blaðið - 02.12.2005, Side 36

blaðið - 02.12.2005, Side 36
36 I SWYRTIVÖRUR FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöi6 Heimatilbúnar snyrtivörur Gulrótarmaski og glimmergel Þrátt fyrir að hægt sé að fá allar mögulegar snyrtivörur í verslunum landsins þá hefur krafan um heimatilbúnar snyrtivörur aukist, sérstaklega hjá þeim sem láta sig varða hvaða efni eru í snyrtivörum. Margir hafa því horfið aftur í tímann til forfeðra okkar og búið til sínar snyrtivörur sjálfir. Það er ekkert endilega auðveldasta leiðin að búa til eigin snyrtivörur en það er óneitanlega sniðugur kostur fyrir þá sem er ekki sama hvað leynist í snyrti- vörunum. Með því að búa til snyrtivörurnar sjálf er enginn vafi á hvað í þeim er og auðveldara er að átta sig á hvað hentar hverjum og einum. Hér koma nokkrar góðar uppskriftir að snyrtivörum: Gulrótarmaski, fyrir feita húð 3 stórar gulrætur 5 matskeiðar af hunangi eða hreinu jógúrti Gulræturnar soðnar og stapp- aðar (einnig hægt að setja þær í matvinnsluvél). Bætið hunangi eða jógúrti við. Berið varlega á andlitið, byrjið á höku og færið ykkur upp andlitið. Hafið maskann á andlitinu í 15-20 mínútur og hreinsið síðan af með volgu vatni. Glimmer gel 'Abolli af Aloeveragel 1 teskeið glýseról 'h teskeið smátt glimmer 5 dropar af einhvers konar ilmolíu Blandið saman gelinu og glýser- ólinu í litla skál. Blandið glimm- erinu og ilmolíunni saman við. Ef vilji er fyrir hendi má líka setja lit i blönduna. Hrukkukrem 1 matskeið lanólín 2 teskeiðar af sætri möndluolíu 2teskeiðarafvatni 2 teskeiðar af þorskaolíu Bræðið lanólínið með þorskaol- íunni. Síðan er vatninu bætt við en þar eftir er blandan látin kólna. Bætið þorskaolíunni við. Berið var- lega á andlit. Varasalvi 1 teskeið AloeVera gel '/2 teskeið kókoshnetuolía 1 teskeið jarðolíuhlaup Blandið saman í glerskál og hitið í 1-2 mínútur á hæsta styrk í örbylgju- ofni. Úr þessu verður til um það bil 15 grömm afvarasalva. Góð fegrunarráð Fegurðin kemur utanfrá Flestir kannast við að lakka út fyrir þegar neglurnar eru lakkaðar. Sérstaklega getur þetta verið hvimleitt ef lakkið er dökkt. Ráða má bót á þessu með því að leggja hendurnar í bleyti í heitu vatni, þegar lakkið er orðið þurrt. Eftir nokkrar mínútur má þurrka auka nagla- lakkið af varlega. Passaðu þig á að draga ekki eða toga húðina í kringum augun þegar farði er settur á eða fjar- lægður því það getur ýtt undir hrukkumyndun. Nuddaðu varirnar annars lagið með mjúkum tannbursta til að auka blóðflæði og fjarlægja dautt skinn. Með því að nudda meðferðis jaxlalínunni að utanverðu get- urðu komið í veg fyrir spennu sem myndast oft í þessum hluta andlitsins og leiðir til höf- uðverkja og tannpínu. Hreinsaðu andlit og háls kvölds og morgna. Notaðu handáburð í hvert sinni sem hendur þínar komast í tæri við vatn auk þess að bera hann á þig á kvöldin. Flestir kannast við að lakka út fyrir negl- urnar en það er auðvelt að laga það. • Forðastupróteinríkanmateftir kl. 19.00 ef þú vilt sofa vel þar sem það tekur lengri tíma að melta hann. Reyndu að borða kvöldmatinn fyrir kl. 19.00. • Ef hárið þitt er líflaust skalt greiða örlítið afkókoshnetuo! í hárið og hafa hana í yfir nótt. • Forðastu að sleikja varirnar ef þú ert með varaþurrk þar sem það þurrkar þær enn meira Gagnlegar húdvörur Shiseido Eye and Lip Cream Shiseido hefur sett á markað nýtt augn- krem sem ber heitið Future Solution Eye and Lip Contour Cream. Kremið er mjög virkt og vinnur gegn öldrun viðkvæmrar húðar kringum augu og munn. Kremið lyftir slappri húð, sléttir og styrkir yfirborð- ið, dregur úr dökkum baugum og þurrki umhverfis augu og munn. 6 Max Mara Body Scrub Max Mara hefur sent frá sér Polishing Body Scrub. Þetta er áhrifaríkt korna- krem fyrir likamann sem fjarlægir dauðar húðfrumur og hentar sérstaklega vel fyrir þurra húð. I kreminu, sem er gróft og örvar húðina, er linen seed sem verndar og viðheldur réttu rakastigi húðarinnar. Auk þess er einstaklega góð lykt af kreminu eins og Max Mara er von og vísa. PRIHHP Viccy Magic Musdes Þessi kubbur frá Lush hentar einkar vel fyrir fólk sem æfir mikið því kubburinn hitar upp vöðva og stuðlar að því að þeir jafni sig eftir erfiða æfingu. Kubburinn inniheldur meðal annars kakósmjör, pipar- myntuolía og kókoshnetuolíu. I kubbnum eru líka adukibaunir sem virka eins og litlir nuddandi fingurgómar. JW\j 1 lOO ÖVo-fVflonitdtue Suptr R*»tot*«j Ctcam , /y Cf«nr Sgpr. AÞW Anti-Cellulite Wraps frá Lancöme Lancóme hefur sent frá sér vafninga sem eiga að vinna á hinni hvimleiðu appelsínuhúð sem svo margar konur kannast við. (vafningunum eru virk efni unnin úr plöntum, kastaniu og kaffíni sem vinna kröft- uglega að því að takmarka myndun fitu strax í upphafi og eyða fitu og úrgangsefnum sem þegar eru til staðar. Shiseido Super Restoring Cream Bio Performance Super Restoring Cream frá Shiseido er hrukkukrem sem styrkir húðina. Bio Performance krem- linan er hátæknileg lína sem gefur hámarksárangur sem er sýnilegur. Kremið gefur húðinni unglegra yfirbragð og (það er notuð liftækni til að bæta hrukkur og auka á teygjanleika húðarinnar. Kremið vinnur því gegn öldrun, endurheimtir unglegt útlit og viðheldur unglegu útliti. I ICTII I Ol I C~»l fyrirframgreidd símakort fyrir alla síma töl til útlanda - allt að 1630 mínútur

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.