blaðið - 10.12.2005, Side 39
blaðið LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005
VIÐTAL I 39
orðið nokkuð ráðvilltir um vilja al-
mennings, tala nú ekki um þegar deil-
urnar eru harðar.
Einn helsti lærdómurinn af þessu
var kannski sá, að stjórnmálamenn
eiga ekki að hafa vit fyrir fólki. Fólkið
getur komið til skjalanna, mótað
hugmyndir og síðan kosið um þær.
Við verðum að treysta fólki til þess
að velja á milli kostanna og tókum
niðurstöðunni, þó að hún væri ekki
alveg eins og við í bæjarstjórninni
höfðum lagt til. 1 máli eins og þessu
er ekki nema eðlilegt að stjórnmála-
menn bjóði fólki að borðinu og gefi
því kost á að velja. Það eru sumir, sem
telja að þetta eigi ekki að vera þannig,
stjórnvöld eigi bara að taka af skarið
og stjórna þessu. I mörgum málum
getur það átt við, en í stórum málum
eins og þessu held ég að íbúakosning
geti verið farsæl lausn og til þess fallin
að leiða málið til lykta. Auðvitað voru
ekki allir ánægðir með niðurstöðuna,
en í svona málum er það sjálfsagt
óvinnandi vegur að allir verði sáttir.
Þá skiptir máli að niðurstaðan sé skýr,
óyggjandi og afgerandi."
Hærra þjónustustig, lægri skattar
Nú er bœjarfélagið lítið miðað við ná-
grannana, en þjónustustigið er hátt
og niðurstöður í þjónustukönnunutn
hafa verið alvegframúrskarandi.
„Já, við erum einfaldlega mjög á
tánum og það er kannski einn helsti
kostur lítilla sveitarfélaga. Okkar verk-
efni er að þjónusta bæjarbúa, án þess
að efna til einhverra gönuhlaupa og
vinsældakapphlaups. Það geta verið
litlu málin, sem skipta máli, ekki
síður en hin stóru. Menn mega ekki
gleyma sér í skýjaborgunum, því það
er grasrótin, sem þarf að rækta. í því
samhengi verður að hafa í huga að við
klárum aldrei verkefnið og það má
alltaf bæta sig.
Við höfum reynt að gæta þess að
hafa allar boðleiðir stuttar. Ég er
t.d. ekki með neina viðtalstíma, þó
menn geti mælt sér mót við mig ef
það hentar. Dags daglega koma menn
bara hingað á bæjarskrifstofuna og
spyrja eftir mér til þess að bera upp
sín mál. Ef menn hringja eru þeir
ekki spurðir erindis heldur er síminn
bara gefinn á mig. Þetta þýðir að ég
hef mjög góða yfirsýn yfir áhyggju-
efni bæjarbúa og um leið erum við
miklu fljótari að bregðast við og leysa
úr málum."
Gott og vel, en á sama tíma og þjón-
ustustigið hcekkar hjá ykkur er fjár-
hagurinn alvegglimrandi ogþið eruð
að lcekka skatta. Hvað er það, sem
þið kunnið, sem menn hafa ekki upp-
götvað í Ráðhúsi Reykjavíkur?
„Þar ræðir um grundvallarmun
á pólitískum áherslum. Við erum
einbeitt í því að gera eins vel og við
getum án þess að vera með lúkurnar
á bólakafi í vasa útsvarsgreiðenda.
Þetta hefur okkur tekist af þvi að
við förum varlega og byggjum þjón-
ustu og framkvæmdir á því, sem við
eigum fyrir, í staðinn fýrir að ráðgera
stórkostlega hluti og finna aurana
seinna. í Reykjavik Htur meirihlut-
inn svo á að það sé rétt að láta borg-
arana greiða eins og hægt er í sameig-
inlega sjóði en síðan pólitíkusanna
að ráðstafa þeim eins og hægt er og
helst meiru. Hérna förum við aðra
leið. Við tökum nægilega mikið fé til
þess að geta haldið úti nauðsynlegum
framkvæmdum og samkeppnisfærri
þjónustu, en ekki meira en það. Við
viljum frekar láta það ótekið, sem
óþarft er. Þegar vel gengur, eins og
verið hefur undanfarin ár, þá höfum
við meira milli handanna en við nauð-
synlega þurfum og þá finnst mér það
beinlínis skylda stjórnvalda og stjórn-
málamanna að skila borgurunum til
baka ávinningi hagsældar eða góðs
rekstrar.
Ég vil líka undirstrika að þetta er
engin stundarákvörðun í pólitiskum
tilgangi, heldur er þetta afraksturinn
af rekstarárangri bæjarins og þeirri
sannfæringu að það sé okkar viðfangs-
efni að gera vel en með ráðdeild. Þetta
finn ég að fólk kann að meta, eins og
við sáum síðast í þjónustukönnun
í apríl, þar sem um 90% bæjarbúa
voru ánægð eða mjög ánægð með
þjónustuna."
