blaðið - 10.12.2005, Síða 12

blaðið - 10.12.2005, Síða 12
121 ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaöiö Vill færa ísrael til Evrópu Mahmoud Ahmadinejad, forseti írans, lét hafa eftir sér síðastliðinn fimmtudag að hann efaðist stórlega um að helförin hefði átt sér stað og lagði til að Israel yrði flutt frá Miðausturlöndum yfir til Evrópu. Ummælin lét hann falla á frétta- mannafundi í Mekka i Saudí Arabíu og þau koma í kjölfar þess að hann kallaði eftir því í október að fsrael yði „þurrkað út af kortinu.“ Ahmadinejad sagði að Evrópulönd staðhæfðu að Hitler hefði drepið milljónir saklausra gyðinga og ef að einhverjir kæmu með sannanir gegn þeirri staðhæfingu væri sá hinn sami fordæmdur og kastað í fangelsi. Hann vakti einnig spurn á því hvort það stæðist sem rökstuðningur við áframhaldandi stuðning margra Evrópulanda við ísrael og landtökur þeirra í Jerúsalem að vitna í að Hitler hefði drepið saklausa gyðinga, enda Hitler evrópskur. „Ef Evrópumenn eru heiðarlegir, þá ættu þeir að gefa sum af héruðum sínum, eins og í Þýskalandi, Austurriki og öðrum löndum, til Síonista, og þeir geta þá stofnsett ríki sitt í Evrópu.“ Eykur kjarnorkuáhyggjur Talsmaður Ariel Sharon, forsæt- isráðherra ísraels, sagði að orð Ahmadinejad væru gott dæmi um samhljóma álit sem þrifist innan hluta arabaheimsins þess efnis að gyðingar hefðu engan rétt til þess að koma á fót lýðræðislegu gyðinga- ríki í heimalandi forfeðra sinna. Scott McClellan, talsmaður Banda- ríkjastjórnar, sagði þessi ummæli ekki gera neitt annað en að auka áhyggjur stjórnarinnar þar í landi af þessari nýju ríkisstjórn frans. Hann sagði einnig að svona atburðir væru einungis til þess að styrkja Banda- ríkjastjórn í þeirri trú sinni að það væri afar mikilvægt að koma í veg fyrir að fran öðlist getu til þess að framleiða kjarnorkuvopn. Mahmoud Ahmadinejad, forseti (rans, seg- ist hafa efasemdir um tilvist helfararinnar og leggur til að fsrael verði fært til Evrópu. Farsímabæklingur handa foreldrum Banaslys á Chicago flugvelli Sex ára gamall drengur lést í gær þegar Boeing 737-700 flugvél frá Southwest flugfélaginu rann út af flugbrautinni á Midway-flugvelli í Chicago, inn á nærliggjandi gatna- mót og yfir tvo bíla sem voru á ferð þar um. Drengurinn var í bflnum ásamt foreldrum sínum og tveimur yngri bræðrum þegar bíllinn kramdist undir nefi og bol flugvél- arinnar. Faðir drengsins og bróðir hans, sem er einungis kornabarn, liggja alvarlega slasaðir eftir slysið og fjórir aðrir í næsta bíl á eftir íjölskyldunni hlutu einnig alvarleg meiðsli þó að ástand þeirra sé stöð- ugt. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin en engar vísbendingar hafa komið fram um vélabilanir og flugvélin hafði fengið leyfi til þess að lenda þrátt fyrir mikinn snjó og þó nokkurn vind. Slysið átti sér stað á sama degi, þann 9. desember, og banvænt flugslys varð á Midway- flugvelli fyrir 33 árum þegar flugvél í lendingu rakst utan í fjöldamörg hús áður en hún endaði ofan á einu þeirra. 