blaðið - 02.12.2005, Síða 2

blaðið - 02.12.2005, Síða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöiö Össurhf.: Kaupir breskt stoðtækja- fyrirtæki Stærsti sölu- og dreifingaraðili á stuðningstækjum í Bretlandi, Innovative Medical Products Holdings, er komið í eigu Össurar hf. Fyrirtækið var selt fyrir 18,5 milljónir dollara, eða 1,2 milljarða íslenskra króna. „Það hefur verið yfirlýst markmið Össurar að færa sig enn frekar inn á markað fyrir stuðningstæki og kaupin á IMP Holdings eru mikilvægur áfangi í þeirri sókn,“ segir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar í tilkynningu frá félaginu. Á meðal helstu ávinninga af kaupunum eru að mati Öss- urar sterkt sölukerfi í Bretlandi, kaupin flýta fyrir uppbyggingu á sölukerfi stuðningstækja Össurar í Evrópu og að auki verður til rekstrarhagræðing vegna samlegðaráhrifa. Áætl- aðar tekjur IMP Holdings fyrir árið 2005 eru rúmar 14 millj- ónir dollara og áætlar Össur að verja rúmri milljón dollara til endurskipulagningar og uppbyggingar á næsta ári, sem áætlað er að skili sér í rekstrar- hagræði upp á sömu upphæð á hverju ári frá árinu 2007. Iceland Group: Nýr fram- kvæmdastjóri Björgólfur Jóhannson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandic Group frá og með næstu áramótum. Eins og fram kom í Blaðinu í gær lét Björgólfur af störfum sem forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað en þar hefur hann starfað síðan 1999. Eitt af verkefnum Björgólfs hjá Icelandic Group verður að stýra samskiptum við framleiðendur á íslandi. Leikskólar: Leikskólagjöld felld niður ráði fólk sig í vinnu Einstaklingar á atvinnuleysisskrá þurfa ekki að borga leikskólagjöld fyrir börn sín ráði þeir sig í vinnu á leikskóla. Sviðsstjóri Menntasviðs segir um þriggja mánaða samning að rœða. segir Gerður G. Óskarsdóttir sviðs- stjóri Menntasviðs. „Þessi háttur er hafður á fyrir ýmis störf hjá borginni þar sem þetta þykir henta. Hvað varðar leikskólana þá var þetta sérstaklega áréttað þegar bera fór á manneklu. Á einum leikskóla hefur leikskólastjóri gert slíkan samning við einn starfsmann, og því fylgir að viðkomandi fær ókeypis pláss fyrir barn sitt á leikskóla. í raun er þetta því óbein launauppbót upp á 15 þúsund krónur í þessa þrjá mánuði." Starfsmaðurinn sem um ræðir á eitt barn, en Gerður segir að ef um fleiri börn væri að ræða yrði sá kostnaður einnig felldur niður. „Þetta er ein- faldlega samningur sem ætlaður er til þess að hjálpa fólki til að komast út af atvinnuleysisskrá. Það var svo ákveðið, að í sambandi við leikskól- ana myndi þessi niðurfelling fylgja í kaupbæti. Ef viðkomandi ákveður svo að ráða sig til starfa að þremur mánuðum liðnum, þá fellur þetta að sjálfsögðu niður,“ segir Gerður. ■ Fólk á atvinnuleysisskrá á kost á því að ráða sig til starfa á leikskóla og fá um leið niðurfellingu á leik- skólagjöldum barna sinna. Um er að ræða þriggja mánaða samning. Starfsmenn leikskóla hafa hingað til fengið afslátt af leikskóla- gjöldum barna sinna og greiða því um 16 þúsund krónur í stað 30 þúsund króna, sem er fullt gjald fyrir 9 stunda vistunartíma. Um töluverðar upphæðir getur verið að ræða, þvi ef tekið er dæmi sem sett er upp á heimasíðu Menntasviðs má sjá að foreldrar með tvö börn á leikskóla í 8 tíma vistun þurfa að greiða rúmar 47 þúsund krónur, að teknu tilliti til systkinaafslátts. Þessar hugmyndir ganga út á að þeir starfsmenn sem ráða sig til starfa nú og eru á atvinnuleysis- skrá, fái öll gjöld niðurfelld, og munar um minna. Ekkert gert fyrir aðra starfsmenn „Það á ekkert að gera fyrir okkur sem störfum á leikskólunum, og erum með börn okkar í vistun,“ segir starfsmaður á leikskóla sem Blaðið ræddi við. „Þessir starfs- menn eru að koma inn í gegnum vinnumiðlun, og þeir fá niðurfell- ingu. Mér er sagt að þetta virki þannig að Menntasvið borgi þeim launin, og vinnumiðlunin borgar svo Menntasviði atvinnnuleysis- bæturnar, sem þetta fólk ætti ann- ars rétt á að fá, væri það atvinnu- laust. Það er því í raun tvöfaldur kostnaður á þennan eina starfs- mann í kerfinu. Svona geta þeir greitt niður leikskólagjöldin, sem mér finnst bara fáránlegt," segir starfsmaðurinn sem ekki vildi koma fram undir nafni. „Á meðan fáum við sem vinnum hér enga umbun þrátt fyrir að hafa unnið undir miklu álagi og verið und- irmönnuð um 2-10 starfsmenn á hverjum einasta degi í marga mánuði.