blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 34
34 I MENNING
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöi6
Huldukonur
og Ijósmyndir
Sunnudaginn 4. desember
kl. 14:00 verða opnaðar þrjár
nýjar sýningar á Þjóðminja-
safni íslands. Sýningarnar eru:
Huldukonur í íslenskri mynd-
list - Norður. Ljósmyndir Marco
Paoluzzo og Aðflutt landslag.
Ljósmyndir Péturs Thomsen.
Sýningin Huldukonur í íslenskri
myndlist fjallar um ævi og verk tíu
kvenna sem voru nær allar fæddar á
síðari hluta 19. aldar. Konurnar nutu
þeirra forréttinda að nema mynd-
list erlendis á síðustu áratugum 19.
aldar og upp úr aldamótum. Engin
þeirra gerði myndlist að ævistarfi
eða átti sér sjálfstæðan og óslitinn
listferil eftir að þær sneru heim.
Framlag þeirra er engu að síður
hluti íslenskrar menningar- og
kvennasögu ekki síður en listasögu.
Allar tilheyrðu þær efri stétt þjóðfé-
lagsins, voru dætur embættismanna,
kaupmanna og efnaðri bænda og
nutu í námi stuðnings fjölskyldna
sinna. Á sýningu Þjóðminjasafns
Islands verður leitast við að svipta
hulunni af þessum konum.
Sýningin Norður eftir Marco
Paoluzzo er kjarni ljósmynda frá
Islandi en einhver hluti er frá Fær-
eyjum. Sýningin Norður er eins
konar útgáfusýning tengd útkomu
nýrrar bókar North Nord.
Aðflutt landslag er sýning með
ljósmyndum Péturs Thomsens.
Hann hefur vakið athygli erlendis
fyrir ljósmyndir sínar og var einn
af 50 ungum ljósmyndurum sem val-
inn var til þátttöku í alþjóðlegri ljós-
myndasýningu ungra ljósmyndara
ReGeneration. Photographers of to-
morrow 2005-2025. Myndirnar sem
sýndar verða eru litmyndir teknar á
virkjanasvæði Kárahnjúka.
Sýningarnar standa til 20. febrúar
2006.
Mynd eftir Kristínu Þorvaldsdóttur.
Metsölulisti erlendra bóka
^ The Broker
John Grisham
Red Lily
Nora Roberts
j ShadowoftheWind
Carlos Ruiz Zafon
4 Veronika Decides to Die
Paulo Coelho
Graphic Design Now
5- Fiell & Fiell
6 1000 Extra/Ordinary Objects
Taschen
? TheBigBookofSuDoku
Mark Huckvale
Harry Potter and the Half-biood Prince
J.K. Rowling
StateofFear
Michael Crichton
. The Chronides of Narnia
C.S. Lewis
Listinn er gerður út frá sölu dagana
23.11.05 - 29.11.05 Bókabúðum Máls og
menningar, Eymundsson og Pennanum
BMiDMki
Nýtt fólk til
að gleðja
„Jóhann Friðgeir Valdimarsson
hafði nokkrum sinnum komið að
máli við mig og rætt um sameigin-
lega tónleika. Ég hafði ekki tíma til
að sinna þessu fyrr en nú þegar ég
átti lausa helgi. Við hringdum síðan
í þriðja tenórinn, Snorra Wium, sem
er búsettur í Vín og í ljós kom að
hann var sömuleiðis laus þessa helgi.
Við ákváðum því að skella okkur í
tónleikahald,“ segir Gunnar Guð-
björnsson en íslensku tenórarnir
þrír verða með tónleika í Islensku
Óperunni næstkomandi sunnudag,
4.desember klukkan 17.
