blaðið - 02.12.2005, Page 22

blaðið - 02.12.2005, Page 22
22 I BÆKUR FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaðiö Jónsbók - Saga Jóns Ólafssonar eftir Einar Kárason hefur vakið umrœður og athygli. Blaðið birtir brot úr bókinni. Bissnessmaður af ameríska skólanum Það er rétt að hafa í huga að á þessum árum var það að búa í Kefla- vík svona eins og að búa fast við amerísku landamærin - eða jafnvel innan þeirra. Herstöðin var þarna í seilingarfjarlægð, með samfélagi sem var álíka fjölmennt og sjálfur kaupstaðurinn; á Vellinum hafði stór hluti bæjarbúa sinn starfa, í mörgum húsum bæjarins bjuggu Ameríkanar, oft heilu fjölskyld- urnar - helmingur ameríska samfé- lagsins á Suðurnesjum bjó um tíma hér og þar í leiguíbúðum í Keflavík og Njarðvíkum. „í Keflavík var fá- tækt og vanþróað fólk sem bjó í eins kílómetra fjarlægð frá nútímaleg- ustu þjóð heimsins,“ segir Magnús Kjartansson er hann minnist þess- ara tíma. „Þeir sem eru þannig þenkjandi læra fljótt öll trixin. Og enska var annað tungumál Kefla- víkurkrakka. Hinsvegar var í Kefla- vík ekki einsleitt samfélag, það var líka rótgróið kratabæli, þar bjuggu sjómenn og verkamenn sem margir hverjir höfðu andstyggð á Kananum og ekki síður þeim sem gerðu sér dælt við hann.“ Og ein þeirra sem hafði töluvert samneyti við Ameríkanana var móðir Jóns, hún var fljótt komin í umboðsmennsku, var til að mynda milliliður á milli Ameríkananna og íslenskra danshljómsveita þar suður- frá, og þetta jók á tortryggni í garð Jóns í sumum kreðsum. „Mamma Jóns var fjörug og falleg - i umhverfi þar sem átján ára stúlka sem ekki er að vinna í frystihúsi og hengja út bleyjur er álitin skrýtin. Hún bar þess á allan hátt merki að vera alin upp á landamærum, lærði að spila á báða heimana," bætir Magnús við. „Þeir sem á annað borð vildu blanda geði við hermennina og þeirra fjölskyldur gerðu það auð- vitað,“ sagði einn viðmælanda við gerð þessara bókar; „en aðrir skiptu sér ekkert af þessu. En þessir virku strákar eins og Jón Ólafsson sóttu auðvitað mikið í Völlinn.“ í útvarpinu hljómaði kanaút- varpið allan sólarhringinn, jafntært og ótruflað og Ríkisútvarpið með sína einu rás; og það voru aldrei messur eða dánarfregnir og jarðar- farir, eða prelódíur og sinfóniur í ,Kananum“ - bara nýjasta mússíkin, rokkið og kántríið, alveg út í eitt. Og svo var sjónvarp í Keflavík, kana- sjónvarpið skýrt og tært og allir horfðu á Kanann - fyrst var hann bara á heimilum varnarliðsmanna og ef þeir áttu börn komu íslenskir krakkar sér í vinfengi við þau til að geta horft á þetta tækniundur sjón- varp; svo fóru íslenskar fjölskyldur að fá sér tæki og síðan var Kaninn í gangi á flestum heimilum frá því síðla eftirmiðdags og fram á nótt - ekkert íslenskt sjónvarp var komið enn. Bæjarbragur allur mótaðist allmjög af þessum aðstæðum; Kefl- víkingar komu sér upp annarskonar áhugamálum en aðrir íslendingar; enn þann dag í dag eru þeir og aðrir nágrannar Vallarins öllum öðrum fremri í þeirri amerísku íþrótta- grein körfuboltanum; þar eru sams- konar jólaskreytingar og ljósaseríur á húsum og tíðkast í amerískum borgum - í Keflavík hlustuðu allir ungir menn á rokktónlist frá morgni til kvölds á árunum upp úr 1960 og fóru svo að æfa sig heima og stofna bönd í bílskúrum rétt eins og menn voru að gera í breskum hafnar- borgum eins og Liverpool - sem var að því leyti nær Ameríku en margir aðrir staðir í Bretlandi að þangað komu til hafnar skipin sem sigldu vestur um haf og til baka - fyrir vikið varð Keflavík vagga íslensku bítlamenningarinnar á árunum upp úr 1963; þaðan komu öll helstu böndin með Hljóma, „hina íslensku Bítla“, fremsta í flokki, og margir þykjast