blaðið - 02.12.2005, Síða 45
blaöið FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005
DAGSKRA I 45
Hjálpum þeim frumflutt
Myndbandið við „Hjálpum þeim”
verður frumflutt í dag samtímis
í Kastljósi á Rúv og í íslandi í dag
á Stöð 2. Myndbandið er unnið af
Maríönnu Friðjónsdóttur fyrir Saga-
film en Marianna klippti einnig
saman myndbandið fyrir Hjálpum
þeim 1985. Allir tónlistarmennirnir
sem tóku þátt í laginu koma fram í
myndbandinu og það má fullyrða
að aldrei hafa jafn margar stjörnur
tekið þátt í gerð eins og sama
myndbandsins.
Biskup íslands lofaði íslenska
tónlistarmenn í predikun sinni
um helgina. „Nú tekur landslið ís-
lenskra popptónlistarmanna aftur
höndum saman um endurútgáfu
þessa lags til ágóða fyrir hjálpar-
starfið í Pakistan og annars staðar
þar sem leitast er við að mæta hinni
gleymdu neyð á okkar hrjáðu jörð.
Mikið eigum við þessu góða fólki að
þakka, sem enn og aftur gefur af sér
til góðs, án þess að krefjast neins
fyrir sinn snúð” sagði Biskup meðal
annars.
Hjálpum þeim er væntanlegt í
verslanir 10. desember
GLÆPSAMLEGA
SPENNANDI
Þú ferð ekki langt á
meðan þú lest þessa ...
EITTHVAÐ FYRIR...
...góðgerðahugaða
Sjónvarp, Tíska og tónar,
-kl. 20.40
Upptaka frá fjáröflunarsamkomu
í Monte Carlo fyrir góðgerðarsjóð
Karls Breta-
prins þar
sem sýnd
voru föt frá
mörgum af
frægustu
tískuhúsum
heims og
þekktir tónlistarmenn stigu á svið
þar á meðal Zucchero, Jon Bon Jovi
og Mariah Carey.
Stöð 2, 20:10 Arrested Develop-
ment (17:22)
Hvað er til bragðs að taka þegar
maður er eini sem er með réttu
ráði í allri fjöl-
skyldunni?
ÞegarfaðirMi-
chaels Bluths
er sendur í
steininn fyrir
skattsvik þá
kemur það
skyndilega
í hlut hans
að halda fjöl-
skyldufyrirtækinu gangandi, hvort
sem honum líkar betur eða verr.
...svikara
...örlaganornir
Skjár 1, Charmed, kl. 20:35
Bandarískir þættir um þrjár fagrar
og kynngimagnaðar örlaganornir.
Chris lendir illa í því þegar Bianca
kona úr
f r a m -
tíðinni
k e m u r
til þess
að ná af
honum
kröft-
u n u m .
Leo kemst að því að hún er ættuð
af mjög vondum nornum og Paige
ákveður að flytja til Richard.
■ Stutt spjall: Sigga Lund
Sigga er með morgunþáttinn á Létt 96.7 alla virka daga milli 9 og 14
Hvernig hefurðu það í dag?
Hef það alveg rosalega gott, reyndar er
alveg brjálað að gera. Jólin eru að koma
og jólastöðin okkar að fæðast í þessum
töluðu orðum. Við erum alveg búin að
skipta yfir í jólatónlistina ogjólastemning-
una, við erum jólastöðin (ár.
Hvenær hófstu fyrst störf í fjölmiðlum?
Ég byrjaði hér á Létt fyrir þremur árum
síðan, og það var í fyrsta skipti sem ég var
í fullu starfi í útvarpi. Ég talaði hins vegar
í fyrsta skipti í útvarp þegar ég var 14 ára,
og þá var ég með þátt í sjálfstæðisútvarpi
Eyjamanna, þegar bæjarstjórnarkosn-
ingarnar voru og afi minn var að bjóða
sig fram til forseta Bæjarstjórnar. Ég var
fengin til að koma með vínilplötur og
þeyta skífur. Þar fékk maður ákveðna
útvarpsbakteríu.
Þannig að þú hefur jafnvel síðan þá
hugsað þér að starfa við eitthvað svip-
að í framtíðinni?