“ Ætlað til að hjálpa fólki út af atvinnuleysisskrá „Það sem um er að ræða er það að Reykjavíkurborg er með samning við Vinnumiðlun höfuðborgar- svæðisins um að taka fólk af at- vinnuleysisskrá í starfsþjálfun, sem yfirleitt stendur yfir í þrjá mánuði,“ UNICEF: Fá 135 milljónir til verkefnis í Gíneu-Bissá Roger Moore sagði í gær að gaman væri að gefa, en í þessu tilviki væri líka gaman að þiggja. Fyrirtækin Baugur Group, FL Group og Fons skrifuðu í gær undir stærsta styrktarsamning fyrirtækja í þágu góðgerðarmála sem gerður hefur verið hér á landi. Nær 100 þúsund börn í Afríkuríkinu Gíneu-Bissá verða að styrknum aðnjótandi en hann er ætlaður til uppbyggingar menntunar í landinu. Sir Roger Mo- ore, leikarinn góðkunni úr James Bond myndunum var viðstaddur undirritunina ásamt eiginkonu sinni. Fulltrúi UNICEF í Gíneu- Bissá, Yolanda Correia, var einnig stödd hér á landi í tilefni dagsins. Gínea-Bissá er eitt fátækasta ríki í heimi og mun styrkurinn að mati UNICEF ísland verða mikil lyfti- stöng fyrir landið í heild sinni. Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF hér á landi segir UNICEF vera sýndur mikill heiður með þessum samningi. „Það er ánægjulegt að þiggja þetta rausnarlega framlag frá þessum öfl- ugu fyrirtækjum," segir Hólmfríður. ,Ennfremur vonumst við til þess að þetta framlag komi til með að hvetja önnur fyrirtæki hér á landi til dáða, og sýna þeim hvað þau geta lagt til þess að bæta líf barna í heiminum. Einnig finnst okkur mjög mikilvægt að hafa fengið þessa aðila í lið með okkur, því það skiptir miklu máli að veita ekki bara pening, því sam- vinna og skuldbinding er það sem skiptir mestu máli.“ Hólmfríður segir Baug áður hafa gefið 250 þús- und dollara til verkefnis í Gíneu- Bissá sem ætlað var til að styrkja heilsugæslu og draga úr ungbarna- dauða í landinu. „Það er því ánægju- legt að sjá Baug, ásamt FL og Fons, halda áfram á sömu braut og í raun má segja að þeir fylgi þeim börnum áfram, og nú erþað menntunin. Það má því segja að þeir fylgi æviskeiði barnsins." ■ Grundartangi: Hald lagt á smyglvarning Sjö menn voru handteknir við Grundartanga í gærdag þegar þeir gerðu tilraun til að smygla tölu- verðu magni af tóbaki og áfengi inn í landið. Um var ræða sldpverja á Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins, sem hafði lagt að bryggju fyrr um daginn. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi höfðu mennirnir komið smyglvarningnum fyrir á pallbíl og voru að keyra í burtu þegar lögreglan stöðvaði bifreiðina. Tveir menn voru um borð í bílnum og voru þeir handteknir á staðnum. I kjölfarið voru svo fimm aðrir skipverjar á Dettifossi handteknir og færðir til yfirheyrslu. Smyglvarn- ingurinn samanstóð af 280 lítrum af áfengi ásamt töluverðu magni af nef-, munn- og reyktóbaki. Skip- verjum var sleppt í gærmorgun eftir yfirheyrslu og telst málið að fullu upplýst. Að sögn Hörpu Þorláks- dóttur, upplýsingafulltrúa Eimskips, harmar félagið þennan atburð og segir að tekið verði á þessu máli samkvæmt verklagsreglum félagsins. „Hlý og töfrandi!" Guðríður Haroldsdóttir, Vikunni Irski metsöluhöf- undurinn, Maeve Binchy, kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku. Þetta er hennar nýjasta bók sem gerist í dul- mögnuðu umhverfi grísku eyjanna. Einstaklega hlý og notaleg saga um ástir og mannleg örlög. Bókafélagið Ugla 3 Heiðskírt (3 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað x ^ Rignlng, litilsháttar ýýý Rigning ? 5 Súld 'f' Snjókoma \jj Slydda Snjðél r Skúr Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 06 13 0 -08 04 0 04 03 08 10 17 0 04 09 03 07 02 07 -02 16 08 07 * *. -2°* *? 5 9 0° 5 Breytileg ** <^_4° Breytileg -2° 4© * * -3° fi 1 5 5 9 Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Breytileg * -1° 9 ? 0°’ Á morgun -3°* ** -3°

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.