vita að í Keflavík hafi orðið til dálítið sérstakt íslenskt tungutak eða framburður, mjög smitaður af amerískum syngjanda. „Keflavík var auðvitað bara fiski- mannastaður og framtið allra virtist vera tengd slorinu,“ segir Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður, sem mjög átti eftir að koma við sögu Jóns, þegar hann lítur til baka. „En svo kemur allt í einu þetta breik, að það sé hægt að komast út úr þessu í gegnum mússíkina. Mig minnir að um tíma hafi verið átján eða nitján hljómsveitir starfandi í bænum; ann- arhver strákur ætlaði að meika það á þessu.“ Og Jón Ólafsson sogaði þetta allt í sig. Afi Jóns vann uppi á Velli; Jón lærði ensku strax á barnsaldri, af útvarpinu og sjónvarpinu og mús- síkinni sem hann hlustaði á frá morgni til kvölds, lærði utan að textana á plötum sem mamma hans átti; og líka af Ameríkönunum sem bjuggu í bænum, meðal annars í ná- grenni við hann sjálfan - sem dæmi má nefna að á neðri hæð hússins ská- ER RAFGEYMIRINN í ÓLAGI! FRÍ RAFGEYMAPRÓFUN OG ÍSETNING GÚMMÍVINNUSTOFAN OG POLAR SKIPHOLTI 35 | hallt á móti honum við Hringbraut- ina, þar sem Þorsteinn Einarsson vinur hans bjó, hafði amerísk fjöl- skylda aðsetur. Og þótt einhverjir foreldrar hefðu fordóma í garð bæj- arvillingsins, þá átti það ekki við um þá bandarísku. Með amerískum vinum sem bjuggu í Keflavík fór Jón að fara í heimsóknir á Völlinn, og þar sem strákurinn kunni ensku og talaði hana með amerískum framburði og átti auðvelt með að temja sér þeirra siði og var að auki frakkur og hafði lag á að kjafta sig inn á fólk þá varð hann brátt eins og fiskur í vatni þarna uppfrá. Heiða, mamma hans, var eins og áður sagði að vinna fyrir Am- eríkanana, meðal annars við að útvega keflviskar hljómsveitir til að spila á klúbbunum uppi á Beis. Ein þeirra hljómsveita hét Nesmenn og í henni voru meðal annarra þeir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason, og Þorsteinn Ólafs- son fótboltakappi - hann minnist þess að Heiða móðir Jóns hafi reddað þeim „giggum" uppi á Velli og að þangað hafi hún farið með þeim í lítilli rútu sem Kiddi stjúpi Jóns keyrði, og svo var Jón stundum með í för, tólfþrettán ára. Heiða var reyndar mikil áhuga- manneskja um ameríska tónlist, átti töluvert safn af kántríplötum sem Jón hlustaði mjög á frá blautu barns- beini - hans maður frá því hann man fyrst eftir sér og reyndar enn í dag er sá svartklæddi Johnny Cash. Eitt af frægustu lögum Johnny Cash var um strák sem hét fáránlegu nafni: ,Sue“. Og Ólafssyni Friðgeirssyni fannst hann líka heita allt of skrýtnu nafni, og þessi Sue hafði aldrei séð föður sinn sem yfirgaf þau móður- ina... Allt var þetta stórundarlegt á að hlýða, heillandi og hrollvekjandi. Jón segir oft: music was my first love and music will be my last. Og ein var sú starfsemi á vegum herstöðvarinnar sem honum þótti meira spennandi en allt annað þar uppfrá, en það var fjölmiðla- reksturinn á vegum AFRTS - American Forces Radio & Television Service; það voru bara strákar úr hernum sem unnu við að þeyta skífum og spjalla við hlustendur í útvarps- stöðinni og ekkert fannst Jóni áhugaverðara en að fá að kynn- ast þeim og fá að fylgjast með útsendingunum. 1 það minnsta gerðist Jón mjög amerískur, bæði í útliti og háttum og allri hugsun; menn sem síðar hafa átt viðskipti við hann hafa sumir sagt að þeir hafi ekki farið að skilja Jón fyrr en þeir áttuðu sig á því að hann er bissnessmaður af ameríska skólanum - í þeim skóla felst meðal annars að vera harður og óvæginn í öllum samningum, þrefa um hvern fimmeyring, en vera síðan orðheldinn og vandræðalaus þegar samningar hafa náðst. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.