Aukin lífsgæði markmiðið
En eru Seltirningar ekki bara að
njóta nálcegðarinnar við Reykjavík?
Sœkið þið ekki niðurgreidda þjónustu
þangað?
„Nei, alls ekki. Þetta er misskiln-
ingur, sem maður heyrir oft, en er úr
lausu lofti gripinn. Við rekum alla
þá málaflokka, sem til sveitarfélaga
heyrir, innan bæjarmarkanna, hvort
sem það er félagsþjónusta, skólar,
hitaveita eða annað. Síðan borgum
við okkar hlut i ýmissri samneyslu á
höfuðborgarsvæðinu, í Sorpu, Strætó
og slökkviliðinu. Við borgum fyrir
okkur. Hitt er annað mál að Seltirn-
ingar sækja mjög margt til Reykja-
víkur, þannig að ég er viss um að þeir
tapa ekki á nábýlinu við okkur.“
Auðveldar það ykkur ekki reksturinn
að hér býrfólk með drjúgar tekjur?
„Þetta er ekki auðvelt. Maður heyrir
stundum að Seltjarnarnes sé svo ríkt
bæjarfélag, en það er ekki rétt. Bæjar-
félagið er ekki ríkt þó að margir bæjar-
búar séu vel stæðir. En það er vel rekið,
þó svo að stærðin sé ekki neitt sérlega
hagkvæm og þó að margir Seltirningar
borgi ágætt útsvar eru þeir að borga
hlutfallslega minna en víðast annars
staðar. Mér telst svo til að með þess-
ari útsvarslækkun okkar núna verði
munur á hæsta og lægsta útsvari á
höfuðborgarsvæðinu 5,2%. Það munar
um minna fyrir vinnandi fólk.“
Þið eruð að lcekka fasteignagjöld líka.
„Það er mikil eftirspurn eftir fast-
eignum hér og bærinn þykir eftir-
sóknarverður. Að því leyti fagna Sel-
tirningar háu fasteignaverði hér, enda
oft um lífssparnað fólks að ræða. En
neikvæða hliðin er sú að fasteigna-
gjöldin hækka. Við höfum viljað koma
til móts við það og deila þannig ávinn-
ingnum af því að húsnæði er eftirsótt
hér. Við höfum þess vegna verið djarfir
í lækkun álagningarstuðla fasteigna-
gjalds og vatnsgjalds. Þar fyrir utan
leggjum við ekki holræsagjald á bæjar-
búa. Meðalholræsagjaldáhöfuðborgar-
svæðinu er um 30-60 þúsund krónur á
meðalíbúð, svo þetta telur allt.“
Engetið þið þá gert betur?
„Eg tel að þær skattalækkanir, sem
við höfum verið að leggja drög að, eru
ekki einstakar, heldur eru í samhengi
við frekari lækkanir á næstu árum,
ef rekstur bæjarins heldur áfram að
ganga vel. Ég er þeirrar skoðunar að
það skipti máli fyrir bæjarfélög að
stunda samkeppni í gjaldtöku. Það
skiptir okkur að minnsta kosti máli og
er hluti þess, sem gerir Seltjarnarnes
aðlaðandi fyrir íbúa. Það er nauðsyn-
legt fýrir sveitarfélögin sín á milli og
íbúana líka. En það getur líka verið
brýnt hagsmunamál fyrir íbúa ann-
arra sveitarfélaga að það sé boðið upp
á mismunandi kjör. Það veitir nauð-
synlegt aðhald á línuna. Það er heldur
ekkert náttúrulögmál að sveitarfélög
verði að innheimta eins hátt útsvar og
þau mega.
Sú pólitíska stefha, að vilja gera
sem mest fyrir sem minnst, orkar líka
hvetjandi á stjórnmálamenn til þess
að finna leiðir, sem ekki endilega kosta
aukin útgjöld eða firekari lántökur, en
auka lífsgæði, því um það snýst auð-
vitað allt okkar starf. Þetta held ég að
okkur hafi tekist og þá leið viljum við
fara áffam í ff amtíðinni."
fyrir þá sem versla fyrir 100.000 eða meira
VAXTALAUSAR
RAÐCREiÐSLUR
fram aðjólum
Mikið úrval af indverskum húsgögnum
opið virka daga 10-18 laugardaga 11-18 sunnudaga 13-18
Borð 90x200 cm a9.ooo stgr
90x180 cm 45.900 stgr
90x160 cm 43.900 stgr
stóll m/leðri 14.900 stgr
einnig fáanlegurrijösu leðri
X rú B
a r \ t
H Ú S G Ö G N
BÆJARLIND 6
201 KÓPAV0CI
SlMI 554 6300
Borð hnota
100x220 cm ,
90x180 cm
90x160 cm i
Stóll m/leðuráferð 9.900 stgr
einnig fáanlegur í brúnu
NÝTT
sófaborð (3 saman)
Skenkur
71.900 stgr
71.900 stgr