blaðið - 02.12.2005, Page 10

blaðið - 02.12.2005, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöiö ’wrnt.a** t ':-T Sthútzt koí e*e tifcSVW .MtWÞttW, »o! < tei MtíuwXft* ý komið Luxurfai Útsendingar alþjóðlegu frönsku gervihnattastöðvarinnar munu nást í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum. Frönsk gervi- hnattastöð í loftið Frakkar munu hleypa af stokkunum alþjóðlegri gervihnattasjónvaps- stöð sem mun sjónvarpa fréttum á frönsku. Renaud Donnedieu de Vabres, sagði að leiðandi sjónvarps- stöðvar hefðu gert með sér samn- ing um stöðina. Stöðin mun hljóta nafnið CFII en hefur fengið viður- nefnið „hin franska CNN“. Brýtur ekki í bága við reglur ESB Ríkisstjórnin hefur veitt 30 millj- ónum evra (um 2,2 milljörðum ís- lenskra króna) í verkefnið á þessu ári og mun veita 65 milljónum evra (um 4,8 milljörðum íslenskra króna) til viðbótar á því næsta. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins gaf grænt Ijós á að stöðinni yrði hleypt af stokkunum í júní og sagði að hún myndi ekki brjóta í bága við reglur Evrópusambandsins um ríkisstyrki. Um 240 starfsmenn munu vinna við stöðina sem kemur til með að framleiða þætti sem verður einkum sjónvarpað til landa í Evrópu, Afr- íku og Miðausturlöndum. Efni stöðv- arinnar sem verður send út allan sólarhringinn verður aðallega á frönsku en einnig verður boðið upp á fréttir á ensku og síðarmeir einnig á spænsku og arabísku. ■ Einn maður fórst og nærri 25 særð- ust þegar sprengja sprakk við dóms- hús í borginni Gazipur í Bangladesh. Hópur lögfræðinga hafði safnast saman við bygginguna þegar sprengjan reið af til að fara fram á að öryggisgæsla yrði efld og að stjórnvöld gripi til aðgerða gegn hryðjuverkamönnum. Sumir hinna særðu voru fluttir á sjúkrahús í höf- uðborginni Dhaka sem er 30 km sunnan við Gazipur og lést einn þeirra á leiðinni. Sex fórust og 50 særðust í spreng- ingu á sömu slóðum á þriðjudag. Þá fórust þrír, þar á meðal tveir lög- reglumenn, í annarri sprengingu í hafnarborginni Chittagong á þriðju- dag. Tilræðismaðurinn missti báða fætur og annan handlegg og lést síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi. Lögregla flytur slasaöan mann sem grun- aður er um aö hafa staöið aö sprengju- árásinni í Gazipur á sjúkráhús. Að auki fannst virk sprengja við stjórnsýslubyggingu í borginni Narayanganj sem einnig er í ná- grenni höfuðborgarinnar. Sprengju- sérfræðingar voru kallaðir út og fjar- lægðu þeir sprengjuna. ■ Hefur ekki áhrif á rannsóknina Detlev Mehlis sem stjórnar rann- sókn Sameinuðu þjóðanna á morð- inu á Rafiq al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, segir að það veiki ekki rannsóknina að sýrlenskt vitni hafi dregið til baka vitnisburð sinn. Mehlis sakaði jafnframt sýrlensk yfirvöld um að hafa misnotað vitnið, Hosam Taher Hosam, í áróðurs- skyni. Hosam kom fram í sjónvapi á Sýrlandi og sakaði líbanska emb- ættismenn um að hafa beitt sig hót- unum, mútum og pyntingum til að fá sig til að gefa rangan framburð um Sýrlendinga. Sagði hann jafn- framt að fyrstu niðurstöður rann- sóknarnefndarinnar byggðust að stórum hluta á lygum. Mehlis segist vanur áróðri „Ég er vanur áróðri sem þessum,“ sagði Mehlis í viðtali við dagblað í Beirút. „Ég hef búið í 40 ár í Þýska- landi og við urðum vitni að svona nokkru í ríkium Austur Evrópu,“ sagði hann. I skýrslu Mehlis um rannsóknina á morðinu sem birt var í október var gefið í skyn að sýr- lenskir og líbanskir