blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 40

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 40
- 40 I MENNIWG LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö Vaka til minningar Gunnars Gunnarssonar skálds Frumflutt kvœði eftir Gunnar Á mánudaginn 21. nóvember verða liðin þrjátíu ár frá því Gunnar Gunnarsson skáld lést, 86 ára að aldri. Gunnar Gunnarsson er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar bókmennta- sögu og bækur hans voru gefnar út víðs vegar um heim. Til að minnast skáldsins stendur Gunnarsstofnun fyrir Gunnar- svöku að Skriðuklaustri, fyrrum heimili Gunnars, í dag. Dag- skráin, sem er öllum opin, hefst klukkan 16:00 og stendur fram eftir kvöldi. Skúli Björn Gunnarsson, for- stöðumaður Gunnarsstofnunar, segir að eitt og annað verði á dag- skrá á Gunnarsvökunni. „Gunnar _ safnaði blaðaúrklippum þar sem er verið að tala um hann eða bækur hans, alls um 15-20 þús- und úrklippur. Við höfum verið að skanna, flokka og skrá blaða- úrklippusafnið sem er frá öllum heimsálfum, Ástralíu, Indlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Evr- ópu. Gunnar var náttúrlega einn af þessum stóru rithöfundum í Evrópu á tímabili þannig að hann var gefinn út víða um heim og vakti athygli hvert sem hann kom. Hans var víða getið. Við munum til dæmis gefa mönnum sýnishorn hvað leynist í þessu úrklippusafni." 99.................. Hér verða einnig sýndar Ijósmyndir afskáldinu sem hafa verið að koma fram sem og skemmtiiegar teikn- ingar enda voru myndir ekki almennt komnar í dagblöð á þessum tíma.. Herragarðskvöldverður að hætti Frú Franziscu Aðgangur að Gunnarsvöku er ókeypis en þó er æskilegt að panta sæti í herragarðskvöldverð sem verður í dönskum stíl að hætti Frú Franziscu, konu Gunnars. „Svo mun Halldór Guðmundsson, sem er að stúdera Gunnar og Þórberg, spjalla aðeins um Gunnar auk þess sem hann er með námskeið í endurmenntun um þá. Hér verða einnig sýndar ljósmyndir af skáldinu sem komið hafa fram sem og skemmtilegar teikningar enda voru myndir ekki almennt komnar í dagblöð á þessum tíma. Rúsínan í pylsuendanum er svo að komið hafa í Ijós nótur við mörg kvæði Gunnars sem norræn tónskáld hafa tekið sig til og samið lög við. I kvöld verða því frumflutt á íslandi þrjú til fjögur lög,“ segir Skúli sem býst við dágóðum fjölda enda Gunnar vinsælt skáld. Ritaði verk sín á dönsku Gunnar Gunnarsson skáld fædd- ist að Valþjófsstað í Fljótsdal árið 1889. Það sem mótaði hann helst sem ungan dreng var missir móður sinnar um átta ára aldur. Gunnar var aðeins sautján ára þegar hann gaf út sín fyrstu ljóðakver, Vor- ljóð og Móðurminning sem hlutu almennt ekki góða dóma enda bernskuverk. Gunnar flutti til Dan- merkur, fór í lýðháskóla og tók í kjölfarið þá ákvörðun að rita bækur sínar á dönsku svo hann gæti nálg- ast fleiri lesendur. Fyrstu árin voru erfið fyrir Gunnar og verðandi konu hans, Franziscu Jörgensen, en árið 1912 var fyrsta bindið af Sögu Borgar- ættarinnar gefið út. Sú bók vakti athygli á Gunnari og með útgáfu næstu binda var Gunnar kominn í hóp vinsælustu rithöfunda Dan- merkur. Auk þess var sagan þýdd á önnur tungumál og hlaut frábærar viðtökur. Saga Borgarættarinnar var kvikmynduð á íslandi 1919 og varð fyrsta íslenska sagan sem var kvikmynduð hér á landi. Gunnar flutti heim til íslands árið 1938 og lét byggja Skriðuklaustur sem hann bjó í næstu tíu árin eða þar til hann flutti til Reykjavíkur. Gunnar Gunn- arsson lést í nóvember 1975 og kona hans lést árið síðar. svanhvit@vbl.is Gunnar Gunnarsson er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar