blaðið - 02.12.2005, Page 20

blaðið - 02.12.2005, Page 20
20 I HEILSA FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöið Alnœmi: Sameiginlegt vandamál heimsins Meira en 40 milljónir manna í heiminum eru sýktar af HIV veirunni og lifa með sjúkdómnum. Þetta er aðeins fjölmennari hópur en allir Pólverjar. Næstum tveir þriðju hlutar þessa fólks býr í Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar þar sem hlutfall kvenna meðal smitaðra hefur aukist mikið undanfarið. Nú til dags er hlutfall smitaðra kvenna næstum því jafnhátt hlutfalli karla. HIV veiran dró meira en þrjár milljónir manna til dauða árið 2004 og hefur því verið spáð að þessi tala muni hækka á næstu árum. HIV dagurinn var haldinn um allan heim í gær, m.a. hér á íslandi, til að vekja fólk til umhugsunar um þessa hættu sem vofir yfir heiminum. Birna Þórðardóttir, framkvæmda- stjóri Alnæmissamtakanna á ís- landi, segir gleðilegt að hér á landi hafi nýsmituðum fækkað hlutfalls- lega meðan að tölur í nágrannalönd- unum sýni öfuga þróun. „Það sem af er árinu hafa þó sex manns greinst með HIV á íslandi og má segja að það sé sex sinnum of há tala.“ Hún segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hættunni. „Við sjáum t.d. á klamydíusmiti að ungt fólk sýnir áhættuhegðun í kynlífi. Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru t.a.m. þúsund klamydíusmit greind hér á landi og átti ungt fólk oftast í hlut. Hópurinn frá 15 ára upp í 24 ára er langfjölmennastur þarna sem segir okkur að þessi áhættuhegðun er í gangi sem eykur líkur á HIV smiti. Þegar kynlífshegðun er svona þá er voðinn vís.“ Fræðsla Eina leiðin til að fækka smitum er að fræða fólk. „Við höfum náð að safna styrkjum til að fara í tvisvar í fræðsluferðir I alla grunnskóla landsins og við teljum það mjög mikilvægt. Af því að þetta er eitt- hvað sem þarf stöðugt að vera í gangi. Það er ekki nóg að vera með eina risaherferð með tilheyrandi látum heldur þarf fræðslan að vera stöðugt í gangi. Það eru alltaf nýir einstaklingar að vaxa úr grasi og þeir þurfa fræðslu líka, hver ein- staklingur skiptir máli í þessu sam- bandi.“ Aðspurð segir Birna að ekki sé næg fræðsla hér á landi. „Nei, það er ekki nægileg fræðsla. Til dæmis vantar mikið upp á að fólk viti um smitleiðir. Það er talað um þrjár mis- munandi leiðir; sýkt sæði í blóð, sýkt blóð í blóð og svo getur smitast frá móður til fósturs. Það síðast- nefnda hefur þó ekki gerst hér á landi.“ Smokkar ,Við höfum lagt mikla áherslu á aðgengi að smokkum,“ segir Birna. „Smokkar eru dýrir og mörgum krökkum þykir mjög vandræðalegt að ícaupa þá, ekki síst úti á landi. Það má til dæmis reikna dæmið öfugt, þ.e. ekki tapið sem hlýst af því að kaupa smokka heldur kostnaðinn sem sparast á því að smit- ast ekki af kynsjúkdómum. Lyf sem eru notuð hér á landi við HIV kosta a.m.k. um 150 þúsund á mánuði fyrir hvern sýktan einstakling. Það væri þjóðhagslega mikill akkur af því að koma I veg fyrir þessi útgjöld hjá einum slíkum einstaklingi, hvað þá fleirum. Mér finnst oft vanta að hugsa málin á þennan hátt.“ Fjölmargir Islendingar lifa með sjúkdóminn og berjast við hann daglega. „Þvl miður eru fordómar á Islandi gagnvart HIV smituðum. Þetta þykir ófínn sjúkdómur, bæði vegna smitleiða og vegna þess að sprautufíklar eru I áhættuhópi. Svo er HIV enn með stimpil- inn sem hommasjúk- dómur og þá kemur hommafælnin og allur sá pakki líka inn í myndina. En HIV veiran spyr ekk- ert um kynhneigð, henni er skítsama um slíkt. Hún vill sitt blóð og ekkert meira.“ Skilaboð Birnu í til almennings í tilefni dagsins eru einföld; „Að fólk sýni sjálfu sér og öðrum virðingu og noti smokkinn. Og geri ekkert I eigin kynlífi sem misbýður því og láti ekki neyða sig til einhverra athafna." agnar. burgess@vbl. is Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri og Ingi Rafn Hauksson, formaður Alnæmissamtakanna. ••• SANNKÖLLUÐ ••• JOLASVEIFLA JÓLAGJAFIR SEM ENGINN KYLFINGUR SLÆR Á MÓTI Rauði borðinn er tákn alnæmisbaráttunnar um ailan heim. Hér er hann í Austur Tímor. Kínverskir verkamenn fengu fyrirlestur um öruggt kynlíf. ORYX GOLFSETT VANDAÐ GOLFSETT MEÐ 4-SW, DRIVER (400 CC), ÞRJÚTRÉ, HALFVITA, PÚTTER OG BURÐARPOKA VERÐ: 24.900,- VERÐ AÐUR: 35.700,- FARA GOLFSKÓR OG GOLFHANSKI FYLGJA FRÍTT MEÐ ÞRÍHJÓLA KERRA LÉTT OG MEÐFÆRILEG ÁLKERRA SEM HÆGT ER AÐ OPNA OG LOKA MEÐ EINNI HREYFINGU VERÐ: 7.920,- VERÐ ÁÐUR : 9.900,- OPNUNARTÍMI MÁN. - FÖS.....10:00- 18:00 LAUGARDAGA.....10:00 -16:00 SUNNUDAGA.....12:00 - 16:00 GJAFABREF FYRIR VORUR AÐ EIGIN VALI ER TILVALIN JÓLAGJÖF TIL VINA OG ÆTTINGJA HIV hylmir engum. Amina Khatun, fyrrverandi vændiskona, er HIV smituð og sagði fólki sögu sína á Indlandi. Stærsta minnismerki Buenos Aires f Argentínu var fært f risasmokk.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.