Já mig dreymdi það alltaf, og fór á fjöl-
miðlabraut í F.B. í gamla daga. Síðan hvíldi
ég drauminn, en hófst svo aftur handa
síðar meir.
Gætirðu lýst dæmigerðum degi í lífi
Siggu Lund?
Ég vakna og vanalega reyni ég nú að fara
í ræktina á morgnana en þegar það er bú-
ið að vera sem kaldast þá hef ég nú kúrt
aðeins lengur. Ég fæ mér orkusjeik og fer í
morgunsturtuna og tek mig til og fer upp
í vinnu. Þar kíki ég í blöðin og opna svo
þáttinn minn klukkan níu, og ertil tvö. Þar
er ég að leika Ijúfa tónlist og kíkja í blöðin
og segja fréttir af umferðinni og fólki og
fleiru. Eftir þáttinn sinni ég öðru, en ég er
verkefnastjóri stöðvarinnar og þarf því að
sinna uppsetningu dagskrár, auglýsingatr-
eileragerð og ýmsu öðru.
Hvað er uppáhaldstíminn þinn?
Mérfinnst mjög gott að skríða heim
eftir langan vinnudag. Ekki það að mér
leiðist í vinnunni, en það er bara svo gott
þegar búið er að vaska upp og maður
getur hvílt lúin bein. Mérfinnst það voða
notalegt.
Mannstu eftir einhverju neyðarlegu
sem hefur komið fyrir í beinni útsend-
ingu?
Já, stundum lendir maður í erfiðleikum
með að koma hlutunum rétt út úr munnin-
Er útvarpsstarfið öðruvísi en þú hafðir
ímyndað þér áður?
Að vissu leiti og vissu leyti ekki. Það er
rosalega gaman, en líka áskorun á marg-
an hátt. Maður þarf alltaf að mæta með
góða skapið og skapa gott andrúmsloft
og láta gott af sér leiða.
Hvað er skemmtilegast við starf-
ið?
Ég myndi segja allt fólkið
sem maður fær að hitta, þó
þetta sé oft einmana-
legt starf lika. Maður
situraleinn inni
í stúdíói en er
samtaðtala
við milljón
manns.
Enallt
í kring
um
þetta
ersvo
skemmti-
legt: Þegar
maðurferíbeinar út-
sendingar, þegar maður
fer á viðburði sem tengjast
vinnunni, og á marga tón-
leika. Maður hittir mikið af
frábæru fólki.
um, og einu sinni var ég með virðulegan
gest í hljóðstofu, yfirlögreglustjóra, og var
að taka viðtal. Ég er að fara að segja eitt-
hvað, en beygi orðið vitlaust þannig að
það kemur vitlaust út úr mér. Svo ætla ég
að leiðrétta mig en það kemur bara alltaf
vitlaust út, þannig að það er alveg eins og
ég stami, og svona stamaði ég örugglega
fimm sinnum áður en ég hitti rétt á
orðið. Rosalega neyðarlegt!
Hver myndir þú vilja að væri
lokaspurningin í þessu
stutta spjalli?
Ég myndi vilja að
hún væri:„Hvaða
útvarpsstöð
ætlar þú að
hlusta á á
aðvent-
unni?“
og þá
myndi
ég segja:
„Að sjálfsögðu
jólastöðina á Létt
96.7"
Hver er að þínu mati versti sjónvarpsmaður íslands?
Hákon Björn
Hemmi Gunn.
Jón Kristófer
Sturluson
Ég veit það ekki.
Jónþór Erlings-
son
Silvía Nótt.
■ Spurning dagsins
Sagan gerist á íslandi og annarri
eldtjallaeyju í Ijarska og saman
tvinna mannlegur breyskleiki, ástir,
vinátta, fórnir og svik ofurspennandi
og litríkan sagnavef.
Þetta er önnur skáldsaga
Ingibjargar Hjartardóttur;
sú fyrri, Upp til sigurhæða, fékk
mikið lof fyrir stílsnilld og
HMagnús Þór
Sverrisson
Jón Gnarr.
Þorsteinn Rún-
ar Eiriksson
Ég veit það ekki,
ég horfi ekki mik-
ið á sjónvarþ.
frásagnargleði.
1