blaðið - 02.12.2005, Side 24

blaðið - 02.12.2005, Side 24
24 I BESTI BITINN FÖSTUDAGUE 2. DESEMBER 2005 blaöiö Pitan lifir góðu lifi Pítan er skyndibiti sem notið hefur stöðugra vinsælda hér á landi síðustu áratugina. Fyrsti Pitu staðurinn opnaði í Skipholtinu þar sem hann hefur verið alla tíð síðan. Pítan er ágætis tilbreyting frá hamborgurunum og hin sér- staka pítusósa, ásamt pítubrauðinu, gefur henni ákveðið bragð sem vart á sinn líkan ann- arsstaðar í skyndibitaflórunni. Pítan rekur uppruna sinn alla leið til Egyptalands og Mið-Austurlanda og er aldagömul uppfinning. Sumir segja að hið sérstaka pítubrauð sé frá Sýr- landi, aðrir frá Arabíu og enn aðrir vilja eigna ísraelum heiðurinn að því. Svo eru enn aðrir áhugamenn um pítumenninguna sem telja að það hafi verið Sókrates og félagar á Grikklandi til forna sem fyrstir hafi skellt í deig sem úr varð pítubrauð. Ef marka má ensku Oxford orðabókina var orðið píta fyrst kynnt til leiks á enskri tungu árið 1951. Gríska tengingin fær svo byr undir báða vængi í öðrum orðabókum þar sem orðið píta er talið tengjast gríska orðinu fyrir böku, köku og brauð. Það sem gerir pítubrauðið sérstakt, og aðskilur það frá öðrum er sú staðreynd að við bakstur blæs brauðið út, sem gerir það að verkum að auð- velt er að skera í það eftir bakstur, og mynda einskonar vasa, sem auðvelt er að troða út af allskyns góðgæti, salati, kjöti, osti og sósu. Pítan náði vinsældum í Bandaríkjunum þegar veitingastöðum sem helguðu sig Mið-Austur- lenskri matargerð fór að fjölga, og hefur í dag náð miklum vinsældum. Það er áætlað að pítu- neysla aukist um tíu prósent á hverju ári þar í landi. Hér hefur pítan alltaf siglt sinn sjó og flóð annarra skyndibita eins og pizza, ham- borgara, báta og burrító, svo ekki sé talað um Boozt og allskyns heilsufæði, aldrei náð að kaf- færa pítunnni að fullu. adalbjorn@vbl. is Besta pítubrauðið American Style er staður sem fest hefur sig í sessi sem einn af betri og vinsælli hamborg- arstöðum landsins. Það er þó ljóst að ekki eru bein tengsl á milli hæfileikans til að gera góða borgara, og þess að geta framreitt pítu sem eitthvað er varið í. Það fyrsta sem stakk í augun var brauðið. Ekki var um hefðbundið pítubrauð að ræða, heldur eitthvað sem sór sig í ætt við hamborgarabrauð, án þess þó að vera hamborgarabrauð. Brauðið var einnig allt of stórt miðað við innihaldið, sem var heldur rýrt og samanstóð aðallega af papriku. Þó var þar að finna buff, en það var algjörlega ofurliði borið af grænmetinu og brauðinu. Einum smakkara varð að orði: „Hamborgarastaðir eiga að halda sig við hamborgarana.“ American Style - Nýbýlavegi 22 - Píta meö buffi, franskar og kók meö frírri áfyllingu kostar 1085 krónur. Frumkvöðull í forystu Pítan í Skipholti er frumkvöðullinn á pítusviðinu hér á landi. Staðurinn hefur verið rekinn þar um áratuga skeið, og staðið af sér allar tískusveiflur íslenskrar skyndibitamenningar. Hamborgara, pizzur og báta hefur rekið á fjörur áhugamanna um skyndibita, en alltaf hefur Pítan í Skipholti staðið fyrir sínu. Það kom því ekki sérstaklega á óvart að þar fengum við bestu pítuna í prófinu og ljóst er að áratuga reynsla í pítugerð er að skila sér til bragð- laukanna. Greinilegt var að lagt var meira í sósuna hjá þeim en annars staðar tíðkast. Það eina sem sett var út á var að buffið var heldur rýrt. Samt sem áður: Besta pítan í bænum. Pítan - Skipholti 50c Píta með frönskum kostar 1050 f Snæland video í Núpalind er ágætis úrval allskyns skyndibita, og þar er pítan engin und- antekning. Við fengum ágætis pítu með buffi og var hún sæmilega útilátin. Sósan er ágæt og brauðið var með því besta sem við smökkuðum. Þó var eins og vantaði einhvern neista í framreiðsluna eða eins og einn smakkara orðaði það: „Það er ekkert nýtt í þessu.“ Snæland video - Núpalind 1 - Píta meö buffi, frönskum og kók kostar 6S0 krónur. Fínir hamborgarar ^ 1 Blaöið/Frikki Ohætt að mæla með Hroa Hrói Höttur er betur þekktur sem pizza-staður, en þar er þó boðið upp á ágætlega útilátnar pítur. Samræmt álit dómnefndar var að pítan hjá Hróa Hetti væri „ferlega góð“, og er óhætt að mæla með staðnum ef þú vilt fá þér pítu sem er yfir meðallagi. Hrói Höttur - Hringbraut Píta, franskar og súpa kostar 990 krónur

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.