45 manns létust þá, 43 farþegar flugvélarinnar og tveir íbúar í húsunum sem hún keyrði á. 1 Frakklandi hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar fyrir for- eldra vegna farsímanotkunar barna þeirra. Ibæklingnum er meðal ann- ars fjallað um hvaða hættur kunna að stafa að heilsu fólks vegna síma- notkunar og tæknilegar og lagalegar hliðar farsímanotkunar. Þá skýrir hann sérstaklega hvernig er hægt að stjórna notkun á margmiðlunarþjón- ustu símanna og hvernig er hægt að koma í veg fyrir að börn noti þá til að nálgast ólöglegt efni. Einnig er þar að finna ráð um hvernig megi koma í veg fyrir að síminn sé not- aður í slæmum tilgangi svo sem til að leggja fólk í einelti og hvernig skuli brugðist við ef barnið verður fórnarlamb símaáreitis af einhverju tagi. Farsímar verða sífellt flóknari og með þeim nýjustu er jafnvel hægt að vafra á Internetinu, skoða blogg- síður og taka þátt í spjallþráðum. Ennfremur verða farsímanotendur sífellt yngri og því var talin brýn þörf á að gefa út slíkan bækling í Frakklandi. f Frakklandi hefur verið gefinn út sérstak- ur leiðbeiningabæklingur fyrir foreldra vegna farsímanotkunar barna þeirra. Myndlistarhátíð í Galleríi Fold tilefni af því aö viö tökum í notkun þrjá nýja sýningarsali á Rauöarárstíg bjóöum við til myndlistarhátíöar um helgina. Hundruð verka til sýnis. Við kynnum vaxtalausu listmunalánin Allir sem kaupa listaverk um helgina á vaxtalausu láni fá grafíkverk eftir Kristján Davíðsson i kaupbæti Öll böm fá jólanammi Opið á laugardag 10-22, sunnudag 10-17 Rau&arárstíg 14, sími 5510400 • Kringlunni, sími 568 0400 www.myndlist.is Velkomin í Gallerí Fold Tilkynnt um gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands Vinna er hafin við byggingu gasleiðslukerfis frá Rússlandi til Þýskalands um Eystrasalt. Leiðslan mun verða um 1.200 kílómetra löng og er afar umdeild. Þar sem hún mun liggja um Eystrasalt þá mun hún ekki fara í gegnum Pólland né Úkrafnu. Bæði ríkin eru hrædd um að skrúfað verði fyrir gasflæði frá Rússlandi til þeirra þegar leiðslan verður tilbúin, en stefnt er að því að hún verði komin í gagnið árið 2010. Framkvæmdin kostar um 5 millj- arða dala og var samningur um gerð hennar undirritaður í september siðastliðnum. Það er hins vegar ekki fyrr en núná sem að lega hennar og umfang er tilkynnt. Leiðslan er Þjóð- verjum gífurlega mikilvæg enda tak- markaðar náttúruauðlindir til staðar þar í landi. Rússland er á hinn bóg- inn einn af stærstu birgðarsölum á gasi og olíu til Vestur-Evrópu. Bannað að nota upplýsingar sem fengnar eru með pyntingum Hæstiréttur Bretlands kvað upp úrskurð þess efnis á fimmtudaginn að allar þær upplýsingar sem fengnar væru með því að beita pyntingum mætti hvergi nota við réttarhöld f Bretlandi. Hæstiréttur snéri með þessu við niðurstöðu áfiýjunardóm- stóls frá því 1 ágúst í fýrra. Dómurinn skyldar stjórnvöld í Bretlandi nú til þess að sýna fram á að sönnunar- gögn sem hafa verið notuð í tugum réttarhalda yfir útlendingum sem átt hefúr að vísa úr landi eða fangelsa vegna grunsemda um hryðjuverk hafi ekki verið fengin með pynt- ingum. Talið er að þetta muni eiga við í málum að minnsta kosti 30 manna og er búist við að upplýs- ingar sem hafa verið fengnar með pyntingum verði kjarninn í meðferð 22 áfrýjunarmála manna sem hafa áfrýjað dómum um að þeim verði vfsað úr landi. Sömu sögu er að segja í málum fimm annarra sem hafa verið handteknir undir hatti hryðju- verkalöggjafarinnar í Bretlandi.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.