„Tónleikarnir eru í léttum dúr. Við
syngjum lög úr söngleikjum, íslensk
lög og læðum inn einni og einni róm-
antískri og fallegri aríu og ítölskum
sönglögum" segir Gunnar. „Oft er
það þannig að fólk sem hefur ekki
sýnt klassík nokkurn áhuga fyllist
áhuga á henni eftir að hafa hlustað
á hana í bland við léttari lög. Þessi
uppgötvun verður svo oft til þess
að þetta sama fólk fer að mæta á
Sinfóníutónleika og í óperuna. Einn
tilgangurinn með tónleikum eins
og þessum er sá að finna okkur nýtt
fólk til að gleðja.“
Tenórarnir þrír. Jóhann, Gunnar og Snorri halda tónleika í Óperunni næstkomandi
sunnudag.
Barnabœkur og Ijóð i
Bókabúð Máls og menningar
Um helgina verður bókmenntadag-
skrá í Bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18.
Á laugardaginn er dagskrá helguð
börnum. Töframaðurinn Jón Víðis
kynnir Töfrabragðabókina. Aðal-
steinn Ásberg flytur efni úr Romsu-
bókinni og tekur Iagið. Sigrún Edda
kynnir myndasöguna Rakkara-
pakk. Otgáfan Stílbrot kynnir bók-
ina Tröllafell og tölvuleik á netinu
sem henni fylgir. Skoppa og Skrítla
koma í heimsókn. Einnig verða höf-
undarnir Kristfn Helga, Ragnheiður
Gestsdóttir, Halldór Baldursson og
Gæludýra-Guðrún á staðnum. Dag-
skráin hefst klukkan 14.
Sunnudagurinn verður tileink-
aður ljóðinu. Ljóðabókaútgáfa
ársins verður í forgrunni og ljóð-
skáldin mæta á staðinn, spjalla við
viðskiptavini, lesa upp úr bókum
sínum og árita. Dagskráin stendur
frá kl. 15.00 -17.00 og þeir sem taka
þátt eru:
Halldóra Kristín Thoroddsen
með bókina Gangandi vegfarandi
Haukur Már Helgason með bók-
ina Rispajeppa
Þorsteinn frá Hamri með Dyr að
draumi
Óttar Norðfjörð með Gleði og
glötun
Kristjan Guttesen með Litbrigða-
myglu
Sölvi Björn Sigurðsson með Gleði-
leikinn djöfullega.
Aðallistinn - allar bækur
7 Stóra orðabókin um ísi. málnotkun
' Jón Hllmar Jónsson
2 Vetrarborgin
Arnaldur Indriðason
3 Islandsatlas
' Hans H.Hansen
4 Þriðja táknið
Yrsa Sigurðardóttir
Fiskur!
S.C. Lundin / H. Paul / J. Christensen
6 Sólskinshestur
Steinunn Sigurðardóttir
? Gæfuspor - Gildin í lífmu
GunnarHersveinn
Auður Eir - Sólin kemur alltaf upp..
Edda Andrésdóttir
j Djöflatertan
Marta María Jónsdóttir / Þóra Sigurðardóttir
10 Rokland
Hallgrímur Helgason
Listinn er gerður út frá sölu dagana
23.11.05 - 29.11.05 Bókabúðum Máls og
menningar, Eymundsson og Pennanum
Stóra orðabók-
in veltir kóng-
inum úr sessi
Arnaldur Indriðason er ekki
ósnertanlegur, eins og margir
myndu ætla, þvi helstu tíðindi á
metsölulista Pennans Eymunds-
sonar þessa vikuna eru þau að
Stóra orðabókin um íslenska
málnotkun situr þar í efsta sæti.
Nýjasta glæpasaga Arnaldar,
Vetrarborgin, er i öðru sæti.
Metsölulistinn er reyndar á
nokkurri hreyfingu frá viku til
viku þannig að fróðlegt verður
að sjá hvernig röðunin verður
að viku liðinni. Harry Potter
kemst ekki á topp tíu listann
vegna þess að hún er barnabók
en barnabækur eru flokkaðar
sér og komast ekki inn á topp
tíu listann sama hversu vel þær
seljast. Það vekur athygli að
Jónsbók Einars Kárasonar og
Jóns Ólafssonar er ekki á topp
tíu listanum en fyrirfram var
reiknað með henni sem einni
af söluhæstu bókum þessarar
jólabókarvertíðar.