leyniþjónustu- menn hefðu skipulagt morðið á for- sætiráðherranum fyrrverandi. ■ Kyoto-bókunin formlega samþykkt Fjörutíu ríki skuldbinda sig til aö draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um rúm 5% fyrir árið 2012. Allar greinar voru samþykktar nema ein sem Sádí Arabar mótmœltu. Kyoto-bókunin um takmarkanir á losun gróðurhúsalofthústegunda var samþykkt á Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montréal í Kanada á miðvikudag. Samkvæmt bókuninni er 40 efn- uðum þjóðum heims gert skylt að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda sem verða einkum til við bruna jarðefnaeldsneytis í verksmiðjum, bílum og orkuverum. Ennfremur voru samþykktar reglur sem kveða meðal annars á um að ríki skuli gera grein fyrir losun loftegundanna, kvóta og kvótasölu. Allar greinar bókunarinnar voru samþykktar utan ein sem Sádí Ar- abía, stærsti olíuútflytjandi heims, var á móti. Sú grein kveður á um við- Opnunartími í desember « •* 1 I X A ^ A urlög sem beita má ríki til að fá þau til að fylgja reglunum. Sádí Arabar vildu gera breytingartillögu við greinina sem síðan yrði samþykkt sérstaklega af öllum aðildarþjóðum en það ferli gæti tekið mörg ár. Sögulegt skref Stéphane Dion, umhverfisráðherra Kanada, fagnaði samkomulaginu og sagði að sögulegt skref hefði verið stigið. Kyoto-bókunin þykir vera lítið skref í þá átt að halda aftur af hlýnun jarðar sem flestir vísinda- menn telja að muni valda fleiri flóðum, óveðrum, hækka sjávar- borð, dreifa sjúkdómum og verða til þess að þúsundir llfvera muni deyja út. Reglurnar voru upphafalega sam- þykktar á ráðstefnu í Marokkó árið 2001 en formleg samþykkt ráðstefn- unnar í Montréal þurfti til að þær hlytu lagalegt gildi. Samkvæmtbókuninniskuldbinda aðildarríkin sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2% miðað við stöðuna 1990 fyrir árið 2012. Bandaríkin sögðu sig frá Kyoto-bókuninni árið 2001 á þeim forsendum að hún myndi hafa fækkun starfa í Bandaríkjunum í för með sér auk þess sem hún næði ekki til þróunarríkja. ■ ibúi í Montréal í Kanada stendur við vegg- spjöld umhverfisverndarsinna sem hvetja til staðfestingar Kyoto-bókunarinnar. Sprengjur valda enn mannskaða 30 árum eítir lok Víetnam- stríðsins farast eða limlestast að minnsta kosti 200 manns árlega af völdum sprengja sem varpað var á Laos í stríðinu. Talið er að samtals hafi um tveimur milljónum tonna af sprengjum verið varpað á landið þar sem fimm millj- ónir manna búa. Ekki hefur jafnmörgum sprengjum verið varpað á nokkurt annað land miðað við höfðatölu. Sérfræð- ingar sem vinna að því að eyða gömlum sprengjum segja að um 30% af sprengjunum hafi ekki sprungið. Bounpone Sayasenh sem stjórnar verk- efninu segir að það muni taka langan tfma, jafnvel mörg ár, að hreinsa allar sprengjurnar. Um 600.000 sprengjum hefur verið eytt á undan- fornum níu árum en á brattann er að sækja þar sem fátækt hefur aukist í landinu og því er meiri hætta á að bændur freistist til að handleika sprengj- urnar til að selja þær í brotajárn. Bandaríkjamenn hafa veitt um þremur milljónum Bandaríkja- dala (tæpum 190 milljónum íslenskra króna) til verkefn- isins á undanförnum árum en Bounpone segir að meira fjármagn þurfi að koma til. Sprengja springur við dómshús Grímsbævið Bústaöarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 1061 600 Akureyri • Slmi 588 8050. 588 8488. 462 4010 email: smartgina@simnet.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.