu fólki.“ Þetta er ekki fógur lýsing á heimUis- fóUdnu í HUð og viðmóti þess við Lám. En þótt henni semdi Ula við flesta heún- Uismenn virðist samband hennar við Pál hafa verið gott og eitt sinn stóð tU að ungu hjónin yrðu gefin saman. „Það gerði hvorki að batna né versna, aUtaf eins - aUt jafn seigdrepandi vol- S gySitMHfi ramma Saga Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu / fri/ffi. um ramma á metsölulista* SíU/U Sit/ríihu' þoruuSixfoi t ur ídfkonit Áhrifamikil og skemmtileg bók! Sigríður áritar bókina í Kjarna í Mosfellsbæ í dag kl. 13.15-15.15 Skemmtiatriði: Lúðrasveitin og Leikfélag Mosfellssveitar, Sigríður og Jón Hjartarson. Einstakt tilboðsverð á bókinni! *Mbl. 17.11.2005 / Félagsvísindastofnun: Ævisögur ■-------------------- Þessi mynd var tekin af Lám f tilefni af viötali sem hún veitti Matthíasi Johannessen ritstjóra Morg- unblaösins um miðjan sjöunda áratuginn. (Ljósm- Ólafur K. Magnússon. Ljósmyndasafn Mbl.) æði ffá degi tU dags. Milli jóla og nýárs datt okkur í hug að láta nú verða af því að fara tíl prestsins, og biðja hann að gefa okkur saman. Ég hafði tekið fram fötin okkar, lagt fram á borðið, og við ætluðum að fara að týgja okkur á stað. En veður var þungbúið, og Margrét taldi mjög úr því, að við færum að leggja upp, í tvísýnu, og vondri færð, að nauðsynjalausu. Þetta gætum við aUtaf gert þegar betur stæði á. Þar með var sú brúðkaupsferðin úr sögunni og man ég ekki tU að við minntustum á að gifta okkur eftir það.“ Ekki verður sagt að þessar fr ásagnir Lám endurspegh hamingjusamt heim- ihslíf eða eindrægni. Enda segfrhún að .rifnldi og fúllyndi" hafi orðið daglegt brauð mUh hennar og Páls þegar leið á veturinn. Einu sinni áður hafði það borist í tal að þau létu pússa sig saman, þegar eldra barnið var skírt, en Lára segir að það hafi „farist fyrir“. „Ég segi ekki að hann hafi átt fremur sök á því en ég. En hitt fann ég greini- lega, að það var legið í honum og reynt að spUla honum við mig. Fann ég því sárar tU þessa eins og á stóð fyrir mér, enda var ég amasöm í skapi eins og algengt er um vanfærar konur, sem em betur settar en ég var þá. Vonleysið settist að mér úr öllum áttum, nísti mig, kramdi og kvaldi - og Páll var heldur hvergi öfúndsverður. Það lá ekki í láginni, að hann væri hér fremur gustukamanneskja í búi foreldra sinna, heldur en nauðsynlegur vinnukraftur áheimUinu.“ Ungu hjúin afréðu að fara suður um vorið og reyna að standa þar á eigin fótum. Ákveðið var að dóttir þeirra, Ingibjörg Þuríður Unnur, sem jafnan var köUuð Unnur, yrði eftir í Hlíð hjá afa sínum og ömmu. Lára lýsir því hve þungt henni féU að kveðja hana og óttað- ist að hún myndi aldrei sjá hana aftur: „En héðan frá steig hún föstum skrefúm inn í fjölskyldu föður síns og var naumast neitt bam eftir það. Þegar svo langt er um liðið, og Unnur litla dáin fyrir nokkrum ámm, þá finnst mér einhvern veginn eins og hún hafi aldrei komið hjarta mínu nær eftir þennan dag. Sumir halda því fram að móðurástinni verði ekki ofboðið, hún þoU aUt. Það er ekki satt. Ekkert þolir aUt.“ Sem fyrr segir skrifar Lára endur- minningar sínar að öllum líkindum árið 1945, ef marka má merkingar á handriti, og því einkennilegt að hún skuli minnast Unnar eins og hún hafi verið látin í nokkur ár. Unnur lést í Dan- mörku árið 1944 aðeins 21 árs að aldri og hefúr því verið nýlátin þegar Lára færðiþettaíletur. ■ Mikió úrval af jakkafötum Stakir jakka Flauelsbuxu Skyrtur Bindi j Opiðalla laugardaga 10-16 HERRAFATAVERSLIJN BIRGIS FÁKAFENI 11 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 553 H70

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.