blaðið - 02.12.2005, Side 4

blaðið - 02.12.2005, Side 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 200S blaöiö Ferðaþjónustan: Óttast að ferðmenn hætti við komu Pantanir gengið þokkalega en óljóst hvort að þœr muni standa vegna óhagstæðrar gengisþróunar Ferðamönnum fjölgaði á þessu ári en þeir eyddu mun minna. BlaSWIngó Ferðaþjónustan virðist ætla að halda sjó á þessu ári þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun sam- kvæmt Ernu Hauksdóttur, fram- kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Ferðavenjur hafa breyst töluvert og meira um að menn séu að panta á síðustu stundu frekar en með löngum fyrirvara líkt og áður tíðkaðist. Óttast að fólk muni hætta við Samtök ferðaþjónustunnar vöruðu við því í lok sumars að óhagstæð gengisþróun mundi þýða að er- lendir ferðamenn kysu að ferðast frekar til annarra landa þar sem ísland væri hreinlega orðið of dýrt. Þá bentu samtökin á að þeir ferða- menn sem komu hingað til lands í ár hefðu flestir pantað fyrir meira en ári síðan og hátt gengi krónunnar myndi fyrst sýna sig í pöntunum fyrir árið 2006. Að sögn Ernu Hauks- dóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, er erfitt að sjá á þessum tímapunkti hvernig næsta sumar kemur til með að líta út. Hún segir pantanir víðast hvar hafa gengið þokkalega en það komi ekki endanlega í ljós fyrr en allir frestir séu útrunnir. „Þróunin hefur verið sú síðustu árin að fólk er alltaf að koma með skemmri og skemmri fyrirvara. Það gerir það að verkum að við vitum alltaf minna og minna og það er erfiðara að spá. Áður fyrr gat maður séð þetta fyrir en þessi „nýi ferðamaður” skipuleggur ferðir sínar sjálfur, kemur með stuttum fyr- irvara og er á bílaleigubíl.“ Hún segir að enn sé töluverður ótti meðal aðila í ferðaþjónustunni að fólk muni af- panta. Þá sé það alveg ljóst að þeir ferðamenn sem hafa komið hingað til lands séu að eyða mun minna en venjulega ogþað bitni helst á veitinga- húsum og afþreyingarfyrirtækjum. ,Við óttumst að margir muni hætta við að koma á næsta ári vegna geng- isins. Það er stór hópur sem kemur á síðustu stundu og um hann vitum við ekkert fyrr en hann kemur. Við erum að vonast til að ferðamönnum fækki ekki jafnvel þó að þeir komi til með að eyða minnu. En við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að það eru margir búnir að skella hurðinni á okkur vegna gengisins.“ Umtalsverð kostnaðaraukning Að sögn Halldórs Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Activity Group, sem býður ferðamönnum m.a. uppá jeppaferðir hafa pantanir fyrir hópa gengið ágætlega en á sama tíma hafi sala til einstaklinga hins vegar gengið illa. Þá segir hann ýmislegt á þessu ári hafa komið ferðaþjón- ustunni illa og þar vegi gengi krón- unnar þyngst. „Þetta háir okkur. Það er búið að byggja sérstaklega upp og þróa ferðir fyrir einstak- linga allt árið í kring og þetta þýðir minnkun í því. Haldi þessi þróun áfram er útlitið ekkert sérstaklega bjart hvað einstaklingsferðir varðar.“ Hann segir fyrirtæki bregðast við þessum aðstæðum m.a. með því að reyna að halda öllum verðum óbreyttum. „Það er á ákveðinn hátt mjög slæmt því þessi geiri hefur orðið fyrir umtalsverðri kostnað- araukningu á þessu ári. Aðallega vegna olíugjaldsins sem hefur farið Allt að 300% verðmunur er á milli þjónustugjalda banka og spari- sjóða samkvæmt nýrri könnun Neytendasamtakanna og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Um 100% munur var á hæsta og lægsta verði fyrir að útbúa skulda- eða tryggingabréf. Landsbankinn dýrastur 1 könnuninni var verð á þjónustu hjá Landsbanka, íslandsbanka, KB- banka og SPRON borið