bókmenntasögu og bækur hans voru gefnar út víðs vegar um heim. Jólakort Amnesty International Fallegt málverk eftir ' Guðmundu Andrésdóttur íslandsdeild Amnesty International hefur undanfarin ár gefið út lista- verkakort fyrir jól og hefur sala þeirra verið ein helsta fjáröflurn arleið deildar- innar. ís- landsdeild Amnesty hefur hafið sölu á jóla- korti ársins 2005 og það prýðir fallegt málverk eftir Guðmundu Andrésdóttur. Guðmunda er einn af frum- kvöðlum abstrakt myndlistaráíslandi. Kaup á jólakortum Amnesty International jafngildir markvissum stuðningi við mannréttindi og deildin vonast til að sem flestir sameini fallega jólakveðju og stuðning við brýnt mál- efni með kaupum á kortunum. Jóla- kortin eru seld á skrifstofu deild- arinnar að Hafnarstræti 15 í Reykjavík og einnig er tekið á móti pöntunum í síma 551-6940. íslands- d e i 1 d A m - nesty Interna- tional gegnir mik- ilvægu hlutverki í verndun mannréttinda. Sammtökin berjast fyrir mannréttindum og verndun fórnarlamba með því að grípa til aðgerða þegar grundvallarréttindi fólks eru fótum troðin. ■ Verk eftir Heklu Dögg Jónsdóttur Er háriö fariö aö gráili og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroöan lausnin! Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og háriö nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Athl - leiöbeiningar á íslensku fylgja Grecian 2000 hárfroðan fæst hjá: - Árbœjar Apótek - Lyfjaval Apótek, Mjódd - Skipholts Apótek - Hárflikk, Miklubr. /Lönguhlíö - Hársnyrtistofan Hár, Hjallahr.13, Hafnarf. - Rakarast. Ágústar og Garðars, Suðurlandsbr.10 - Rakarast. Gríms, Grímsbæ - Rakarast Klapparstíg - Rakarast. Ragnars, Akureyri -Torfl Geirmunds, Hverfisg. 117 Hagkaupsverslanir: Akureyri, matvara - Kringlunni, matvara - Skeifunni, snyrtlvara - Smáralind, snyrtivara - Spönginni, snyrtivara Árnl Schevlng slf. - Helldverslun síml 897 7030 Sýningin Ný íslensk myndlist II Ómögulegt aö greina á milli skynjunar og rýmis í Listasafni íslands stendur yfir sýningin Ný íslensk myndlist II - um rými og frásögn sem stendur til 12. febrúar 2006. Með þessari sýningu vill Lista- safn Islands efla samtalið milli Iistar og almennings og verða þannig mikilvægur vettvangur sem styrkir tjáningarfrelsi og skoðanaskipti. Á undanförnum árum hefur end- urskoðun átt sér stað á viðhorfum manna til listsköpunar. í stað þess að fjalla einungis um formfræði hins hefðbundna skúlptúrs hafa menn velt fyrir sér tengslunum milli hlutar, áhorfanda og stað- setningar. Á sýningunni eru verk þar sem unnið er úr hugmyndum um rýmisskynjun áhorfandans og sem beina sjónum manna að meðhöndlun listamanna á rými. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Darri Lorenzen, Elín Hansdóttir, Hafdís Helga- dóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hlynur Helgason, Hulda Stefáns- dóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir og Katrín Sigurðardóttir. Ólíkar merkingar og viðmið Þessir listamenn eiga það sam- eiginlegt að áhorfandinn er settur í þá aðstöðu að hann getur ekki greint á milli skynjunar á verkum þeirra og rýmisins þar sem þau er að finna, þó þeir vinni með ólíkar merkingar og viðmið I verkum sínum. Innblástur verkannakemur úr ýmsum áttum, en þau hafa það sammerkt að vera háð rýminu sem þau eru í hvort sem um er að ræða verk sem eru sérstaklega unnin í rými safnsins, eða verk sem fjalla beinlínis um ólíkar víddir rýmis- ins með forskrift huglægra merk- inga. Listasafn Islands er opið dag- lega á milli klukkan 11-17 nema á mánudögum en þá er lokað. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.