blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 24
24 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö Jón Ólafsson unt drifkraftinn, uppvöxtinn, slúðrið, pólitíkina og andlega leit BlaÖiÖ/SteinarHugi ráEg skal" 99..................................................... Lýðræði felst ekki íþví að eitt afl sé alltaf við völd. Þá þurfum við ekki flokka. Þáþurfum við bara einn flokk - Flokkinn." „Þetta er ekki ævisaga, þetta er baráttusaga sem gefur fólki innsýn í íslenskt umhverfi og þær aðstæður sem ég bjó við. Þær voru ekki eins og best var á kosið,“ segir Jón Ólafsson um bók þeirra Einars Kárasonar, Jónsbók. „Ég braust frá ákveðnu umhverfi og komst til áhrifa og efna. Það virðist hafa farið í taug- arnar á mörgum að mér tókst þetta af eigin rammleik. Ég fór ekki hefðbundnar leiðir. Sumt fólk á íslandi var ekki tilbúið að sætta sig við þetta en mín aðferðarfræði, að vera ákveðinn og fylginn sér, er þekkt erlendis enda fæ ég ekki það viðmót þar sem mætir mér hér.“ Finnst þér erfitt að vera jafn um- deildur ogþú ert. „Já, mér finnst það Þú ert viðkvœmur? „Já, ég er viðkvæmur og kæri mig ekkert sérstaklega um þá athygli sem ég fæ. Það virðast flestir hafa skoðun á mér.“ Telurðu þig eiga marga óvini? „Það eru allir jafnir i mínum huga. Ég get ekki sagt að einn né neinn sé óvinur minn. Ég veit hins vegar að mörgum er í nöp við mig. Þótt fólk hafi komið illa fram við mig, svikið mig eða leikið á mig þá er ég ekkert að erfa það. Ég tek því fólki alveg eins og öðrum.“ Þú ert þá ekki langrækinn? „Nei, langt í frá. Við gerum öll mistök. Það að ég verði undir þýðir ekki að sá sem hafði betur sé verri maður en ég. En það virðist oft vera þannig að þeir sem verða undir telja mig vera skúrkinn.“ Stærsta áfallið Þú hefðir varla náð svona langt nema vegna þess að peningar skipta þig máli. „Það sem skipti mig öllu var að mitt fólk þyrfti ekki að ganga í gegnum það sama og ég. Eg fædd- ist inn á fátækt heimili og ólst upp við gamlan tíma. Matseðillinn var einhæfur og í föstum skorðum. Á mánudögum voru gellur, á þriðju- dögum sigin ýsa, skata á miðviku- dögum. Þegar gellur voru ekki til þá voru borðaðir fiskhausar. Fyrsta kjötið sem ég man eftir að hafi verið í matinn á heimili mínu var saltkjöt. Það var ekki fyrr en um níu til tíu ára aldur sem ég fór að finna ilm af lambalæri inni í ofni. Það voru ekki til peningar á heim- ilinu og ég gat ekki gert það sama og jafnaldrar mínir. Ég var orðinn töluvert gamall þegar mamma og hennar maður gáfu mér reiðhjól. Þá höfðu allir vinir mínir átt reið- hjól í fjölda ára. Sem barn og unglingur stund- aði ég íþróttir af kappi alla daga vikunnar. Þetta var nauðsynleg út- rás og ég var í fótbolta, handbolta, körfubolta og frjálsum íþróttum. Samtíma mér í skólanum í Keflavík var drengur sem var alltaf bestur i íþróttum og ég varð alltaf númer tvö. Ég man sérstaklega eftir lang- hlaupi sem ég var að vinna þegar hann fór fram úr mér á lokmetr- unum. Þetta átti ég afar erfitt með að þola. Mér fannst ég oft verða fyrir höfnun og verða undir. Stærsta áfallið var þegar ég var settur út úr handboltaliðinu vegna þess að ég sagði við einhvern að ég hefði reykt kannabis. Það var vendipunktur í lífi mínu. Ég sagði við sjálfan mig: „Ég skal sýna þessum mönnum og ég skal“. Þessi hugsun hefur verið drifkrafturinn í lífi mínu, ekki pen- ingar. Ég vakna oft á morgnana og segi: „Ég skal“. Það hvetur mig eng- inn meir en ég sjálfur.“ Ertu ennþá haldinn þessari þörf að sanna þig? „Hún hverfur aldrei. Á þeim degi þegar mér var hent út úr iþrótta- hreyfingunni hefði ég getað brugð- ist við með því að detta í það og fara í sukk og svínarí. Ég gerði það ekki heldur ákvað að spjara mig. Trúin hjálpaði mér. Ég var alinn upp af ömmu minni í miklum guðsótta. Alla sunnudaga frá því ég fædd- ist þar til ég var fermdur fór ég í kirkju." Fór út af sporinu Býrðu ennþá að trúnni? „Já, ég trúi á Guð. Hann hefur leitt mig i gegnum erfiða tíma og erfiðar stundir. Ég veit líka að amma mín er alltaf hjá mér. Ég hef oft fundið fyrir henni. Sem betur fer.“ Heldurðu að hún sé sátt við allt sem þú hefurgert? „Nei, nei. Ég mun aldrei geta bætt fyrir það hvernig ég hagaði mér sem barn og unglingur. Ég hef margt gert síðan sem ég veit að hún væri ekki sátt við. En ég er bara mennskur.“ Vandaðir gjafapokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja. ^ Opiðfrá kl. 08.00-16.00. GRÆNN Réttarhálsi 2-110 Rvk MARKAOUR Sími: 535-8500-Netfeng: info@Sora.is r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.