saman. Af þeim 17 þjónustuliðum sem bornir voru saman var Landsbankinn oftast með hæsta verðið eða í sjö tilfellum. f öðru sæti var KB-banki Greiðslukjör við allra hæfi PELSINN \| Kirkjuhvoli • sími 5520160 I J ■ : ansi illa með okkur. Okkar farar- tæki eru að eyða hlutfallslega meira og við erum að greiða talsvert hærra en hann var hæstur í fimm til- vikum. Oftast var verðið lægst í fs- landsbanka og KB-banka eða fimm sinnum í hvorum banka. Þá var SPRON ódýrast í fjórum tilvikum. Mesti verðmunur var á stofngjaldi fyrir greiðsluþjónustu en það er 2.500 krónur hjá SPRON á meðan það er ekkert hjá hinum bönkunum þremur. Um 3.500 krónur kostar að láta útbúa skulda- eða tryggingabréf hjá KB-banka en aðeins 1.750 krónur 1 SPRON og er verðmismunur um 100%. Miklar hækkanir Sé þessi könnun borin saman við fyrri kannanir frá árinu 2002 og 1997 kemur í ljós að flest þjónustu- gjöld hafa hækkað. Sum gjöld hafa hækkað í takt við almenna verðlags- þróun en í sumum tilvikum hafa hækkanir verið verulega meiri eða um allt að 220% og jafnvel meira sé horft lengra aftur í tímann. Til sam- anburðar má nefna að á síðustu átta árum hefur vísitala neyslverðs með húsnæðiskostnaði hækkað um 36,5% og launavísitala um 69,3%. hlutfall í þungaskatt núna heldur en við gerðum áður.“ Hcestiréttur: Dæmdur fyrir nauðgun Hæstiréttur hefúr dæmt Davíð Garðarsson í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í nóvember á síðasta ári. Með dómnum var þyngd refsing yfir manninum en héraðsdómur hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi. Auk þess ber honum að greiða fórnarlambinu miskabætur, 700 þúsund krónur auk vaxta, sem og allan sakarkostnað, samtals 1.153.146 krónur. Davíð áfrýjaði dómi héraðs- dóms til hæstaréttar en þar þótti sýnt fram á sekt hans eins og framan greinir. Talið var að framburður Davíðs væri mjög ótrúverðugur meðan vitnisburður fórnarlambsins þótti hins vegar trúverðugur. Einnig renndi framburður læknis á neyðarmóttöku stoðum undir frásögn hennar. Staðfesti ekki lögbann Hæstiréttur hefúr hafnað því að staðfesta lögbann sem sett var að kröfú Iceland Seafood International, þegar starfsmenn fyrirtækisins hurfu ffá störfúm og stofnuðu nýtt fyrirtæki, Seafood Union. Hæstiréttur sýknaði þrjá starfsmenn SU af kröfú ISI þess efnis að þeim hafi verið óheimilt að ráða sig í þjónustu Seafood Union. Hins vegar féllst rétturnm á að fjórða starfsmanninum hafi verið óheimilt að starfa hjá SU á tíma- bilinu 1.-15. janúar 2005. Þvf var einnig hafnað að rétturinn viðurkenndi með dómi að starfs- mönnunum væri óheimilt að nýta sér atvinnuleyndarmál eða trúnaðarupplýsingar í eigu fyrir- tækisins. Sá úrskurður byggðist á því að ekki hefði verið tUgreint hvaða atvinnuleyndarmál eða trúnaðarupplýsingar kynnu að vera í vörslu mannanna. Vín mánaöarins er Stone Cellars Chardonnay eða Merlot FjaCaCötturinn a aðventunni LjúffengurjóíamatseðiCC ‘Forréttir Kjúklingalifra parfait með fíkjumauki og rauðvíns gljáa og reyktur áll með hrærðum eggjum íMiCCiréttur Heimalöguð síld með ísköldu ákavíti fiðaCréttir Andabringa og foie gras fyllt ravioli með soðgljáa eða svínalund fyllt með ávöxtum og hnetum með sveppa ragú og portvínssósu (Desert Crépes Suzette með rum og rúsínu ís Aðeins 5300,- pr. mann Borðapantanir í síma 514-6060 Fjalakötturinn - Hótel Reykjavík Centrum Aðalstræti 16 Reykjavík Jólablaðið er komið í verslanir Áskrift í síma 586 8005 eða á www.rit.is Neytendamál: Mikill munur á þjónustu- gjöldum bankanna Mynd/Gúndi Landsbankinn er með hæstu þjónustugjöldin samkvæmt könnun Neytendasamtakanna og SFR.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.