blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 36

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 36
-36 I ÝMISLEGT LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö TRYGGÐU ÞÉR EINTAK STRAX f DAG! SAM MYNDIR Góð ráð við stressi og kvíða Skrifaðu áhyggjurnar niður og þœr hverfa á braut Stress og kvíði virðist vera orðinn eins mikill hluti af nú- tímalífi og tölvurnar og tcekin sem við notum. Þetta lífs- mynstur nútímamannsins getur óneitanlega tekið sinn toll og sífellt fleira enda á borðum nuddara, sálfræðinga eða jafnvel skurðlœkna til að losa sig við kvilla stressins. Smá adrenalín gerir öllum gott en ofmikið getur verið skaðlegt heilsufólks. En það er alltafhægt aðfinna einhverjar leiðir til að eiga áhyggjulausara lífog hér eru nokkurgóð ráð. Horfðu í augun við óttann og ekki láta hann stoppa þig. Með því að viðurkenna fyrir sjálfri/ sjálfum þér að þú óttist eitthvað í stað þess að hylja það getur það verið fyrsta skref þitt til að yfir- buga óttann. Þegar kvíðinn fer að naga þig að innan skaltu setjast niður og skrifa áhyggjur þínar niður á blað. Þegar þú sérð vandamálið svart á hvítu getur verið auð- veldara að ráða fram úr því. Ef þú þarft virklega að létta á þér þá er dagbók alger töfralausn. Þegar þú skoðar hana nokkrum dögum seinna mun þér líða miklu betur. • Deildu þínum vandamálum með einhverjum. Það er miklu erfiðara að geyma allt innra með sér og það gerir vandann ennþá stærri. Talaðu við góðan vin, ráð- gjafa, prest eða sálfræðing. Allt mun án efa líta betur út eftir góðar samræður. • Það er alltaf best að reyna að leysa vandamál í stað þess að vonast til að þau hverfi. Dragðu djúpt andann og taktu á vand- anum með þeim ráðum sem reynast best. Sennilega mun lausnin finnast eða það kemur í ljós að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. • Fáðufagleganstuðningíljósiþess hvert vandamálið er. Stundum er erfitt að finna lausnirnar sjálfur. Leitaðu eftir faglegum ráðum frá sérfræðingum, það er engin skömm að því. Með því að lesa eða tala um vandamálið gætirðu öðlast nýja sýn. • Heilbrigður líkami býður upp á heilbrigðan huga. Það virkar ekk- ert betur til að hreinsa hugann en góð og hressandi hreyfing. Endorfínið vinnur á neikvæðum hugsunarhætti og þú verður já- kvæðari og orkumeiri. • Það er ekki gáfulegt að fara að sofa ef áhyggjurnar eru miklar. Byrjaðu á því að slaka á með því að fara í heitt og gott bað með slakandi olíum, fá þér heitt kakó og lestu afslappandi bók. Skrif- aðu niður áhyggjur þínar eins og rætt var um hér að ofan og hrjóttu svo frá þér áhyggjunum. • Reyndu að leiða hugann að öðru því stundum þarfnast hugurinn hvíldar frá vandamálinu til að geta leyst það. Gleymdu þér í lestri góðra bóka eða við áhorf skemmtilegrar bíómyndar. Svo er jafnvel hægt að taka til hend- inni heima fyrir, mála, breyta til eðajafnvelþrífa. • Það er sagt að breyting jafngildi lækningu. Væri því ekki tilvalið að stíga út fyrir hefðbundið líf þitt og losna þar með við áhyggjur. Farðu til fjarlægra landa eða reyndu fyrir þér með nýju áhugamáli. Þér mun líða eins og nýrri persónu. • Vitanlega eru þín vandamál mikilvæg en það er hægt að öðl- ast nýja sýn á líf sitt með því að átta sig á hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Reyndu að gefa eitt- hvað af þér með því til dæmis að stunda sjálfboðastörf. Vanda- mál þín eru lítil í samanburði við aðra verr stadda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.